Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 59

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 59
Tóbak fyrir ull Á þessi lognmolla í kringum sýslu- mennina sér þá einföldu skýringu að ekkert var verslað á laun við ísland á seinni hluta 18. aldar? Ég hafna þeirri skýringu. Það er alveg ljóst að launverslun var jafnan á milli íslendinga og er- lendra sjómanna.29 í tilskipunum sem Danakonungar gáfu út um málið á árunum 1740 til 1780 var talið víst að einhver launverslun ætti sér stað við ísland. Kaupmenn áttu það til að kvarta mjög undan henni og þeir sem spurðir voru álits voru þeirrar skoðunar að lands- menn skiptu við fleiri útlendinga en einokunarkaupmenn. Thodal stift- amtmaður taldi svo vera árið 1774, en hann gerði jafnframt sem minnst úr öllu saman. Landsnefndin fyrri sagði íslendinga eiga „lítilsháttar vöruskipti á smánauðsynjum” við hollenska, enska, franska og þýska sjómenn.30 Athyglisvert er að landsnefndarmenn töldu það með mikilvægari verkefnum sínum að „Tryggja verzlunina gegn ágangi erlendra rnanna.’01 Og ekki ómerkari maður en Pontoppidan forstjóri konungsverslunarinnar síðari frá 1781 til 1787, sagði að danskir kaupmenn hefðu orðið að kaupa ullarvörur af íslendingum því annars hefðu þær verið notaðar í leyniviðskiptunum.32 En íslend- ingarnir þrír, sem Erlendur sýslu- maður dæmdi fyrir launverslun 1768, eru væntanlega góðir fulltrú- ar fyrir þá sem stóðu í þessum við- skiptum. Fyrir ullarvettlinga komu önglar eða tóbak. Lokavers Líklega sá Skúli Magnússon laun- verslun Norðlendinga og holl enskra duggara í hillingum árið 1784. Mér þykir sennilegast að þar hafi farið fram smáviðskipti eins og þau sem tíðkuðust jafnan á tíma- bilinu. En Ijóst er að hollensku reið- ararnir breyttu um stefnu gagnvart launverslun eftir áföllin um 1740. Skipin voru í hættu vegna hennar og útgjaldaliðir í bókhaldinu hækkuðu umfram nauðsyn. Árið 1762 reyndu þeir að stemma stigu við launversl- uninni. Það eina sem við vitum með vissu um framhaldið er að hollensk- ir sjómenn voru viðriðnir leyni- verslun þegar Erlendur sýslumaður ísfirðinga dæmdi þremenningana árið 1768. Erlendur var annar tveggja sýslu- manna sem dæmdu menn fyrir launverslun á tímabilinu. Hinn var Skúli Magnússon. Hann fékk verð- laun frá Kaupmannahöfn fyrir af- rekið; alþingi sá til þess að Erlendur tapaði ærnu fé á uppátækinu. Aðrir sýslumenn létu launverslun sig engu varða þrátt fyrir brýningar og hótanir konungsvaldsins. Konungur beitti Hollendinga hörku í upphafi tímabilsins, en þegar kom að Frökkum 1765 reyndust tilskipanir léttvægar. Launverslun var áhyggjuefni, þó ekki svo mikið að vert væri að stofna vináttu við önnur ríki í hættu vegna hennar. Og hverju skipti launverslunin svo sem? íslendingar seldu erlendum sjó- mönnum ullarvörur og fengu í stað- inn munaðarvarning, og báðir undu glaðir við sitt. Duggurunum varð ekki alveg eins kalt næst er þeir stóðu við skakið og íslendingar gátu yljað sér við brennivínstár eða tekið hressilega í nefið. Þeir sem báru skarðan hlut frá borði eftir við- skiptin voru einokunarkaupmenn. Þeim tókst ekki að koma í veg fyrir launverslun og hún þreifst áfram hvað sem leið kvörtunum þeirra og áhyggjum. Maður er nefndur Pétur; hann bjó undir Heiði á Langanesi; það var um miðja átjándu öld. Pétur var vel fjáður og græddi fé af kaupskap við Hollendinga. Til þess vann hann og lét vinna mikið duggaraband. Því var hann kallaður Prjóna-Pétur. Tilvísanir 1 Skúli Magnússon: „Fyrsti viðbætir til sveitabóndans.” Rit þess íslenzka Lærdóms-Lista Félags 5 (1784), 145-6. 2 Sveinbjörn Rafnsson: „Ritfregn,” Saga 22 (Rv. 1984), 278. 3 Lýður Björnsson: Skúli fógeti (Rv. 1966), 18-19. 4 JónJ. Aðils: Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602-1787 (Rv. 1919), 611. 5 Gísli Gunnarsson: Monopoly Trade and Economic Stagnation. Studies in the Foreign Trade of lceland 1602-1787 (Lund 1983), 49-50. 6 Lovsamling for Island II 1721-1748 (Kbh., 1853), 337-8. 7 JónJ. Aðils: Einokunarverzlun, 611. 8 Lovsamling for IslandUl 1749-1772, (Kh. 1854), 5-6. 9 Jón J. Aðils: Einokunarverzlun, 611 10 Thomas, Marie Simon: Onze Ijslandsvaarders in de 17de en 18de eeuw (Amsterdam 1935), 220. 11 Thomas, Marie Simon, 220-21. 12 Thomas, Marie Simon, 260. 13 Jón J.Aðils: Einokunarverzlun, 612. 14 Lovsamling III, 540-44. 15 Norborg, Lars-Arne og Sjöstedt, Lennart: Grannlándemas Historia (Arlöv 1981), 120. 16 Lovsamling III, 564-6. 17 Lovsamling III, 545-7. 18 Lovsamlingfor Island IV, 1773-1784 (Kh. 1854), 226-7. 19 Lovsamling III, 556. 20 Alþingisbœkur íslands XV 1766-1780 (Rv. 1982), 84-5,145-6. 21 AlþingisbœkuríslandsXW 146. 22 Alþingisbcekuríslands XV 161. 23 AlþingisbcekuríslandsXV, 161-2. 24 Jón J. Aðils: Einokunarverzlun, 240- 44. 25 Alþingisbcekur íslands XIII, 1741- 1750, (Rv„ 1973), 37. 26 Jón Jónsson /Aðils/: Skúli Magnús- son landfógetiiRv. 1911), 45. 27 Lovsamling IV, 230.; Alþingisbcekur XIII, 129. 28 AlþingisbcekurXIII, 136. 29 Gísl Gunnarsson, 349. 30 Jón J.Aðils: Einokunarverzlun, 612- 14. 31 Jón Eiríksson: Forspjall, Ferðabók Ólafs Olaviusar, (Rv. 1964) 64. 32 Gísli Gunnarsson, 3147-8. 33 íslenzkar þjóðsögur og œvintýri IV, safnað hefur Jón Árnason, Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna (Rv. 1956), 235-6, 187-8. SAGNIR 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.