Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 42
Ámi Daníel Júlíusson
Stökkið mikla fr
Lengi hafa menn velt því fyrir sér hvað bjó að baki
framförunum sem urðu á íslandi 1880-1890.
J „Menningarbyltingin” eða „stökkið mikla framá-
við eru ágæt heiti á fyrirbærinu, fengin að láni hjá
vinum okkar í austri, Kínver jum. Það sem hér fer á eftir
eru ýmis þekkingarbrot sem varða þessa umræðu, sér-
staklega hvað varðar stökkið mikla framávið í landbún-
aðinum. Þeim var upphaflega safnað saman fyrir BA-
ritgerð mína, Bœndur veröa bissnismenn, sem f jallar
um landbúnað og samvinnuhreyfingu í Eyjafirði frá
1906-1940. Greinin ber þess merki, en hefur vonandi
víðari skírskotun, sérstaklega hvað varðar þróun land-
búnaðar á Norðurlandi og að nokkru leyti einnig á Suð-
urlandi.
Það ber að taka fram að greinin er ekki árangur skipu-
legrar athugunar á fræðikenningum um þróun í land-
búnaði, heldur hef ég aðeins tínt upp það sem orðið hefur
á vegi mínum og ég hef talið markvert.
Bændur og
bændasamfélög
Um aldamótin var Eyjafjörður og
nágrenni bændasamfélag. Útgerð
var lítið stunduð nema við ytri hluta
f jarðarins og aðeins sem framleng-
ing bændasamfélagsins. Þar var þó
byrjað að myndast þéttbýli sem
byggði á sjávarútvegi. Á Akureyri
bjuggu kaupmenn, iðnaðarmenn og
verkafólk, sem var ekki hluti
bændasamfélagsins, en hafði at-
vinnu af því að skipta við sveit-
irnar. Óhætt er þó að tala um að
aðaleinkenni svæðisins hafi verið
bændasamfélagið.
Þetta samfélag var ekki léns-
þjóðfélag í venjulegum skilningi
þess orðs. Helsta lénsstofnunin
önnur en konungsvaldið var áður
fyrr Hólastóll, sem var lagður niður
1802 og eignir hans seldar. Um
Bændur í kaupstaðarferð. Slikar ferðir voru oft sukksamar og enduðu stundum illa.
40 SAGNIR