Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 45

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 45
ALKOHÓL 187 fjarri lagi að álíta, að óhófið eitt nægi oft til útrásar, þai' sem til staðar eru sjúklegar árásarhneigðir (aggression). Margra ára athuganir, sem gerðar voru á föngum í Sing Sing fangelsinu af Dr. Ralph S. Banay frá Columbiaháskólanum, sýndu að um 25% fangafjöldans töldust til þess hóps, þar sem ofurölvun eða langvarandi ofneyzla gátu talizt hugsanlegt orsakaratriði afbrotsins. Hinsvegar var mjög erfitt að full- yrða, að um meiriháttar þýðingu hefði verið að ræða. Af 22 föngum, dæmdum fyrir morð af fyrsta stigi, var um 5 að ræða, þar sem ætla mátti, að alkohól hefði haft verulega þýðingu. Hinsvegar gátu aðeins tveir þess- ara ofannefndu fanga talizt geðfræðilega heilbrigðir. Þessi rannsókn er nefnd hér vegna þess, hversu samdóma hún er þeim athugunum, sem grandgæfilegastar hafa ver- ið gerðar í þessum málum á síðustu árum. Afbrotavandamálið virðist því að litlu leyti vera komið undir neyzlu alkohóls. Vert er að benda á það, að í langflestum menn- ingarlöndum er hið lagalega hugtak yfir andlega sjúkan mann allmiklu þrengra en hið læknisfræðilega. Af þessu stafar það, hversu oft þeir einstaklingar hafna í fangels- um, sem ættu raunverulega að vera stund- aðir á sjúkrahúsum. Þótt hér að framan hafi eingöngu verið rætt um þjóðfélagslegar afstöður til óhófs- neyzlu alkohóls, þá ber þess að gæta, að sem þjóðfélagslegt atriði er hún langtum minni en hófneyzlan. Fjöldi hófneytenda samanborið við óhófsmenn er yfirgnæfandi, og þótt erfitt sé að nefna áreiðanlegar tölur í því sambandi, má færa greinilegar líkur fyrir því, að 90—95% þess hóps, sem alko- hóls neytir, verði aldrei óhófsmenn. Þjóðfél- agsleg þýðing hófneyzlu er ákaflega víð- tæk og enginn kostur að gera hennar grein í stuttu máli, þótt drepið verði hér á fáein aðalatriði. í nútíma menningarþjóðfélagi verður hver einstaklingur að temja sér frá barnæsku ákveðnar háttemisiðkanir í þeim tilgangi, að árekstralítið félagslíf geti átt sér stað. í höf- uðatriðum er hér um að ræða bælingu á frumhvötum, hömlur á tilfinningalegum við- brögðum og lærdóm á umgengnisvenjum. Jafnnauðsynlegt og þetta kann að virðast frá menningarlegu sjónarmiði, dylst hitt eng- um, að þessi tamning verður mörgum ein- staklingum ærið kostnaðarsöm í geðfræði- legum skilningi. Mannkyn vort er ennþá ungt, og þótt fáeinar árþúsundir skilji nú- tímamanninn frá frummanninum, sem lítt lagði hömlur á tilfinningalíf sitt, er hin menn- ingarlega þjálfun honum hvergi nærri eðli- leg. Hvert barn er villimaður í tilfinningaleg- um efnum við fæðingu. Ef veilur eða mistök verða í þeirri sköpun, sem við nefnum skap- höfn, verður samhæfing einstaklingsins við þjóðfélagið vitanlega enn örðugri. Mikil tamning er óhjákvæmileg, ef vinna skal störf, þar sem markmið er langt fram- undan, og einnig til ákveðinnar félagslegrar þátttöku. Ef á hinn bóginn sú þjálfun verður læðingur, sem einstaklingurinn getur ekki slakað á, jafnvel þegar ganga skal til leiks eða gleði, er bilið skammt yfir til tilfinninga- legra árekstra og andlegrar vanheilsu. Hér vinnur alkohólið eitt aðalhlutverk sitt. Hóf- neytandinn neytir alkohóls til þess að yfir- vinna þreytu, feimni, minnimáttarkennd, vanatregðu og ótta, er breyta skal um stund- arsakir frá starfsathöfn til leiks. Mikill þátt- ur í fagnaðarmótum og hátíðum er spunn- inn með mat og drykk, þar sem táknræn áhrif þess, sem neytt er, ná langt út yfir tak- mörk lífeðlisfræðilegrar stundarnautnar. Um aldaraðir hafa siðmenningarform mótazt í ákveðnum athöfnum, sem notfæra sér alko- hólneyzlu til sköpunar ákveðinna hughrifa. Jafnvel trúarlegar athafnir margra þjóða hafa tekið alkohólið í þjónustu sína, sem táknrænan og siðrænan geranda í þessum efnum. Hófneytandi, sem neytir alkohóls sér til yndisauka, heimtar ekki allra rauna bót né ábyrgðarleysi af neyzlunni. Hún er ekki flótti frá veruleika, heldur aðlögunartæki veruleika. Neyzla hans er ákveðinn liður í félagsnautn hans, táknræn á sama hátt og

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.