Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 47

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 47
og þjónusta kringum upphaflega hráefnið, líkt og gárur á vatni, og gróðinn af vinnslu hráefnisins verður oft að miklu leyti eftir í land- inu. Dæmi um slíkt er Svíþjóð, þar sem skógarhögg lagði grundvöll að timburiðnaði, sem síðan þróaðist yfir í pappamassaiðnað. Einkenni hráefnisins sjálfs hefur því áhrif á framleiðsluna á svæðinu. Frammistaða hrávörunnar á heimsmarkaðnum ræður síðan úr- slitum um lífskjör á svæðinu sem hún er framleidd á. Alexander Gerschenchron setti fram hugmyndir um efnahagslega síðþróun. Hann skipti löndum í þrjá flokka eftir því hvaðan fjármagn til iðnvæðingar kom. í fyrsta flokkinn (dæmi England) koma lönd þar sem fjármagnið var aðallega eigið fjár- magn, sjálffjármögnun fyrirtækj- anna. í öðrum flokknum, sem iðn- væddist þegar tækni var orðin nokkru flóknari og dýrara að hefja iðnþróun, koma lönd þar sem bankafjármagn er leiðandi ásamt sjálffjármögnun (dæmi Þýska- land). í þriðja flokknum eru lönd sem koma svo seint til iðnvæðingar að ríkið verður að koma til skjal- anna (dæmi Rússland). Gerschen- chron setti jafnframt fram hug- myndir um að lítil ríki endurspegli þróun í stórum iðnríkjum og nefndi Danmörku sem dæmi, en þar sýnist hann hafa rangt fyrir sér. Ályktanir Snúum okkur aftur að Eyjafirðinum og Norðurlandi. Ætla má að þróun- arferlið sem leiddi til framfaranna hafi byrjað einhvern tíma um miðja 19. öld. Tilurð verðkröfufélaganna um 1844 bendir til breytinga á við- horfi bænda. Áhættuhræðslan hafði minnkað og bændasamfélagið var farið að koma fram sem sjálf- stæður aðili gagnvart kaupmönn- um. Prestarnir voru í forystu fyrir hreyfingunni.12 Verslun var gefin alfrjáls um 1855 og þá var skammt að bíða mik- illa breytinga. Um 1870 hófst sauða- salan, sem komst á skrið áratug síðar. Jafnframt óx samtökum bænda fiskur um hrygg. Um alda- mótin varð kreppa í sauðasölunni, en þá taka kaupfélögin í taumana og hefja saltkjötsútflutning. Hann hélt áfram fram yfir 1930. Þessi afurða- sala var óháð þróun sjávarútvegs hér á landi á sama tíma og myndar sjálfstæðan þátt í framþróun ís- lensks þjóðfélags. Eru samvinnufélögin leifar gamla bændasamfélagsins, tilraun þess til að lifa af í nútímanum? Sú er ekki skoðun mín. Ég held að þau séu ein af afurðum vaxandi kapítalísks heimsmarkaðar, hagkvæmasta form rekstrar í norðlægu jaðarlandi. Todaro talar um þrjú stig landbún- aðar. Samvinnusamtökin koma fram á öðru stiginu, þegar vaxandi hluti afurða bænda fer á markað, en að öðru leyti ríkir búskapur með fornlegu sniði. Samvinnusamtökin í nútímanum eru því afleiðing að- stæðna í sveitum landsins á seinni hluta 19. aldar. Önnur skýring hefur verið viðr- uð. Hún er á þá leið að þróun í átt til sjálfseignar og lækkandi land- skulda og leigu hafi haldist í hendur y j v yf \3Í' Saltfiskverkun. Saltfiskur og saltkjöt voru mikilvægustu útflutningsafurðir íslendinga frá aldamótum og fram um 1930. SAGNIR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.