Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 8
GEOFFREY CHAUCER
Sagan um hanann
Helgi Hálfdanarson þýddi
í fögrum dal til fjalla í grennd við skóg
var forðum lítill kofi, þar sem bjó
ekkja mjög fátæk, ásamt dætrum tveim.
Með elju og sparsemd gat hún forðað þeim
frá skorti, þó hún ætti’ ekki’ annað bú
en eina sauðkind, þrjú stór svín, og kú
og fáein hænsn, því hún var nægjulát
og hirtin kona, bæði svaf og át
í sömu kytru, sem var orðin brún
af svælureyk; og aldrei nærðist hún
á krásum, hvorki kraftsúpu né steik
með kryddi og lauk, svo hún varð aldrei veik;
af víni hafði’ hún varla fundið lykt,
svo vísast gat hún dansað fyrir gigt
í fótunum; og hennar glaða geð
var góður læknir, hvers sem þurfti með.
Hófsöm og kurteis bar hún mjólk og brauð
á borð sitt alla daga, og stundum sauð
hún egg, og það kom fyrir að hún fékk
sér flís af kjöti til að bæta smekk.
í luktum garði geymdi konan hana
sem Fíngal hét og átti í öllum dalnum
engan sinn líka um snilldarfagurt gal;
röddin var glöð sem orgel undir messu
og stundvís einsog klukka í kirkjuturni.
ICamburinn var sem kórall fagurrauður
og skertur einsog brún á virkisvegg;
nefið var svart og sindraði sem kol,
ljósbláir fætur, liljuhvítar klær,
og fjöður hver sem fáið rauðagull.
Sá prúði hani fékk til fylgilags
sjö hænur, sem um litskrúð líktust honum;
og sú sem mýksta slikju hafði á hálsi, —
hún hét frú Dúna, — var svo undurfríð,
svo hæversk, Ijúf í orði og yndisleg,
að Fíngal bar til hennar hjartans ást.
Og þvílík unun, er þau sungu saman
„Fjær er hann ennþá“ fyrir sólarupprás!
Því þetta var á þeirri góðu tíð,
er dýr og fuglar máttu mæla og'syngja.
Svo var það fyrir dögun einhvern daginn,
er Fíngal sat í sínu kvennabúri,
að alltíeinu kemur válegt korr
úr kverkum hans, rétt einsog undan
martröð,
svo Dúna, sem þar sat hið næsta honum,
varð hrædd, og sagði „Heyrðu, góði minn,
hvað gengur að þér? — tekur til að veina
svo stendur okkur öllum fyrir svefni!“
Þá svarar hann og segir „Astin mín,
í öllum bænum ekki að reiðast mér!
Mig var að dreyma draum svo hryllilegan
að mér er óglatt enn að minnast hans
Ég þóttist vera á gangi hér um garðinn;
þá sækir að mér skepna skelfileg
sem reynir til að grípa mig og myrða
Þetta var hundi líkast, og á litinn
gult eða rautt og þó helzt þar á milli,
en skott og eyru. sýndust svör?í broddinn;
trýnið var mjótt, og eldur brann úr augum.
Af þessu hef ég hljóðað, því að enn
setur sú hugsun að mér dauðans ógn.“
„Skömm er að heyra að þú sért þetta
gauð“
kvað frúin, „öll mín ást til þín er slokknuð;
ég get ekki elskað gungu, sveimér þá;
því hvað sem konur segja, er allra ósk
að eignast mann sem bæði er snjall og
djarfur.