Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 52

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 52
194 HELGAFELL að því leyti betri saga en margar hinar síð- ari bækur Steinbecks, að þar gætir ekki hins gamla tvískinnungs og óvissu. Hvorki efni né form gefa svigrúm til þess. Höfundurinn veit nákvæmlega, hvað hann vill segja, og ætlar sér af. K. K. SkörSótt bókasafn Bókaskrá Gunnars Hall. Akureyri 1 95 6. Þessi bók hefur að geyma skrá um bókasafn Gunnars Hall, en það er talið eitt hið stærsta í eins manns eigu hér á landi. Höfundur segir í formála, að rit þetta eigi að vera handbók fyrir bókasafnara og aðra þá, sem um bækur vilja fræðast. Tilgangurinn er lofsverður, enda er skortur á slíkri handbók mjög mikill og íslendingum ekki með öllu vansalaus. Til þess að bókaskrá geti gegnt hlutverki sínu, verður hún að vera villulaus, nákvæm og tæmandi, þannig að í henni sé allt talið, sem telja á. Skrá um einkasöfn manna orka því jafnan tvímælis, þar sem slík söfn geta aldrei verið fullkomin, nema á tiltölulega þröngum og afmörkuðum sviðum, og geta því aldrei orðið grundvöllur undir fullnægj- andi allsherjarskrá. Þótt mikið orð hafi farið af bókasafni Gunnars Hall, sannar þó skrá þessi mjög áþreifanlega það, sem hér er sagt. Er ekki þörf á að lesa skrá þessa vandlega til þess að sjá, hversu skörðótt hún er. Hér er ekki um það að ræða, að fágæt rit vanti, heldur rit sem auðsjáanlega eru og þess eðlis að enginn maður ætti að láta þau vanta í safn sitt. Mætti nefna fjölda dæma. Ekki er hægt að fræðast af skrá þessari um neinar út- gáfur af Grettis sögu, Gunnlaugs sögu orms- tungu eða Hrafnkels sögu, svo að dæmi séu , nefnd. Utgáfu fornritafélagsins af íslenzkum fornritum virðist og vanta algerlega. Sama verður uppi á teningnum þótt horfið sé til nútímabókmennta. Ekki hefur höfundi t. d. tekizt að gera ritatal Halldórs K. Laxness svo úr garði, að tæmandi sé, því að þar vantar Vettvang dagsins. Þegar svo er um frægasta rithöfundinn, þarf naumast að koma á óvart, þótt einungis séu talin 3 rit eftir Olaf Jóh. Sigurðsson. Þetta á þó ekki alstaðar við, því að höfundur virðist telja rit Jóhannesar Kr. Jóhannessonar trésmíðameistara upp með töluverðri nákvæmni cg vantar senni- lega ekkert eftir hann. Nú er að vísu ekki hægt að krefjast þess af neinum manni, að hann eigi allar bækur. Það ætti því enginn að láta sér koma til hugar að gera „allsherjar” bókaskrá eftir einkasafni sínu einu saman. Úr þessum mikla galla hefði höfundur getað bætt nokk- uð, ef hann hefði tekið fleiri bækur en úr safni sínu, þannig að ritatal hvers höfundar, sem getið er, væri nokkurn veginn tæmandi, svo og útgáfur hvers rits. Þessi rit hefði mátt auðkenna sérstaklega, svo að höfundur hefði engu logið til um bókaeign sína, en um leið hefði þetta aukið notagildi skrárinnar mjög mikið. Þetta gerir og höfundur á tveimur stöðum, í blaða og tímaritaskránni og rímnaskránni, en því miður hvergi annars staðar. Annar veigamikill galli á riti þessu er niðurskipunin. Henni er svo hagað, að fyrst kemur svokölluð aðalskrá, en síðan eftir- taldir flokkar: Blöð og tímarit, sögusöfn blaða, leikrit, riddara- og fomaldarsögur, rímur, þjóðsögur og ævintýri, ævisögur og minningarrit, erfiljóð og minningarguðs- þjónustur, grafskriftir. í svokallaðri aðalskrá eru öll þau rit talin, sem ekki eiga heima í neinum hinna flokkanna, og er því allhæpið að kalla hana aðalskrá, þar sem hún er eins konar afgangsskrá. Hér hefði höfundur átt að taka sér til fyrirmyndar niðurskipan- ina í skrám Halldórs Hermannssonar og hafa eina raunverulega aðalskrá, þar sem öll rit safnsins væru talin og þeim skipað niður eftir höfundum, en síðan hafa efnis- skrár eftir því sem ástæða þætti til. Með því verður skráin glögg yfirlits ' og auðveld í notkun. Það er hins vegar ekki hægt að segja um skrá Gunnars Hall. Hana er torvelt að nota og seinlegt vegna grautarlegrar niður- skipunar. Þetta hefði að vísu ekki komið eins

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.