Sagnir - 01.04.1987, Side 86

Sagnir - 01.04.1987, Side 86
84 SAGNIR greinina í heftinu, „Helmingarfélög hjóna á miðöldum”. Þessi réttar- sögulega athugun mun sprottin af því sagnfræðinámskeiði í HÍ sem áður getur. Athugunin beinist að því hvort túlka megi tilkomu þess forms hjúskaparsamninga sem kallaðist helmingarfélag, einkum frá 15. öld að telja, sem skref í átt til aukins jafnréttis kynjanna svo sem Arnór Sigurjónsson hefur hallast að. í þessu sambandi gerir höfundur ítarlega úttekt á þeim dæmum um helmingarfélög hjóna sem finnast í Fombréfasafni. Eins og heimilda- kosti er háttað, er hér um æðiflókið úrlausnarefni að ræða; en ég fæ ekki betur séð en Hrefna haldi mætavel á því og færi traust rök að niðurstöðu sinni, þ.e. að samningar um helmingaskipti eigna milli hjóna hafi verið bundnir við auð- ugustu stéttir landsins og stuðlað að því að tryggja erfingjum fremur en eiginkonum aukinn umráðarétt. Það treystir þessa niðurstöðu að samanburður er gerður við önnur Norðurlönd. Frekari vitneskju um ríkjandi viðhorf til kvenna, eins og þau birtast í „normatífum” heimildum, veitir Þórunn Valdimarsdóttir, í greininni „Dyggðaspegill”. Hér ræðir um samnefnt siðarit, samið af þýskum siðbótarpresti seint á 16. öld og þýtt á íslensku um 1640. Þar sem þýðingin komst aldrei á prent, er vel til fundið hjá Þórunni að gera grein fyrir inntaki ritsins og þeim lífsreglum sem það leggur „guð- hræddum meyjum og kvenpersón- um.” Dyggðir spegilsins tengir Þór- unn svo við ýmsa drætti í íslenskri samfélagsgerð. Tvær missagnir hafa hér slæðst með: Stóridómur er sagður settur 1563 en á að vera 1564 (ef miðað er við samþykkt Alþingis) eða 1565 (sé miðað við staðfestingu konungs). (S. 47, 3. dálkur.) Á sama stað segir: „Þar sem lágmarkseign var skilyrði fyrir hjúskap mátti stór hluti kvenna ekki giftast.” í reynd réð efnahagsleg/félagsleg staða miklu um giftingarmöguleika fólks en eftir lögtöku Jónsbókar giltu ekki nein ákvæði um tiltekið eignar- mark sem hjúskaparskilyrði. (Sjá Gísli Gunnarsson: Nuptiality and Fertility in Iceland’s Demographic History (Lund 1982), 9-14.) Þessar þrjár síðastnefndu greinar eru gott innlegg í umræðu síðustu ára um stöðu kvenna á miðöldum. Drepsóttir 15. aldar sem Kristín Bjarnadóttir gerir að um- ræðuefni munu aftur á móti ekki hafa farið í kyngreinarálit! Höf- undur kveðst hér ætla að tína til „það helsta sem um Pláguna miklu hefur verið ritað.” (S. 58.) Greinin gefur yfirlit yfir stöðu rannsókna á þessu efni (í þessu sambandi hefði verið vert að geta hins alþýðlega rits Siglaugs Brynleifssonar: Svarti dauði. Rv. 1970) og rekur meining- armun fræðimanna varðandi upp- runa og eðli sóttarinnar. En Kristín leggur líka sjálfstætt mat á ýmis álitamál, m.a. með hliðsjón af ný- legum rannsóknum norskra sagn- fræðinga á eðli og áhrifum pestar- innar þar í landi. Hvað mannfall af völdum plágunnar 1402-04 áhrærir, þá hallast Kristín að því að Jón Steffensen hafi vanmetið það (skv. ágiskun hans ætti um þriðjungur landsmanna að hafa fallið). Mat sitt byggir hún þó að hætti Jóns á sam- anburði við það sem gerst er vitað um manndauða í Stórubólu. Ég er vantrúaður á að mikið sé leggjandi upp úr slíkum samanburði, til þess eru sóttirnar í eðli sínu of ólíkar. Til þess að fara nærri um mannfall í svartadauða væri sennilega væn- legra að hafa hliðsjón af niðurstöð- um rannsókna á banaferli plágunn- ar í norðvestanverðri Evrópu á 17.- 18. öld: frá þessum tíma eru tiltæk- ar tölulegar upplýsingar sem væru fróðlegar til samanburðar við þær reikulu ágiskunartölur sem fram hafa komið í svartadauðafræðum okkar. Enn er ógetið þriggja greina sem hér verða, rúmsins vegna, að liggja í þagnargildi. En ég get ekki látið hjá líða að minna lesendur á „Skrá um lokaritgerðir í sagnfræði (við HÍ) árin 1977-1985”. Fyrir rannsóknar- menn er góður fengur að þessari skrá og hún er auk þess ekki ómerk heimild um hugðarefni íslenskra háskólasagnfræðinga undanfarin ár. Niðurstaða mín er sú að 7. ár- gangur Sagna beri aðstandendum gott vitni. Efni hans vekur áhuga og umfjöllun efnis er vönduð án þess að hún íþyngi almennum lesanda. Myndefni og uppsetning laða líka eindregið til lestrar. Frágangur er yfirleitt svo góður að það sæmir varla að hafa orð á þeim örfáu hnökrum sem þar finnast á.

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.