Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 55
*
Islendingar versluðu ekki ein-
göngu við danska kaupmenn á
tímum einokunarverslunarinn-
ar 1602 til 1787. Þeir áttu ólögleg
viðskipti við erlenda sjómenn allan
þann tíma. En hér er ólíku saman að
jafna, ekki síst er kemur að þekk-
ingu okkar á þessum viðskiptum við
útlendinga. Saga einokunarinnar er
vel þekkt í aðalatriðum á meðan
lítið er vitað um launverslunina.
Mörgum mikilvægum spurningum
um hana er ósvarað.
Hér verður athyglinni beint að
launverslun um og eftir miðja 18.
öld, nánar tiltekið á árabilinu 1740
til 1780. Ekki skortir ráðgátur að
glíma við á því tímabili. Tókst að
uppræta blómleg viðskipti Norð-
lendinga við hollenska sjómenn um
1740? Hvers vegna leyfði Danakon-
ungur frönskum smyglurum að fara
frjálsum ferða sinna 1765? Og af
hverju voru íslendingar, sem voru
staðnir að vöruskiptum við útlend-
inga, náðaðir á alþingi 1769? Hver
var eiginlega afstaða konungs-
valdsins og alþingis til launversl-
unar? Þessum spurningum og fleiri
af sama tagi verður svarað hér í
greininni.
Skúli fógeti og
ullarsokkarnir
Árið 1784 ritaði Skúli Magnússon
landfógeti um blómlega launversl-
un Norðlendinga við hollenska sjó-
menn á fyrri hluta 18. aldar. Skúli
sagði að Norðanmenn hefðu selt
Hollendingum prjónaða ullarsokka,
svonefnda duggarasokka, sem voru
ekki eins vandaðir og þeir sokkar
sem einokunarkaupmenn vildu. En
hollensku duggararnir vildu ólmir
fá sokka úr íslenskri ull og greiddu
gott verð fyrir þá í ýmsum varningi.
Skúli segir svo frá:
menn fengu mikið tóbak, járn-
potta, lítið brennivín, lítið af
kornvöru, hunangs-kökur og
sýróp, samt ýmsar klæða- lér-
efta- og kottúns-vörur, sem
Eyfirðingar aftur seldu með
ábata sunnanlands fyrir fisk
til búa sinna, og eigi einasta
þessir, heldur og líka fleiri
norðlenskir frá hinum sýsl-
unum
Hann bætti við að „nær þetta með
öllu aflagðist 1741” hafi Norðlend-
ingar skaðast og sé það ein ástæðan
fyrir þeirri afturför sem hafi orðið
á Norðurlandi síðan.1
Er þetta rétt hjá Skúla? Voru
þessi viðskipti úr sögunni eftir
1741?
Sveinbjörn Rafnsson hefur bent á
að Skúla var málið skylt. Hann var
embættismaður Danakonungs á ís-
landi „og skrifi hann opinberar
skýrslur eða rit, þá veit hann að
sjálfsögðu ekki um ólöglegt atferli í
þeim ef eigin hagsmunir eru í veði.”
Sveinbjörn er heldur ekki sáttur við
það að Skúli „láti í veðri vaka” að
launverslun hafi verið lítil eða
engin eftir 1740, telur á hinn bóginn
víst að landsmenn hafi jafnan átt
einhver viðskipti við erlenda sjó-
menn sem sóttu íslandsmið á 18.
öld.2
Hér verður að hafa í huga að Skúli
Magnússon kom ekki bara við sögu
launverslunar á íslandi sem roskinn
sagnaritari í feitu embætti. Á yngri
árum, þegar hann var sýslumaður í
Skagafirði, fékk hann verðlaun frá
stjórninni í Kaupmannahöfn vegna
ágætrar frammistöðu við að hindra
launverslun. Málavextir voru þeir
að sumarið 1740 og aftur vorið 1741
strönduðu hollenskar duggur í
Skagafirði en áhafnir þeirra höfðu
verslað við íslendinga. Skipverjar
sluppu og komust mennirnir af ann-
arri duggunni undan en hinir náð-
ust. Skúli yfirheyrði þá og dæmdi,
svo að hann hefur átt að vera öllum
hnútum kunnugur. Einnig gerði
hann mikið góss upptækt og dæmdi
það konungseign. í Kaupmanna-
höfn þótti þetta harla gott og Skúli
fékk verðlaunin.3
í ljósi þessa þarf ekki að koma á
óvart að fræðimenn hafa tekið
nokkuð mark á ummælum Skúla um
launverslun Hollendinga og Norð-
lendinga. Jón J. Aðils hafði það eftir
landfógetanum að Norðurlandi hafi
hnignað þegar viðskiptin hættu og
segir að „mjög lítil mök” hafi verið
milli íslendinga og hollenskra sjó-
manna eftir það.4 Og í bók sinni um
einokunarverslunina dregur Gísli
Gunnarsson hvergi í efa fyrrgreind
orð Skúla. Hann segir íslenska
sokka einungis hafa farið um
hendur danskra einokunarkaup-
manna á leið sinni til kaupenda í
Amsterdam eftir 1743.5 Það eru líka
önnur veigamikil atriði sem styðja
það að leyniviðskipti Norðanmanna
og hollenskra hafi verið upprætt
um 1740, ekki bara ummæli Skúla
landfógeta.
SAGNIR 53