Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 12
Magnús Stephensen. Tuttugu og eins
árs að aldri var hann sendur til að kanna
afleiðingar Skaftárelda.
en varð að snúa aftur og liggja í
norskri höfn um veturinn. Það
komst loks til Hafnarfjarðar 16.
apríl 1784. Þá höfðu mikil tíðindi og
slæm gerst á íslandi.
Óhóflegt át
og nauðsynjalítið
Veturinn 1783-1784 var harður, með
hafís norðan og austan. Þá lagðist
allt á eitt, heyleysi, jarðbönn og
eitursjúkdómar í mönnum og
skepnum. Skepnurnar féllu fyrst.
Stjórnvöld vöknuðu af dvala sín-
um þegar mannfall var hafið og
tóku að afla upplýsinga um ástand-
ið. Hreppstjórar voru kallaðir sam-
an og spurðir í þaula. Þegar komið
er fram í desember fá sýslumenn að
vita að harðindin hófust um miðjan
júní. Hungursneyð er hafin og veru-
legt mannfall fyrirsjáanlegt um
vorið. Þetta er þó ekki eina áhyggju-
efni sýslumanna. Þeir láta sig líka
varða sæmilega hegðun mannfólks-
ins.
Hafa allir þurft að éta hrossa-
kjöt, sem það hafa gjört, eður
er það einasta af þeim hungur-
morða og nauðlíðandi með hófi
brúkað?22
Þannig spyr Jakob Jónsson sýslu-
maður Vaðlasýslu (Eyjafirði).
Fjórir hreppstjórar hafa hreinan
skjöld en í Hvammshreppi var
hrossakjötsátið „bæði óhóflegt og
nauðsynjalítið hjá sumum,”23 að
mati hreppstjórans.
Engrar líknar að vænta.
Hér er ástæðulaust að tíunda hvað
fólk lagði sér til munns þegar mat-
arforði var upp urinn, en margir
kusu að deyja frekar en éta hrossa-
kjöt. Hins vegar litu menn vonar-
augum til matarforðans í kaup-
staðnum, en höfðu nú engan pening-
inn að greiða með. Skýrsla úr
Eyjafirði er dæmigerð um viðbrögð
kaupmanna þennan vetur.
Þeir mega í bjargleysi og
brauðskorti út af deyja, þar
aumingjar og fátækur almúgi,
sem standa í skuldum í kaup-
staðnum, fá þar engva líkn eður
málsverð í hungursnauð til
láns, ... eftir sem kaupmað-
urinn sem hefur með opnu
bréfi auglýst, svo ei dugir þar
neinnar líknar að vænta, þó líf
manna liggi við.24
Margir höfðu safnað skuldum í und-
anfarandi harðæri. Vorið 1783
fengu kaupmenn fyrirmæli um að
herða skuldheimtu. Þegar harðind-
in gengu í garð, stönguðust þessi
fyrirmæli á við tilskipanir konungs
um lán á nauðþurftum til fátækra.
Kaupmenn höfðu því um tvennt að
velja, og þeir völdu sér í hag.
Árið 1783 var fólksf jöldi á íslandi
nálægt 50 þúsundum, en þrátt fyrir
allt fjölgaði þjóðinni um 144 mann-
eskjur það ár. Mannfall varð ekki
verulegt fyrr en eftir áramót þegar
allar birgðir fátæklinganna þraut.
Þá „var haldið af stað með heilu fjöl-
skyldurnar til sjávarsíðunnar, íbú-
um þar til óþolandi byrði og auk-
innar fátæktar.”25
Fæstir voru nú aflögufærir.
Mjólkurnyt var í lágmarki, ef hún
var einhver. Hin undirstöðufæða
íslendinga, fiskurinn, var utan seil-
ingar. Hafís varnaði sjósóknar á
Norðurlandi og hestleysi kom í veg
fyrir skreiðarferðir. Þegar engin
aðföng voru fáanleg, skildi matar-
forði heimilanna milli lífs og dauða.
Vergangsfólkið hlaut því víða að
koma að lokuðum dyrum og endalok
þess urðu oft á víðavangi eða undir
bæjarveggjum. Hungrið varð mest
á Norðurlandi og skip komu seint
vegna hafíssins. Þegar matvæli
komu á hafnir varð hestleysi oft til
þess að fólk dó án þess að geta
nálgast þau.
Kaupmenn flyt ja út fisk
Árið 1784 fækkaði íslendingum um
4325 manneskjur og stjórnvöld í
Kaupmannahöfn fengu ekki vitn-
eskju um ástandið fyrr en um mitt
sumar. Þá voru loks gerðar ráðstaf-
anir sem miðuðust við þarfir allra
landsmanna. Skip hlaðið matvælum
var sent á Eyrarbakka og með því
fyrirmæli til kaupmanna og ís-
lenskra embættismanna um tilhög-
un hjálparstarfs. Skip þetta fórst
við Meðallandssand og fyrirmælin
glötuðust. Þegar fregnin af skips-
tapanum barst til Kaupmannahafn-
ar um haustið var orðið of seint að
senda annað skip með ný fyrir-
mæli.26 Afleiðingin varð sú að
haustið 1784, mitt í hungursneyð-
inni, var fluttur út af íslandi álíka
mikill fiskur og í meðalári.
Hverjum voru þessi afdrifaríku
10 SAGNIR