Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 41
ALKOHÓL
183
dregnum litlum neyzluhópum, en flest þau
samtök, sem skapazt hafa meðal þessara
aðila, svo sem alþjóðafélagsskapurinn
Alcoholics Anonymus, til hjálpar óhófs-
mönnum, eru jöfnum höndum félög van-
neytenda. Vert er að geta þess, hversu
ofannefndur félagsskapur hefir tekið raun-
særri og skilningsgleggri afstöðu til óhófs
en mörg önnur félög stofnuð í hliðstæðum
tilgangi.
Það atriði, sem skilur óhófsmenn frá hóf-
neytendum, er tvímælalaust huglægs eðlis og
grundvallast á sálarástandi hvers einstak-
lings. Hófneytandi kann að nota alkohól til
þess að draga úr huglægri þenslu, en hann
er eigi að síður reiðubúinn að bera ábyrgð
á lífi sínu og athöfnum, neYzlan_er tæki til
ábyrgðarhæfni, en ekki flótti frá ábyrgð. í
ofneyzlu er neyzlan flótti, hop frá illþolandi
ástandi, og í sjúkneyzlu er uppgjöfin alger
og neyzlan m. a. vörn gegn hverri viðleitni
að innan eða utan til þess að taka ábyrgð
á herðar sér á ný. í báðum tilfellum fléttast
inní þetta urmull af hliðarorsökum, sem í
fljótu bragði virðast oft vera aðalorsakir, og
eru tíðast notaðar af sjúklingnum sjálfum og
vandamönnum hans til skýringar og réttlæt-
ingar á neyzluhættinum. Frá sjónarmiði leik-
manns er ótrúlega erfitt að gera greinarmun
þess, hversu erfðir, uppeldi, tilfinningaáföll
og umhverfi skapa einum einstaklingi sjúk-
neyzluþörf, en verður öðrum lyftistöng til
afreka, svo að nefndar séu tvær hinar yztu
þramir. Þess ber að minnast, að það sem
máli skiptir, eru ekki einungis grundvallar-
atriðin, sem að ofan eru nefnd, heldur og
einnig hin virka (dynamic) samhæfni þeirra,
sem skapast hjá hverjum manni smátt og
smátt frá fyrsta lífsdegi og til þess tíma,
þegar skaphöfn er að fullu mótuð, og skipta
fyrstu ár æfinnar þar vitanlega langmestu
mcdi.
Mjög er eftirtektarvert, hve mörg sameigin-
leg atriði má oft finna í sögu og háttum
þeirra, er í þennan neytendahóp veljast. Al-
gengt er, að þótt bemskuheimili óhófsmcmns-
ins hafi borið sæmilega borgaralegan svip
hið ytra, þá hafi verið andleg togstreita
innan fjölskyldunnar, tilfinningalegt misræmi
og sektarafstöður. Ofríki foreldra eða hirðu-
leysi eru algeng atriði í sögu hcms, trúar-
leg óbilgimi, sterkar andúðir, áráttur í sam-
bandi við alkohólneyzlu og öryggisvöntun
í tilfinningalegri stöðu barnsins gagnvart
foreldri. Sjálfur er sjúklingurinn oft viðræðu-
gáfaður, djarfur til grunnra kynna, vinsæll
í gleðihópi, þar sem ábyrgðar er lítt krafizt,
en þunglyndur og sjálfum sér ónógur í ein-
veru. Vanþol líkamlegs og andlegs sársauka
er algengt. Áhugi á hinu kyninu er flögranda-
kenndur og aðlögunarhæfileiki til hjóna-
bands takmarkaður, karlmenn hneigjast til
þess að vera ókvæntir og þjóðfélagslega
lausir, á rápi frá starfi til starfs. Bæld kyn-
villuhneigð er oft til staðar. Giftir óhófsmenn
hafa hærri skilnaðartölu en aðrir, og þótt
telja megi, að óhófið sé oft lokaorsök skiln-
aðarins, er grundvallarorsökina langoftast að
finnct í bemskumótun annars eða beggja að-
ila. Makaval sjúklingsins er sérstaklega
eftirtektarvert, einkum karla. Konu óhófs-
manns skortir ósjaldan tilfinningalegt jafn-
vægi, er ágeng eða píslarvættishneigð eftir
atvikum. Eftirtektarvert er, hversu margar
ekkjur og fráskildar konur slíkra manna gift-
ast óhófsmönnum á ný. Heildarmynd þess-
ara sjúklinga gefur yfirleitt til kynna van-
þroskað og illa samhæft tilfinningalíf. Ef
tekin eru síðan til greina þau víxláhrif, sem
stöðugt eiga sér stað milli hvers einstaklings
og umhverfis hans, verður enn ljósara, að
um huglægt sjúkdómsform er að ræða, þar
sem tilfinningaleg aðlögun einstaklingsins
hefir mistekizt, og sjúklegt háttemisform er
tekið upp til fróunar huglægri þenslu.
Þess ber vitanlega að minnast, að stöku
tilfelli óhófs geta verið hegðunarbreytingar í
sambandi við geðveiki, hliðstæðar öðru
óraunsæu háttalagi. Venjulega er auðvelt
að skilja úr þessi tilfelli.
Þjóðfélagsleg viðhorf
Afstöður þjóðfélaga til alkohólneyzlu eru
svo breytilegar frá einum stað og tíma