Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 55

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 55
BÓKMENNTIR 197 legar og ekki ósennilegar. Má þar nefna sem dæmi frásögnina af því, er Snorri á að hafa brosað að afkáralegum búnaði Hall- veigar Ormsdóttur, sem hann gerði helm- ingafélag við fáum misserum síðar. Þegar þetta gerðist, var Snorri á ferð með Solveigu Sæmundardóttur frænku Hallveigar (þæi voru bræðradætur), sem vafalaust hefir verið miklu prúðbúnari. Sturla Þórðarson lætur í það skína, að Snorri hafi ætlað sér að ná í Solveigu, en bróðursonur hans Sturla Sig- hvatsson hafi orðið hlutskarpari. Það er ákaflega sennilegt, að Sturla Þórðarson hafi frásögnina af þessum atburði frá Solveigu Sæmundardóttur, sem vel kann að hafa litað hana rækilega, — það getur jafnvel verið, eins og síra Gunnar segir, að það hafi verið hún sjálf, sem gerði gabb að búnaði hinnar auðugu frændkonu sinnar, en að Snorri hafi aðeins brosað af hofmannlegri kurteisi. En hætt er nú samt við, að erfitt verði að komast að því nú, hvernig þetta bros Snorra Sturlu- sonar haustið 1222 var til komið. — Þótt atvik þetta kunni að virðast hégómlegt, er það þó fjarri því að vera einskisvert, því að mikið hefir verið út af því lagt, er menn hafa reynt að skilja Snorra Sturluson. Það er og rétt hjá síra Gunnari, að það þarf ekki að sanna „fjárgræðgi" hjá Snorra, þótt hann gerði félag við konu, sem var dóttir eins hins ágætasta manns, Orms sonar Jóns Lofts- sonar, og ekkja mikils höfðingja, Bjöms Þorvaldssonar, bróður Gissurar jarls. Allt, sem um hana er vitað, bendir til þess, að hún hafi verið Snorra góð og að þau hafi átt vel skap saman. Og varla varð hún í neins augum lakari kvenkostur við það að vera auðugasta kona íslands. Fleiri dæmi væri auðvelt að nefna um það, að ræða prests er til skemmtunar og fróð- leiks, meðan hann íklæðist leikmannsgerfinu. í V. kafla, sem nefnist „ummæli fræðimanna um afstöðu Snorra til norska konungsvalds- ins" lætur höfundur herskara af fræðimönn- um stangast í allra augsýn. Þetta hlýtur að vera hverjum „leikmanni" sannarlegt augna- yndi. Skeikulleiki spekinganna sannast þarna, svartur á hvítu, ef sönnunar var þörf. Nokkrir sleppa þó lifandi og einn og einn geta hrósað sigri, einkum Finnur Magnússon leyndarskjalavörður, Árni Pálsson og — mirabile dictu — Salmonsens Konversa- tions Leksikon. í Sturlungu segir, í framhaldi af frásögn- inni af því, hvernig Snorri kom í veg fyrir herferð Norðmanna til íslands sumarið 1220, að „Snorri skyldi leita við íslendinga, að þeir snerist til hlýðni við Noregshöfðingja". Þessi orð, ásamt nokkrum óbeinum rökum, sem þó má deila um endalaust, hafa flestir skilið svo, að Snorri hafi lofað að koma íslandi undir Hákon konung, — en það segir Hákon- ar saga, að Skúli jarl hafi fært í tal við Snorra, án þess að geta nokkuð um undir- tektir hans. En nú skulu orð Finns Magnús- sonar tilfærð: „Af orðalaginu að snúast til hlýðni hafa menn viljað álykta: að Snorri hafi lofað að fá íslendinga til að ganga norska ríkinu á hönd sem þegnar þess; það væri þó hægt að túlka það á annan veg, sem sé þann: að þeir yrðu við kröfum konungs í sambandi við deilurnar, sem þá voru milli Noregs og íslands, með því að veita bætur fyrir ofbeldisverk gagnvart Norðmönnum, játa þeim friði og frelsi til verzlunar í framtíðinni o. s. frv. Það sést bezt af sögu Hákonar konungs, að þetta er í raun og veru merk- ingin". Þótt taka verði undir það með Árna Páls- syni, að „það muni aldrei verða sagt með fullri vissu, hvílíkir hafi verið samningar Snorra og Skúla jarls við þetta tækifæri", var gaman að vera minntur á ummæli Finns, og er margt vel sagt hjá síra Gunnari í því sambandi. En því miður fór það svo, sem við mátti búast af tvíefldum kennimanni, að honum leiddist leikmannsgerfið. Brá hann því von bráðar yfir sig kapellánshempunni frá Kreml og tók nú að fræða menn um þau átök, „sem áttu sér stað í djúpum þróunarinnar og í dulúðugri vitund hennar" (bls. 38). Að- ferðin til þessa er að „kafa í hin innri félags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.