Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 47
og þjónusta kringum upphaflega
hráefnið, líkt og gárur á vatni, og
gróðinn af vinnslu hráefnisins
verður oft að miklu leyti eftir í land-
inu. Dæmi um slíkt er Svíþjóð, þar
sem skógarhögg lagði grundvöll að
timburiðnaði, sem síðan þróaðist
yfir í pappamassaiðnað. Einkenni
hráefnisins sjálfs hefur því áhrif á
framleiðsluna á svæðinu.
Frammistaða hrávörunnar á
heimsmarkaðnum ræður síðan úr-
slitum um lífskjör á svæðinu sem
hún er framleidd á.
Alexander Gerschenchron setti
fram hugmyndir um efnahagslega
síðþróun. Hann skipti löndum í þrjá
flokka eftir því hvaðan fjármagn til
iðnvæðingar kom. í fyrsta flokkinn
(dæmi England) koma lönd þar sem
fjármagnið var aðallega eigið fjár-
magn, sjálffjármögnun fyrirtækj-
anna. í öðrum flokknum, sem iðn-
væddist þegar tækni var orðin
nokkru flóknari og dýrara að hefja
iðnþróun, koma lönd þar sem
bankafjármagn er leiðandi ásamt
sjálffjármögnun (dæmi Þýska-
land). í þriðja flokknum eru lönd
sem koma svo seint til iðnvæðingar
að ríkið verður að koma til skjal-
anna (dæmi Rússland). Gerschen-
chron setti jafnframt fram hug-
myndir um að lítil ríki endurspegli
þróun í stórum iðnríkjum og nefndi
Danmörku sem dæmi, en þar sýnist
hann hafa rangt fyrir sér.
Ályktanir
Snúum okkur aftur að Eyjafirðinum
og Norðurlandi. Ætla má að þróun-
arferlið sem leiddi til framfaranna
hafi byrjað einhvern tíma um miðja
19. öld. Tilurð verðkröfufélaganna
um 1844 bendir til breytinga á við-
horfi bænda. Áhættuhræðslan
hafði minnkað og bændasamfélagið
var farið að koma fram sem sjálf-
stæður aðili gagnvart kaupmönn-
um. Prestarnir voru í forystu fyrir
hreyfingunni.12
Verslun var gefin alfrjáls um
1855 og þá var skammt að bíða mik-
illa breytinga. Um 1870 hófst sauða-
salan, sem komst á skrið áratug
síðar. Jafnframt óx samtökum
bænda fiskur um hrygg. Um alda-
mótin varð kreppa í sauðasölunni,
en þá taka kaupfélögin í taumana og
hefja saltkjötsútflutning. Hann hélt
áfram fram yfir 1930. Þessi afurða-
sala var óháð þróun sjávarútvegs
hér á landi á sama tíma og myndar
sjálfstæðan þátt í framþróun ís-
lensks þjóðfélags.
Eru samvinnufélögin leifar gamla
bændasamfélagsins, tilraun þess til
að lifa af í nútímanum? Sú er ekki
skoðun mín. Ég held að þau séu ein
af afurðum vaxandi kapítalísks
heimsmarkaðar, hagkvæmasta form
rekstrar í norðlægu jaðarlandi.
Todaro talar um þrjú stig landbún-
aðar. Samvinnusamtökin koma
fram á öðru stiginu, þegar vaxandi
hluti afurða bænda fer á markað, en
að öðru leyti ríkir búskapur með
fornlegu sniði. Samvinnusamtökin í
nútímanum eru því afleiðing að-
stæðna í sveitum landsins á seinni
hluta 19. aldar.
Önnur skýring hefur verið viðr-
uð. Hún er á þá leið að þróun í átt til
sjálfseignar og lækkandi land-
skulda og leigu hafi haldist í hendur
y
j v yf \3Í'
Saltfiskverkun. Saltfiskur og saltkjöt voru mikilvægustu útflutningsafurðir íslendinga frá aldamótum og fram um 1930.
SAGNIR 45