Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 30

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 30
KARL STRAND, læknir: ALKOHÓL Meðal þeirra efnasambanda, sem algeng eru í notkun um víða veröld, er alkohól eitt hið allra þýðingarmpsta, bæði í efnafræði- legum og þjóðfélagslegum skilningi. Leikir og lærðir hafa samið bækur, greinar og fyrir- lestra um þetta efnasamband, fjöldi laga hefir verið settur, reglur gerðar, dómar felldir og heilum þjóðfélögum fyrirskipaðar margvíslegar háttemisbreytingar vegna þess. Það hefir fylgt mannkyninu frá því er sögur hófust og mun vafalaust fylgja því enn um aldaraðir. Fjöldi prentaðra rita um alkohól er afar- mikill, og eftir því sem komizt verður næst, eigi minni en 115—120,000, ef taldar eru allar bækur, bæklingar og greinar, sem ein- kum eru helguð þessu viðfangsefni. Allræki- leg rannsókn, sem gerð hefir verið á verkum þessum, sýnir, að um 80% af þessum rita- fjölda er lítils eða einskis virði frá fræðilegu sjónarmiði, og mikill fjöldi þar af beinlínis rangfærslur staðreynda. Af þeim 20%, sem eftir em, geta 15% talizt heiðarlegar tilraunir til fræðilegra verka og um 5% allgóð vísindi. Af þeim síðasttöldu em þó tveir hundraðs- hlutar að ýmsu úrelt vísindi. Eftir eru því um 3%, eða sem svarar liðlega 3000 rit, sem halda velli, og er það rýr eftirtekja slíkra afkasta. Ætla mætti, að það væri að bera í bakka- fullan lækinn að auka tölu ofannefndra rita með grein þessari. Sízt skal því mótmælt. Mörg atriði í sambandi við alkohól eru enn í rannsókn og umdeild, og sum verða að líkindum aldrei sönnuð á fullkomlega fræði- legan hátt. Á hinn bóginn er margt, sem sæmilega er vitað í dag, en eigi að síður virt að vettugi, látið ósagt eða kæft undir til- vitnunum í lítt merk rit samin í áróðursskyni. Hér verður leitazt við að drepa á nokkur þau atriði, sem oft er stungið undir stól í umræð- um um alkohól. Sögulegt yfirlit Nafnið alkohól er komið úr arabisku og var upphaflega al Koh'l, sem var fegmnar- lyf í duftformi, notað m. a. til litunar á augn- hárum og brúnum. Um nokkrar aldir var nafnið notað um ýmsar dufttegundir af léttri og fínni gerð. Snemma á sextándu öld tók Paracelsus að nota það um auðeimd efna- sambönd í víni og nefndi þau alkool vini. Á seinni tímum hefir nafnið alkohól verið notað um ákveðinn flokk efnasambanda og þó einkum í almennu máli um ákveðna tegund, ethyl-alkohól (ethanol), og í þessari grein verður nafnið eingöngu notað um það efnasamband. Alkohóldrykkir hafa hinsvegar fylgt mannkyninu mjög lengi. Langflestir þjóð- flokkar hafa gjört slíka drykki, þótt til séu undantekningar, svo sem frumbyggjar Ástralíu og Eskimóar. Þeir þjóðflokkar, sem ræktað hafa jörð eða nytjað búsmala, hafa fremur gjört alkohóldrykki en hinir, sem af veiðum hafa lifað. í ávaxtalöndum var vín- gerð algengust, en ölgerð í kornlöndum. Egyptar neyttu bjórs, þrúguvína og döðlu- vína á 14. öld fyrir Krist. Enn fyrr er getið víngerðar í Japan og Kína. Herodotus talar

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.