Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 95

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 95
nda og búaliðs Oldum saman hafa náttúruleg gæði landsins, „hlunnindin” fært landsmönnum ómælda björg í bú. Sumar þessar „matarholur” hafa ekki verið nýttar sem skyldi hin síðari ár, en ástæða er til að ætla að vinna megi þeim sess á ný. Veiði á vatnafiski hefur færst í vöxt á allra síðustu árum, bæði til sölu innanlands og útflutn- ings. Kræklingur þykir herramannsmatur í nágranna- löndunum. Á íslandi var hann hins vegar notaður í beitu. Nú hafa íslendingar lært að borða skelfisk og því er ástæða til þess að kanna hvort ekki er markaður fyrir þessa afurð sem víða er mikið af við strendur landsins. Ráðlegt er að taka sýni og láta rannsaka ... áður en farið er að bjóða krækling til sölu, sérstaklega ef um er að ræða f jörur í nánd við þéttbýli. Þá skal bent á að neysla kræklings getur verið varasöm á vissum árstím- um vegna efnabreytinga sem verða í fiskinum. Rétt er að leita upplýsinga um það ... Hrognkelsaveiði hefur verið drjúg tekjulind á mörgum sjávarjörðum, en sveiflur á verði og í aflabrögðum geta sett strik í reikninginn. Reyktur rauðmagi og vel verkuð sigin eða hert grásleppa eru mikið lostæti. Sama er að segja um heimaverkaðan harðfisk. Þessar afurðir mætti m.a. hafa til sölu á viðkomustöðum ferðamanna. í fáum greinum atvinnulífsins er nú meiri upp- gangur en í fiskeldi. Nokkuð er um að bændur séu aðilar að þeim stóru fyrirtækjum sem upp hafa risið í þessari atvinnugrein og nokkrir bændur hafa komið slíkri starfsemi á fót upp á eigin spýtur með góðum árangri. Sjálfsagt er fyrir þá sem skilyrði hafa til slíkrar framleiðslu á jörðum sínum að kanna ítarlega þá möguleika sem í þessu felast. Hrossabrestur er sérkennilegt tól sem margir hefðu gaman af að eiga. Hefur engum dottið í hug að hrossabrestir kunni að vera kjörið áhald fyrir knattspyrnuunnendur og unnendur handbolta til að veifa á kappleikjum? Úrfréttabréfi Stéttarsambands bænda, 1987. maka af vinnuhjúum, og það stundum af sjálfu heimilinu, og er þá mest undir því komið að hafa hegðað sjer sem bezt og unnið húsbændunum með dyggð og trúmennsku. ... Það virðist því þarflegt fyrir hjúin að vera stöðugt í vistunum, ástunda dugnað og fram- kvæmd til ágóða sjer og húsbændum sínum, taka vel eptir aðferð góðra búmanna og láta reynsluna sýna sjer hvað bezt sje; fara hagan- lega með gróða sinn eptir ráði forstandsmanna, forðast allt óhóf, en ástunda þrifnað með nýtni á öllum hlutum, safna peningum og þarflegum búshlutum eptir því, sem föng eru á og lifandi peningi með góðri fyrirhyggju án þess að vera húsbændunum til þyngsla. Þegar hjúin eru orðin búfær, sem ætti að vera nálægt þrítugs- aldrinum, mega þau fara að leggja hug á jarð- næði og verður það þeim auðfengið, sem þekkt eru að góðu mannorði, og eiga þau að hafa helztu menn til aðstoðar og ráðuneytis. Úr Húnvetningi, sveitatímariti, 1857 SAGNIR 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.