Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 50

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 50
192 HELGAFELL Benedikt Jónsson írá Auðnum safnaði á Húsavík með litlum efnum byggðarinnar litlu, en frábærlega góðu erlendu bókasafni og vanrækti heldur íslenzku hillurnar, ,,af því að menn gátu náð sér í íslenzkar bækur sjálfir." Auðvitað er það safn ekkert á móts við Landsbókasafnið eða Háskólabókasafnið eins og þau eru, eða eins og þau eiga að verða. Það stendur hins vegar sem ofur lítil áminning um það, að við fáum ckkar eigin bækur, hvort sem er, en þurfum að bera okkur eftir hinum. Amerískur kunningi minn, gamall bókavörður og vel menntaður bók- fræðingur, sagði einu sinni við mig: ,,Mig grunar að nú orðið geti sæmilegt háskóla- bókasafn (a respectable university library) ekki látið duga minna en á að gizka hálfa aðra miljón bóka." Og jafnvel þó að hann hefði ýkt um eina miljón, þá gerði hann ráð fyrir tæplega hálfri miljón fram yfir bóka- kost Bókasafns Háskóla íslands. Allt um það er fjarskalega Frá íslenzkri gaman að teha saman um bókaútgáfu nýárið allan þann fjölda bóka, sem komið hafa út fyrir jólin. Mann skyldi ekki undra, þó að íslenzkum rithöf- undum ofbyði stöku sinnum þessi dómadags ósköp af bókum, sem hverfur í íslenzka les- endur árlega, svo að þeir styngi fyrir sig fótum, eins og jankverski viskísalinn í Okla- homa, sem gekk svo vel að selja Cherokee- indíánunum vöruna, að hann sneri við þeim baki á þeim forsendum, að þeir hlytu að vera farnir að hella henni niður. En eigin bókmenntir, góðar eða vondar hljóta að vera hverri þjóð dýrmætari en allar aðrar bók- menntir vegna þess, eins og gefur að skilja, að hún getur varla metið neitt frá öðrum, nema hún eigi bókmenntir fyrir sjálf. Meðan við kaupum og lesum bækur eins almennt og nú gerist, þá hljótum við að gefa út mjög mikið af þýðingum. Til að mynda gáfum við út fjórum sinni fleiri þýddar skáldsögur heldur en íslenzkar árin 1954-56, svo að tekn- ar séu tölur, sem hægt er að staðfesta nokk- urn veginn nctkvæmilega. Þetta er ekki nema eðlilegt, þegar tekið er tillit til fjölda íslenzkra sagnaskálda annars vegar og hins vegar íslenzkrar lestrarþarfar- eða kaupgetu. Hvernig er svo vandað til þessara þýðinga? Því miður minna þær flestar á varninginn, sem hámenntaðar Evrópuþjóðir seldu „villi- mönnum" áður fyrr, hráan mjöð, skemmdan fisk, gler fyrir perlur. Vissulega má hafa í huga að íslenzkan er ákaflega erfitt og baldið mál, hún er, ef svo má til orða taka, sérvitringur, þegar við freistum að blanda geði við hin stóru heimsmál, sem hafa fyrir löngu komið sér saman, eins og enska og franska. Og samt sem áður efast maður um að jafnvel hinn aumasti þýðandi myndi vitandi vits bergmála erlenda tungu, honum væri hættara við að afbaka íslenzku til þess að komast hjá „slettu", og lenda í ógöngum. John Steinbeck virðist munu St6Ínl}Gck vera mjög vinsæll höfundur á landi hér, því að flestar sögur hans, sem máli skipta, góðar og vondar, hafa smám saman komið hér út í þýðingum. Tortilla Flat eða Kátir vóru karlar, sem Karl ísfeld þýddi svo skemmtilega hér á árunum, virð- ist á góðum vegi með að ílendast í íslenzk- um bókmenntum, ef svo má til orða taka, því að fólk vill ennþá lesa hana. Þýðing Stefáns Biarmans á Grapes of Wrath, Þrúgur reiðinnar, er mjög myndarleg, og Olafur Jóhann Sigurðsson þýddi af alkunnri vand- virkni slæma bók, Of Mice and Men, Mýs og menn. Alls hafa eitthvað tíu skáldsögur eftir Steinbeck komið út í íslenzkri þýðingu.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.