Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 26

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 26
d. Hengistararflói (Caricétum rariflorae). Hengistör (C. rariflora) er ein algengasta flóategundin bæði á iág- lendi og í hálendinu. Hefi ég lýst hengistararflóanum nokkuð í ritgerð minni 1945 (s. 387). Sjaldgæft er þó, að hengistör verði ríkjandi í gróð- ursvip, og þá naumast nema á smáblettum innan um hinar flóagróður- sveitirnar. Minna þeir blettir mjög á vetrarkvíðahverfið 14, og eru þetta vafalítið skyld gróðurhverfi. Slíkir hengistararblettir eru sjaldan nema í nokkurri hæð yfir sjó, eða nær eingöngu fyrir ofan 200 metra. Enda þótt hengistörin (C. rariflora) virðist ekki viðkvæm gagnvart raka- stigi, er þó hengistararsveitin einungis í allra blautustu flóasvæðunum, þar sem vatnið stendur algerlega kyrrt. Minnir hann þar helzt á „flark- typuna“. Þar sem þurrara er er oft allmikill Amblystegium-mosi. Hengistararflóinn íslenzki virðist mjög skyldur Carex rariflora as- sociationum þeim, sem Kalela lýsir (Kalela 1939 s. 473 og 498), eink- um virðist mér hverfi það sem hér er lýst náskylt C. rariflora-Drepano- cladus intermedium-Scorpidium scorpioides Braunmoor (1. c. s. 473). 15. Hengistarar-gráviðis-mýrelftingar hverfi (C. rariflora-Salix glauca- mýrelftingar soc.) (Tab. III. A—B 8). Þessi eini athugunarblettur, sem er frá Holtavörðuheiði, er engan veginn úr hreinum hengistararflóa. Miklu fremur mætti hann kallast afbrigði að grávíði og bleikstinnung (C. Lyngbyei X C. Bigelowii), enda er athugunin gerð í eins konar óshólmamyndun í námunda við Holtavörðu vatn. B. Flæðimýri (The inundated marsh vegetation). Flæðimýrin er sérstök deild hins íslenzka mýrlendis. Hún er álíka votlend og flóinn, en gjörólík honum að myndun og gerð. Eiginleg flæðimýri verður ekki til nema við ár og vötn, einkum umhverfis ár- ósa. Á láglendi skilur hún sig greinilega frá flóanum um gróðurfar, því að gulstör (Carex Lyngbyei) er þar ætíð drottnandi tegund. Rakastig flóa og flæðimýrar er að vísu áþekkt, en þar skilur á milli, að í flæði- mýrinni er vatnið ætíð á nokkurri hreyfingu. Mómyndun er liins veg- ar engin, en þar sem gulstör vex, er ætíð seigt og þykkt torf. í hálendinu er eiginleg flæðimýri sjaldgæf, eins og áður hefur ver- ið á bent. Gulstararflóar þeir, sem þegar hefur verið lýst, eru á mörk- um flóa og flæðimýrar. Er helzt svo að sjá, sem þeir hafi til orðið sem 24 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.