Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 29

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 29
RITHÖFUNDAÞÆTTIR 171 Chaucer gerði í raun og veru ekki annað en góðum sögumanni ber: að endurbæta sög- una fyrir þeim, sem sagði hana síðast. Þannig eru flestar Kantaraborgarsögumar að efni til ýmist alþjóðlegir húsgangar eða fengnar úr ritum annarra höfunda eins og Boccaccios og Jean de Meun. En þó að til sanns vegctr megi færa, að öll hin meiri háttar verk Chaucers fram að Kantaraborgar- sögunum séu að einhverju leyti (sum að mjög litlu leyti) stælingar eða þýðingar, em sög- urnar algjörlega fmmlegt verk, og dytti eng- um í hug að efast um frumleik þeirra fremur en að kalla t. a. m. Hamlet Shakespeares stælingu á Ambálesarsögu. Að þessu leyti meðal annars eru sögumar nútímalegasta verk Chaucers. Kantaraborgarsögumar eru 24 sögur, þar af eru tvær í óbundnu máli. Langur inn- gangur er fyrir sögunum, en síðan sérstakir formálar fyrir flestum. Einn vordag í apríl er höfundur á leið til Kantaraborgar í píla- grímsíör til grafar hins heilaga Tómasar erki- biskups og gistir um nótt í Southwark á krá eða gistihúsi, sem Tabard heitir. Þangað koma um kvöldið fleiri pílagrímar, 29 manna hópur og ærið mislitur. Chaucer lýsir þess- um ferðamönnum öllum í inngangi sagn- anna af frábærri snilld, hugviti og gaman- semi. Morguninn eftir órvarpar gestgjafinn fefðamennina og stingur upp á því, að þeir skemmti sér við að segja hver öðrum sögur. Skuli hver maður segja tvær sögur á leið- inni til Kaniaraborgar, og aðrar tvær á heim- leið. Sjálfur slæst gestgjafinn í förina sem „gyde" eða fararstjóri og eins konar fundar- stjóri um leið. Sögurnar urðu aldrei fleiri en tuttugu og fjórar, því að Chaucer lauk aldrei verkinu. Ferðalangamir náðu aldrei til Kantaraborg- ar, og sumar sögurnar em auk heldur ófull- gerðar. Allt um það er heildarsvipur á þessu verki svo mikill, að óhætt mun að fullyrða, að margar, ef ekki flestar sögumar njóti sín ekki til fullnustu, fyrr en menn hafa lesið allan kvæðabálkinn eða að minnsta kosti innganginn og alla formálana. Hverri sögu er ætlað að lýsa sögumanni, láta hann kynna sjálfan sig eins og á leiksviði til staðfestingar þeirri mynd, sem höfundur hef- ir dregið af honum í innganginum. Auk þess lætur höfundur fólkið tala samcm í formálum sagnanna, segja meiningu sína, skjalla hvert annað, þrátta og gera að gamni sínu. Þannig verður sagnabálkurinn dramatísk heild. Hvað sem Chaucer hefir ætlað sér með sögunum, ef það var annars nokkuð sér- stakt, þá hefir hann brugðið upp geysilega fjölbreyttri mynd af ensku fólki og ensku þjóðlífi á seinni hluta miðalda. Hér er fólk af öllum stéttum, konur og karlar, ljóslifandi einstaklingar, en um leið fulltrúar þjóðfélags- stétta með óllkar hugmyndir tungutak og siðu. Hér er kominn göfugur riddari, sonur hans og riddarasveinn, læknir, lögmaður, sjómaður, kaupmaður, matreiðslumaður, vef- ari, litari, aflátssali, Benediktsmunkur, föru- maður, abbadís, og svo framvegis. Allt þetta fólk fær að njóta sín óþvingað, af því að höfundur lætur sér nægja að athuga og skilja. Frásögn Chaucers er svo eðlileg og tilgerðarlaus, að manni getur í fljótu bragði virzt stappa nærri hirðuleysi. En bráðlega kemur í ljós, að allt er á réttum stað: gaman og alvara, atburðir, mannlýsingar, hugleið- ingar. í þeirri list að skipta eðlilega um efni og tón á hann fáa sína líka. Það væri freist- andi að kalla þennan hæfileika frásagnar- gáfu og hann á vafalaust mikið skylt við þá ýmislegu eiginleika, sem átt er við, þeg- ar menn nota þetta orð um einhvem höfund í óbundnu máli. En það gegnir dálítið öðm máli um söguljóð, svo framarlega, sem þau eru skáldskapur en ekki rímaðar sögur. Chaucer virðist einmitt skorta nokkuð á þá eiginleika, sem oftast vilja leiða söguljóða- skáld í gönur: ástríðuhita og ljóðrænt flug. En hann hefir þar í móti annað, sem betur kemur sér: greind, húmor, lífsreynslu og — umburðarlyndi. En umburðarlyndi, svo að vikið sé lítillega við einu af spakmælum La Rochefoucaulds, það er að geta séð hlutina eins og þeir em.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.