Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 32

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 32
174 HELGAFELL er látið standa á komi því, sem gerja á, við ákveðið hitastig um ákveðinn tíma. Sterkja kornsins breytist í alkohól fyrir atbeina alko- hólgerilsins, (saccharomyces ceravisiae), sem er einfrumungur og hefir inni að halda ákveðinn efnakljúf (enzyme,) sem gerðinni veldur. Venjulega er nægilegt af frjóum þessa gerils í loftinu, þar sem gerð fer fram, til þess að koma þessari starfsemi af stað. Vísindalega aðferðin er á hinn bóginn sú að rækta gerilinn sérstaklega í þessum til- gangi og blanda honum í réttum hlutföllum við sterkjuna. Á þann hátt má komast hjá aðskotabakteríum, sem framleiða kunna skaðleg aukaefni eða hamla á móti alkohól- mynduninni. í framleiðslu vandaðra drykkja er þessi hreinræktun gerilsins mjög mikils- varðandi. Það alkohólmagn, sem framleitt verður úr ákveðnu sterkjumagni, fer eftir því, hversu langt gerðinni er leyft að halda áfram. Þegar alkohólmagnið er orðið 14—15%, taka hinsvegar ýmis aukaefni að færast í vöxt, svo að sterkari gerð er naumast framkvæman- leg. Þau aukaefni, sem helzt koma til greina í þessu sambandi, eru kolefnistvísýringur, glycerin, ediksýra, acetone, aldehyde, alls- konar tjörusambönd og fýsilolíur. Ef eima skal, er blandan hituð, unz alko- hólið gufar upp, og gufan síðan þétt á nýjan leik. Þar sem alkohólið gufar upp við lægri hita en flest önnur efni í gerðinni, er hægt að ná því æ hreinna með endurtekinni eim- ingu. Eiming er notuð, þegar framleiða skal sterka drykki eða alkohól til tæknilegra framkvæmda. Þrúguvín eru hinsvegar ekki eimd, eins og síðar verður drepið á. Hér er ætlunin að ræða eingöngu alkohól til neyzlu, en hinar fjölmörgu nýtingar á tæknialkohóli verða látnar liggja milli hluta. Tegundir alkohóldrykkja eru mýmargar og mismunandi. í stórum dráttum er þó hægt að skipta þeim í fjóra aðalflokka, þó að naumast sé um algera skiptingu að ræða, þar sem ýmsar tegundir gætu tilheyrt fleiri en einum flokki. Fyrst ber að telja brennd eða eimd vín, sem öll eru mun hærri að styrkleika alkohóls en hin upprunalega gerð. Annar flokkurinn eru þrúguvín, sem sjaldan eru eimd í venjulegum skilningi, þótt eimdu alkohóli sé bætt í sum þeirra. í þriðja flokkn- um eru bjór- og öltegundir og aðrir skyldir maltdrykkir, og í fjórða flokki eru gervi- drykkir, sem blandaðir eru úr ýmsum vín- um af mismunandi styrkleika, sumir í lík- ingu við hinar upprunalegu einföldu gerðir. Þau áhrif, sem skapast við neyzlu allra þess- ara drykkja, eru að langmestu leyti orsökuð af alkohólinnihaldi þeirra, og þvf svipuð í höfuðatriðum, þótt hin ýmsu aukaefni geti einnig valdið þýðingarmiklum viðbótarverk- unum. ' í hópi brenndra vína er að finna margar algengustu tegundir sterkra drykkja, svo sem romm, sem gert er úr sykri og sýrópi, koníak, sem framleitt er úr ferskjum, eplum og vín- þrúgum, gin, framleitt úr ýmsum rótarávöxt- um, og whisky, sem gerjað er úr komi, rúgi og hveiti. Allir þessir drykkir og aðrir skyldir hafa alkohólmagn, sem nemur frá 40% til 50% og flestir þeirra eru merktir að styrk- leika sem ákveðið „proof". Þau aukaefni, sem einkum finnast í þess- um drykkjum, eru olíur og aldehyde. Sum þeirra, svó sem fýsilolíurnar, em einnig áfeng og auka því ásvif drykkjarins. Þá hafa sum þeirra ertandi áhrif á mannslík- amann, einkum slímhúð. Sérstaklega gætir þessara aukaefna í brenndum vínum, sem framleidd eru af vankunnandi gerjurum, og þá tíðast í löndum þar sem framleiðsla alkohóls er takmörkuð eða óleyfileg. í flestum brenndum drykkjum eru einnig efni til litunar og jafnvel ilmgjafar, og er brennd- ur viður og brúnaður sykur einkum notað í þessum tilgangi. Erfitt er að segja um, hversu margar teg- undir brenndra vína eru framleiddar víðs- vegar um heiminn, en eftir því sem næst verður komizt er tala þeirra, sem seldar eru til muna á opinberum markaði, hátt á annað hundrað. Annar flokkurinn, þrúguvínin, eru fram- leidd með gerjun ávaxta og berja ýmissa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.