Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 10
152 HELGAFELL til fjarlægs lands, en urðu að bíða byrjar í hafnarborg. Þar kom eitt kvöld um síðir að á rann byrr, þeir bjuggust til að vinda upp segl að morgni; en sömu nótt bar við að annan þeirra dreymdi draum; hann sá hjá rúmi sínu mann sem við hann mælti „Farðu’ ekki þessa för; ég segi þér að ef þú ferð á morgun, muntu drukkna Hann vaknar, segir vini sínum drauminn og biður hann að fresta sinni ferð. Vinur hans hló og sagði „Seint skal draumur hræða mig frá að fara að ætlun minni. Menn ala í svefni hverskyns hugarburð, sjá apaketti og uglur kringum sig, og dreymir slíkan elg af endileysu sem aldrei gæti á neinn hátt komið fram. En úrþví þú vilt eyða tíma hér í slíka heimsku, hljótum við að skilja.“ Og að svo mæltu heldur hann til skips. En þessu skipi hlekktist á í hafi og fórst með allri áhöfn. — Þú munt sjá af þessum fornu dæmum, kæra Dúna, og mörgum öðrum sem ég gæti greint, að ekki er vert að gera gys að draumum. Og Makróbeus hélt þá vel í heiðri; hann sem reit forðum suðrí Afríku draum Sipíós; nei sá var ekki í vafa. Og sjáðu í Gamla testamentinu hvort Danél taldi drauma nokkurt rugl; og lestu um Jósep líka, og Faraó; og þú munt sjá — ég segi’ ekki’ allir draumar en sumir eiga fyrir sér að rætast; ellegar Ivrösus kóngur Lýdíu, sem setið hafði á háu tré í draumi, og sá þá framá að hann yrði hengdur. Og Andrómakka, kona kappans Hektors; en þessar sögur allar eru of langar, og bráðum fer að birta; ég get aðeins að lokum sagt: Eg veit að þessi vitrun boðar mér eitthvað illt. Og svo ég víki að þessum hægðagrösum, kona góð, þá snerti ég þau ekki; þetta er eitur. En nóg um það; og nú skal tekið upp léttara hjal; ég hef að einu leyti mjög ríkulega notið náðar guðs; ég horfi á fríða svipinn þinn, og sé þinn skarlatsrauða hvarm, og allur ótti er óðar horfinn. Mundu þennan málshátt: Mulier est hominis confusio. Latína þessi þýðir, elskan mín: Konan er mannsins yndi og allt hans gaman. Þegar ég finn þinn fjaðurmjúka kropp við mína hlið um nætur, þó að þá sé hvorki tóm né hægt um vik til ásta, því prikið er því miður alltof mjótt, þá finn ég slíkan unað inní merg, að ég get boðið birginn hverjum draumi.“ Og að svo mælturn orðum flaug hann niður, því nú var dagur. — Uti fann hann fræ, og fór að gagga saman hænum sínum í garðinum, og gleymdi hverjum ugg, stikaði á tánum stoltur einsog kóngur og steig í væng við Dúnu nokkrum sinnum; ekkert ljón var jafn óttalaust og hann. Svo leið á vorið. Þá var það einn dag að örlaganna dómur dundi á Fíngal. Hann sprangaði’ um í allri sinni dýrð á meðal sinna mörgu kvenna, og renndi auga til sólar, sem var einmitt risin tuttugu gráður og þó einni betur í merki nautsins; svo hann vissi vel af eðli sínu, að nú var klukkan níu, og laust upp glöðu gali: „Nú er sól flogin á loft um fjörutíu gráður og meira en það; ó komdu, kæra Dúna, og hlustaðu’ á hve kátir fuglar kvaka; sjá, blómin ungu brosa; hjarta mitt er fullt at' ástarsæld og sumargleði.“ En sjá hve endir allrar gleði er sorg, og engin gleði fær að standa lengi. Þessa nótt hafði lævís refur laumazt af skóginum og skriðið inní garð. Morguninn allan lá hann þar í leyni, sá lymskufulli morðvargur, og beið þess eins að sjá sér færi að stökkva á Fíngal. Ó, hrappur fólskuflár! Þú annar Júdas! Þín níðings-ókind! Nýr og verri Sínon en sá sem forðum fyllti Tróju af sorg! Ó vei þeim morgni, Fíngal, er þú flaugst af priki þínu gálaus útí garð og hirtir ekki hót um þína drauma!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.