Sagnir - 01.04.1987, Side 53

Sagnir - 01.04.1987, Side 53
voru kaupmenn skikkaðir til að sitja í landinu allt árið og hús voru reist fyrir þá í 25 kauphöfnum. Yfirbygg- ing verslunarinnar var þannig stór- aukin en öll stjórn var áfram í Kaup- mannahöfn og þar voru allar meiri- háttar ákvarðanir viðvíkjandi versluninni og umsvifum krúnunn- ar í íslensku atvinnulífi teknar. Þessi undarlegi blendingur af efna- hagslegri framfarahyggju og aftur- haldssamri miðstýringu einvalds konungs átti vafalaust þátt í því hve Móðuharðindin voru íslendingum erfið á árunum 1783-1785. Til að byrja með gekk þessi kon- ungsverslun mjög vel. Hún skilaði miklum hagnaði árin 1776-1782. En stjórnendur verslunarinnar í Kaup- mannahöfn virðast ekki hafa skilið meginástæðuna fyrir þessari vel- gengni, sem var stórhækkað fisk- verð í Evrópu vegna þess að fisk- útflutningur stöðvaðist frá Norður- Ameríku í kjölfar frelsisstríðsins þar. 1783 dundu svo ósköpin yfir. Friður komst á í Norður-Ameríku og fiskur fór aftur að streyma þaðan á markaði Evrópu með þeim árangri að fiskur snarféll í verði. Skaftáreldar hófust á íslandi, kjöt- framleiðsla stórminnkaði og íslend- ingar þurftu að borða miklu meir af sjávarafurðum sínum en áður. Raunar tók verslunin ekki tillit til þessa síðara atriðis í upphafi og flutti árið 1784 út mikið magn fisks frá íslandi. En afleiðingin var samt ótvíræð: íslenska konungsverslun- in breyttist úr stórgróðafyrirtæki í gjaldþrota fyrirtæki á örfáum ár- um. reiða fram.Skipin voru seld hér og þar og reynt var að fá hina gömlu starfsmenn verslunarinnar til að kaupa húsin. Það gekk oft seint og illa og þau fóru oft fyrir lítið fé. Til að tryggja enn þá betur að ís- landsverslunin héldist í höndum danskra kaupmanna var ákveðið árið 1787 að skip með íslenskar afurðir innanborðs mættu aðeins sigla til kaupstaða hans hátignar Danakonungs í Danmörku eða Noregi. Með öðrum orðum: Bein verslun milli íslands og markaðs- svæða landsins erlendis var bönnuð. Á þann hátt var stórlega dregið úr líkum þess að innlend verslunarstétt myndaðist á íslandi. Hið svonefnda afnám einokunar- verslunarinnar 1787 gekk þannig á flestan hátt þvert á hugmyndir Línurit I. Verðlagsþróun skreiðar og korns. manna eins og Skúla Magnússonar, sem vildi færa verslunina og versl- unargróðann inn í landið eins og fyrr hefur verið vikið að. Einnig hefur honum og sennilega fleiri ís- lendingum þótt sárt að sjá nær allar tilraunir dönsku krúnunnar til að umbylta íslensku atvinnulífi hverfa eins og dögg fyrir sólu. Árið 1816 var bein verslun milli íslands og erlendra markaðslanda þess leyfð en með ströngum skil- yrðum. Mjög háir tollar voru lagðir á slíka verslun þannig að hún var í reynd lítið stunduð. Utanríkis- verslun íslands var þannig bundin við borgara Danmerkur þangað til verslunarfrelsi var innleitt á árunum 1854-1855. Þá gat innlend verslunarstétt farið að eflast að ráði og gerði það smám saman. Afnám einokunarverslun- ar 1787 og framhald verslunaráþjánar. Ástæðurnar fyrir svonefndu af- námi einokunarverslunarinnar 1787 hefur hingað til einhliða verið útskýrð með vaxandi frjálslyndis- hugmyndum í Danmörku. Þessi skýring er vafalaust rétt að hluta en önnur skýring er ekki síður rétt, nefnilega sú einfalda staðreynd að íslenska konungsverslunin með öllum sínum skipum, duggum og húsum var gjaldþrota og til að endurreisa hana hefði konungs- sjóður þurft að leggja fram mikið fé. Þetta fé voru konunglegu embættismennirnir ekki fúsir til að 1720 1730 1740 1750 1760 1770 1780 1790 Línurit II. Vöruskiptakjör kaupmanna 1723-1787. SAGNIR 51

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.