Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 18
160
HELGAFELL
Ilugnun (maðkurinn þekkir skrautið innar)
og erindið:
En hvernig heimskir náir
með hjúp og moldarflet
„unnast bezt eftir dauðann“,
eg aldrei skilið get —,
sem er eins og storkandi andmæli gegn
sjálfum Sigrúnarljóðum. Hann þýðir
kvæðisbrot. eftir Feuerbach: „ekkert að
ending, eilífur dauði. Sálin mín blíða,
berstu hraustlega, sárt þótt sýnist sann-
inda ok.“ Og enn er kallað á kjarkinn ein-
an í hinni torskildu vísu Að vaði liggur
leiðin: „dengjum oss í strenginn!“ Hins
vegar kemur víða fram í kvæðum hans,
svo sem alkunnugt er, trú á annað líf og
einlæg guðrækni. Fyrstu línur 2. erindis
má að vísu skilja á sama veg, hvort
sem lesið er „hvítur er snjór“ eða hvít-
ur snjór“. En svo virðist sem Jónasi hafi
við nánari athugun fundizt það lýsa hugs-
un sinni betur að segja: „dauðinn er-----
hvítur snjór“, en „dauðinn er hreinn (eins)
og snjórinn er hvítur“. Þetta er með allt
öðrum blæ en hinar ömurlegu lýsingar hans
á grafarvistinni. Dauðinn er ekki einungis
rotnun í moldarfleti, heldur er ásjóna lið-
ins manns föl og hrein, fögur á sinn hátt,
eins og hinn „líknandi vetur“, sem lagði
snjóhvíta fannblæju yfir líkið í kvæðinu
Móðurást, sbr. blœjti síðar í þessu erindi.
Hjartavörðurinn! Ur því að Brynjólfur
Pétursson tók aðeins upp í bréfi sínu tvö
síðari vísuorð þessa erindis sem „naumast“
skiljanleg, hefði verið fróðlegt að vita,
hverja merkingu hann hefur lagt í þetta
orð. Eðlilegast. er að hugsa sér, að skáldið
eigi við eitthvað, sem fyrir augun hefur
borið á göngu hans. Nú hafa skógarverðir
m. a. það starf að vera á varðbergi gegn
veiðiþjófum og sjá til þess, að hirtir og
önnur veiðidýr falli ekki, með því að gefa
þeim fóður, þegar jarðbönn eru. Það er því
réttmætt að kenna þá hjarta (dýra)
verði, og það kemur fullvel heim við anda
kvæðisins, að skáldinu finnist það í senn
félagsskapur og hughreysting að horfa á
mann, sem gengur rólega um fannbreiðuna
að verki sínu, eins og ekkert sé. En hefur
Jónas ekki jafnframt haft aðra og dýpri
merkingu orðsins í huga? A. m. k. mátti
hann gera ráð fyrir því, að löndum hans
heima á Islandi dytti fremur í hug „hjarta"
en „hirtir“, þegar þeir læsu kvæðið. Og í
sonnettunni A nýársdag (1845), sem að
fleira leyti er ekki óskyld Alsnjóa, kveður
hann:
Eitt á eg samt, og annast vil eg þig,
hugur mín sjálfs, í hjarta þoli vörðu.
Hér talar hann um að annast hug sinn, sál
sína, í lijarta, sem er varið þoli (þolgæði,
hreysti). Samkvæmt því mætti kenna karl-
mennskuna sem „hjartavörð“: svo æðru-
laust mundi eða skyldi þrautgóður mað-
ur taka hörkum vetrar og dauða. Full
ástæða er til þess að gefa gætur að skyld-
leikanum í orðalagi milli þessara tveggja
kvæða, sem ort eru með tæps árs millibili,
þótt ekkert verði fullyrt, um það, hvort
Jónas hefur, meðan hann var að yrkja
Alsnjóa, litið á „hjartavörðinn“ sem tví-
rætt orð.
Ekki verður heldur sagt með vissu, hvort
„stendur sig“ er einungis sama sem „stend-
ur“, — gamansöm stæling á algengu orða-
lagi danskra danskvæða, — eða merkir „að
standast raun, láta ekkert á sig bíta“ (sbr.
orðatiltækið „að standa sig í báða fætur“).
En sennilegra er, að eitthvað í átt við hið
síðara hafi vakað fyrir skáldinu.
I síðustu ljóðlínu þessa erindis: „býr þar
nú undir jörð í heiðri“, minnir skáldið sig
á það, að undir hinni breiðu blæju, sem
hann áður hefur kallað „eilífan snjó“, sé
þrátt fyrir allt jörðin, sem hann síðan
ávarpar í þriðja og síðasta erindi kvæðis-
ins. Eina vafasama orðið í þessari línu
er „heiðri“. Eigum við að trúa því, að það
sé einungis valið „vegna rímsins", ekki
nema hortittur? Ef nokkurs staðar er að