Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 53

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 53
BÓKMENNTIR 195 að sök og raun ber vitni, eí tilvísanir væru milli ílokka, en á því vill verða mikill mis- brestur, og ræður þar handahóí eitt. Verst er þó það, að víða eru þessar tilvísanir alger- lega ófullnægjandi. í ritatali Boga Melsteds stendur t. d. neðst ,,sjá ævisögur". Ef menn nú fletta upp í ævisagnaflokknum, vandast málið, því að ævisögum er ekki raðað eftir höfundum. Þeir, sem vilja fræðast um það, hvaða ævisögur liggja eftir Boga Melsted, verða því að lesa allan ævisagnaflokkinn. Svipað má segja um blöð og tímarit. Rita- tali þeirra Bjöms Jónssonar og Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu lýkur með orðunum „sjá blöð og tímarit". Hér verður sama upp á teningn- um og að framan getur, því að í þessum flokki eru nöfn blaðanna og tímaritanna lát- in ráða. Hér verður að pæla gegnum alla blaðaskrána til þess að fá vitneskju um, við hvaða blöð þessir menn hafa verið rit- stjórar eða útgefendur. Alveg er þó óvíst, að sú leit beri árangur. Þess er að vísu getið, að Björn Jónsson hafi verið ritstjóri ísafoldar og Jónas Jónsson hafi gefið út Ófeig og Landvörn en hins vegar ekki, að hann hafi verið ritstj. Skinfaxa og Samvinnunnar. Þá er flokkunin sjálf öll mjög handahófs- kennd. Einna lakast virðist mér hafa tekizt í þeim flokki, sem ber fyrirsögnina: þjóðsögur og ævintýri. Sem dæmi um verk, sem höf- undur telur þjóðsögur og ævintýri, má nefna íslenzka þjóðhætti eftir sr. Jónas Jónsson frá Hrafnagili, rit Benedikts Gíslasonar frá Hof- teigi um Smið Andréson og flest rit Oscars Clausens. Bezt hefur hins vegar tekizt til um blöðin og tímaritin. Virðist mér sá flokkur langbeztur af því sem í bókinni er. Ónákvæmni hefi ég að vísu orðið var við í sambandi við Stúd- entablað Stúdentaráðs Háskóla íslands. Er svo að sjá af skránni, að hér sé um a. m. k. þrjú blöð að ræða. Hér er þó um eitt og sama blaðið að ræða. Kemur það jafnan út l. desember og oft endranær (t. d. 17. júní). Annars verður hér ekki farið frekar út í að telja upp þann aragrúa af villum, né alla þá ónákvæmni og ósamkvæmni, sem í rit- inu er, enda yrði það langt mál. Verkið er allt meingallað og gersamlega ófullnægjandi, hvernig sem á er litið. Vera má, að höfundur hafi hugsað sér það sem minnisvarða um bókasafn sitt. Ef svo er, verður ekki sagt, að honum sé mjög annt um orðstír sinn, því að óneitanlega bendir ritið til þess, að honum hafi verið að mörgu leyti mislagðar hendur við bókasöfn- un sína. Ég fjölyrði ekki frekar um höfund- inn og hæfileika hans til bókfræðiiðkana. Mjög kunnur bókamaður hefur ritað um skrá þessa og borið á hana allmikið lof. Gaf hann höfundi þann vitnisburð, að hann mundi einkarvel fallinn til þess að starfa við samningu vísindalegrar bókaskrár. Má þetta vel vera og skal það ekki dregið í efa, en ekki virðast þessir hæfileikar höfund- ar hafa notið sín við samningu þessarar skrár, hvað sem því veldur. Sigurður Líndal Þvottahúsið Snorralaug Gunnar Benediktsson: Snorri skáld í Reykholti. Leikmaður kryf- ur kunnar heimildir. Heimskringla 1957. Örlögin ráku mig um daginn inn á matsöluhús kaupfélags eins á Norðurlandi. Sat ég þar einn við borð að morgni dags og fékk mér hressingu. Væri þetta sízt í frá- sögur færandi, ef það hefði ekki orðið til þess, að ég fór að leggja hlustirnar við tali tveggja borgara bæjarins, sem dvalizt hafði yfir morgunkaffinu. Aður en ég hafði numið orðaskil í viðræðu þeirra, veitti ég því athygli, að hinn eldri var all-ákafur og lét sér næsta annt um að sannfæra hinn um eitthvert mikilsvert atriði. Mér datt fyrst í hug, að mennimir væru að ræða um gengis- lækkun eða bæjarstjórnarkosningar, en brátt heyrði ég, að svo var ekki. Umræðuefnið var skýring vísu einnar allflókinnar í Egils sögu. Þótt mér tækist ekki að fylgja þræð- inum í samtalinu til fulls, duldist mér ekki, að allar skýringar hinna lærðu útgefenda voru vegnar og léttvægar fundnar. Mátti þó virða þeim villu sína til vorkunnar, sem séð

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.