Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 6

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 6
143 HELÖAFÉLL þeir voru háðir. Aðeins eitt mál er nú óútkljáð milli íslendinga og Dana, en það er handritamálið, sem mjög hefur verið ofarlega á baugi undan- farið, síðan íslenzka ríkisstjórnin ósk- aði þess síðastliðið haust, að teknar yrðu upp beinar viðræður um lausn þess milli Dana og íslendinga Segja má, að handritamálið sé beint áframhald sjálfstæðismálsins. Islenzka ríkisstjórnin hefur frá upp- hafi tekið þá stefnu, að hér væri um réttlætismál að ræða, siðferðilega kröfu, fremur en lagalega. Viðun- andi lausn þess hlýtur að verða kom- in undir skilningi og réttlætiskennd dönsku þjóðarinnar og vilja beggja þjóðanna til, að þessi síðustu skulda- skil þeirra á milli verði til að efla vináttu þeirra og samhug. HELGAFELLI þykir mikils um vert að hafa fengið tækifæri til að birta í þessu hefti úrslit skoðanakönnunar um afstöðu Dana í handritamálinu, sem framkvæmd var fyrir skömmu. Sú skoðanakönnun leiðir í ljós, að 41% dönsku þjóðarinnar vilji verða við tilmælum íslendinga um að fá afhent íslenzku handritin, en andvíg- ir reyndust aðeins 15%. Mikill fjöldi, eða 44%, höfðu enga skoðun í mál- inu, enda hafa flestir Danir að von- um litla þekkingu og áhuga á hand- ritunum. Mestu máli skiptir, að nær þrír af hverjum fjórum, sem myndað höfðu sér skoðun, voru því fylgjandi, að íslendingar fengju handritin. Þessi úrslit sýna, að baráttan í handritamálinu á undanförnum ár- um hefur borið árángur á ]þeim veti- vangi, sem mikilvægastur er, meðal alls almennings í Danmörku. Þau ættu að verða íslendingum styrkur og hvatning til að halda fram mál- stað sínum af festu og sanngirni. Og dönskum stjórnmálamönnum geta þau orðið tímabær ábending um, að þeir þurfi ekki að láta ótta við al- menningsálitið í Danmörku hindra sanngjarna lausn málsins. EKKI VERÐUR hjá því komizt að minnast hér á annað mál, sem sýnir því miður, að réttlætistilfinning sumra íslendinga er fjarri þeim kröf- um, sem þeir sjálfir gera til annarra þjóða. Nokkrir menn hafa um langt skeið haldið uppi áróðri fyrir yfir- ráðarétti íslendinga á Grænlandi. Um það skal ekki kvartað í sjálfu sér, hve stórlega þessi áróður hefur skaðað málstað íslands í handrita- málinu. Við því væri ekkert að segja, ef um réttlætismál væri að ræða, en því fer fjarri, að svo sé. í sannleika sagt er krafa íslendinga til Græn- lands hvorki byggð á rétti né skyn- semd. Hin lagalegu rök hafa verið léttvæg fundin af hinum færustu meðal íslenzkra lögfræðinga. Hitt er þó miklu þyngra á metunum, að fyrir smáþjóð eins og íslendinga, sem eiga frelsi sitt undir virðingu annarra fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna, er það fásinna og fullkomin afneitun eigin hugsjóna að gera kröfur til yfirráða í landi, sem önnur þjóð hef- ur byggt um aldaraðir. Sem betur fer hafa ekki nema ör-

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.