Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 22

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 22
og láglendishverfa. Tegundir eru fleiri en í öðrum gulstararflóa hverf- um. Einkennistegundirnar tvær eru álíka að magni, en þó mun ljósa- störin þekja öllu meira. Aðrar helztu tegundir eru: Engjarós (Coma- rum palustré), horblaðka (Menyanthes trifoliata) og kornsúra (Polygo- num viviparum). E% er mjög hátt, og fenjaplöntur HH ná hér há- marki í flóahverfum hálendisins. Athugunarbletturinn er blautur, leir- borinn flói, og liggur nærri athugun l’ab. I. 19. 9. Gulstarar-hdlmgresis hverfi (C. Lyngbyei-Calamagrostis neglecta soc.) (Tab. II. A—B 5-7). Gróðurhverfi þetta hef ég séð allvíða í hálendi íslands, en þekki það ekki á láglendi. Ég hef lýst því í riti mínu 1945 (s. 390). Vafasamt er, hvort hverfi þetta skuli fremur teljast til flóa en flæðimýrar, því að hvergi í gulstararflóanum eru flæðimýrareinkennin svo glögg sem hér. Gulstörin (C. Lyngbyei) er algerlega ríkjandi bæði í svip og fleti. Helztu fylgitegundir eru hengistör (C. rariflora) og engjarós (Coma- rum palustre). E-flokkurinn er hér í miklum meiri hluta, og hvergi í flóanum er H% jafnhátt, þá er HH% allhátt. Flæðimýrareinkennin eru skýrust á blettunum Tab. II. 6—7, sem báðir eru í Hvítárnesi á Kili. Þar hafa margir km2 lands myndazt af framburði Fúlukvíslar í Hvítárvatn. Land þetta er marflatt að kalla má, svo að vatnsrennsli hefur hætt um það að mestu jafnskjótt og það myndaðist. Jökulsárkvíslarnar niðri í flóasvæðinu minna því meira á stöðukíla en straumvatn. Mestur hluti þessara óshólma er nú brokflói. Þar er víðast mjög grösugt, og klófífan (Eriophorum angustifolium) ríkir bæði í svip og fleti. Meðfram árkvíslunum eru þó ræmur af flæði- mýri, og má þar rekja myndun gróðurlendanna líkt og gert er hér síð- ar. Það er auðsætt þarna, að hér sem annars staðar, þar sem skilyrði eru lík í óshólmum, þá myndast þar ekki regluleg gulstarar-flæðimýri, held- ur koma fram flóa-gróðurhverfi. Helzt er svo að sjá sem gulstörin eigi hér erfitt uppdráttar í samkeppni við flóategundirnar, og því verði mörkin milli þessara gróðurlenda svo ógreinileg. Gróðurhverfi það, sem hér um ræðir, væri ef til vill réttast skil- greint sem hálendisform gulstarar-flæðimýrarinnar. Hún þekur allstór svæði í Hvítárnesi, og gróðurfarið er yfirleitt mjög einleitt. Athugun Tab. II. 5 er úr Nauthaga, svæði því, sem fyrr er lýst. Athugunarblett- urinn er í grennd við laugavætur, og því sennilega ylur í jörðu. Gul- störin er þar mjög þéttvaxin, svo að einungis fáeinir hálmgresiseinstakl- ingar eru þar innan um stararbreiðurnar. Svo er störin stórvaxin þarna, 20 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.