Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 35
ALKOHÓL
177
í þessu sambctndi er eftirtektarvert að
bera saman ásvif fyrir og eftir máltíð, svo
og ásvifsmöguleika veikari og sterkari
drykkja. Athuganir sýna, að ef 100 gramma
af 88 „proof" whisky, sem inniheldur um
44 gr. alkohóls, er neytt á fastandi maga,
þá er alkohólmagn blóðsins, mælt í bláæð,
hæst eftir h. u. b. 30 mínútur, og það alkohól-
magn, sem þá finnst í blóðinu, fer sjaldan
eða aldrei yfir 0,084%. Sé sama whisky-
magns neytt eftir góða, blandaða máltíð,
verður áfengismagn blóðsins um 0,031%
eftir 30 mínútur, en hæst eftir h. u. b. IV2
klst., þ. e. a. s. 0,035%. Neyti sami maður
skyndilega eins lítra af bjór, 4,5% sterkum,
á fastandi maga, fær hann einnig um það
bil sama alkohólmagn, 45 gr., en eftir þessa
neyzlu verður blóðalkohólmagnið hæst eftir
IV2 klst. og þó einungis 0,045% en ef máltíðar
er neytt, verður það 0,031 % á sama tíma. Það
skal tekið fram, að tölur þessar breytast
nokkuð frá einum einstaklingi til annars, en
þær tölur, sem hér eru nefndar, tákna hæsta
alkohólmagn í blóði, sem líkur eru til að
finnist í hverju tilfelli, og þótt lægri tölur
kunni að finnast, er hlutfallið þeirra á milli
svipað. Hér kemur til greina, að fæða í mag-
anum tefur fyrir upptöku alkohólsins og
færslu niður í þarma, eins og áður er drepið
á, og þótt upptaka alkohóls sé auðveldust í
10—20% vatnsþynningu, þá tefur sú þynn-
ing fyrir færslu niður í þarmana. Loks gera
ertingaráhrif sterkra drykkja á munn, kok
og vélinda þessar tilfærslur hraðari með
vakastarfsemi (reflex action). Það er því líf-
fræðilega séð tvímælalaust öruggara að
neyta léttra drykkja eins og bjórs, ef varast
skal snögg áhrif af völdum alkohóls, og
neyzla eftir eða með máltíðum í stað neyzlu
á fastandi maga stefnir í sömu átt.
Þess ber að gæta, að styrkleiki drykkjar
breytist þegar eftir neyzlu. í munninum fer
nokkur þynning fram, er drykkurinn bland-
ast munnvatninu, og síðan í maganum, er
hann blandast magasafanum. Eftir upptöku
tekur blóðvatnið við og aðrir fljótandi hlutar
líkamans. Vatnsmagn blóðsins er um 5%
af þyngd líkamans, en í frumunum og um-
hverfis þær er vökvamagnið að jafnaði um
65%. Að meðaltali er því vökvaþyngd með-
almanns um 70% af líkamsþyngdinni. Mað-
ur, sem er um 80 kg. að þyngd, hefir því 56
lítra af vökva til þess að þynna með alko-
hólmagn sitt.
Eins og búast má við um efnasamband,
sem nýtist því nær upp til agna, er alkohól
góður orkugjafi, betri en hreinn sykur, en
nokkru lélegri en fita. Eigi getur það þó
tekið fullkomlega að sér hlutverk sykurs í
líkamanum, sem sjá má af því, að sykur-
þörf við insúlíngjöf verður ekki uppfyllt með
alkohóli eingöngu. Ástæða er jafnvel til þess
að æíla, að bruni alkohóls í líkamanum þurfi
á hjálp sykurs að halda. Eitt gramm af hreinu
alkohóli nýtir um 1459,5 rúmsentímetra af
súrefni og myndar 972,9 rúmsentímetra af
kolefnistvísýringi, og þessi bruni gefur 7,08
hitaeiningar. Ef alkohól er tekið í hæfilegum
skömmtum, getur það auðveldlega uppfyllt
allt að 40% af hitaeiningaþörf líkamans. Sú
þýðing, er þetta hefir er alkunn frá reynslu
óhófsmanna, sem setið geta að drykkju dög-
um saman, án þess að neyta annarrar fæðu
svo að nokkru nemi. Naumast þarf að taka
það fram, að alkohól skortir ýmis nauðsynleg
næringarefni svo sem eggjahvítu, steinefni
og vítamín, sem líkaminn má eigi án vera
til lengdar. Sumar drykkjartegundir inni-
halda nokkur þessara efna, en aðrar engin.
Efnaskiptahraði líkamans og nýting ork-
unnar grundvallast ekki á efnafræðilegri
samsetningu fæðunnar á hverjum tíma,
heldur. á orkuþörfinni, m. ö. o., vöðva-
afköstum og hitaþörf. Alkohól eykur því ekki
líkamsorkuna fremur en aðrar fæðuteg-
undir, þótt tekinn sé aukaskammtur fram yfir
þörf. Bruni þess er heldur ekki aukinn til
muna með áreynslu. Sú aukaorka, sem
vöðvaáreynsla krefst, kemur að mestu frá
sykur- og feitiforða líkamans. Eftirtektar-
vert er að sjá í þessu sambandi, hversu há-
orkumaður við erfiðisvinnu, er neytir alko-
hóls í óhófi, sleppur betur en lágorkumaður,
sem vinnur lítið eða létt starf. Maður í rólegri