Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 21

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 21
P'llja Danir afhenda handritin f Skoðanakönnun um handritamálið GREINARGERÐ Fyrir nokkru var framkvæmd skoðana- könnun um afstöðu Dana til handrita- málsins af Gallupstofnuninni í Danmörku. Hefur Helgafell fengið niðurstöður þess- arar könnunar til birtingar fyrir milli- göngu íslenzku Gallupstofnunarinnar. Það skal tekið fram, að spurningarnar og orða- lag þeirra var ákveðið af dönsku Gallup- stofnuninni einni, og átti Helgafell þar eng- an hlut að. HELZTU NIÐURSTÖÐUR SKOÐANAKÖNNUNAR UM HANDRITAMÁLIÐ * 3 af hverjum 4 Dönum, sem skoSun hafa á málinu, vilja afhenda íslendingum hand- ritin. * Frjálslyndi flokkurinn er hliðhollastur íslendingum, en næst koma socialdemo- kratar. * Aðeins 2% Dana vilja, að nefnd um handritamálið sé eingöngu skipuð stjórn- málamönnum. Endurprentun greinarinnar án leyfis er bönnuð Urslit þessarar skoðanakönnunar munu af flestum Islendingum talin hin merk- ustu, og þykir því full ástæða til að birta sem fyllstar upplýsingar um niðurstöðurn- ar, svo að hverjum og einum gefist f'æri á að meta úrslitin sem bezt. Fylgja allar grundvallarúrvinnslur þær, sem gerðar hafa verið, í sjö töflum, sem prentaðar eru í greinarlok. I fyrsta yfirlitinu er grein gerð fyrir því úrtaki, sem skoðanakönnunin var gerð á, og geta menn sjálfir athugað sam- setningu þess. En óhætt mun að fullyrða, að hér sé um mjög trausta og vel unna skoðanakönnun að ræða. Vilja Danir ajlienda handritin? I fyrstu og mikilvægustu spurningunni er lagt fyrir menn, hvort Danir eigi að verða við tilmælum Islendinga um, að þeim verði afhent íslenzku handritin. Svörin voru á þessa leið: Já sögðu 41% Nei sögðu 15% Veit ekki 44% Óhætt er að segja, að þessi úrslit séu mjög hagstæð íslendingum. Af þeim, sem höfðu gert sér grein fyrir málinu, voru nærri þrír fjórðu, eða nánar tiltekið 73%, fylgjandi því, að íslendingum verði afhent handritin. Hins vegar er ekki að undra, þótt mikill fjöldi manna, alls 44%, hafi ekki myndað sér skoðun í þessu máli, sem í rauninni er mjög fjarri áhugaefnum og þekkingu flestra Dana. Lítill munur er á afstöðu manna til

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.