Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 101

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 101
Mjög mikið verk er ennþá óunnið i sambandi við nafngreiningar á islenzkum plöntum. Enn skortir tilfinnanlega samanburð við þaer plöntur, sem teljast til sömu tegunda erlendis. Úr þessu verður aðeins bætt með því móti, að fá samanburðar- eintök frá grannlöndunum, helzt bæði þurrkuð og lifandi. í þessu felst m. a. fram- tíðarhlutverk garðsins. Þá er nauðsynlegt að safna sem flestum eintökum af hinum vandgreindu kynjum, eins og af víði, birki, augnfró, maríustakk, vorblómi og fífli, svo eitthvað só nefnt. Allt krefst þetta mikillar vinnu og umhugsunar. í erlendum grasgörðum er talið nauðsynlegt að yfirfara allar nafngreiningar á ekki skemmra en þriggja ára fresti. Það þyrfti einnig að gera hér. Með tímanum verður því varla hjá því komizt að ráða lærðan grasafræðing að garðinum, ef hægt á að vera að halda í horfinu þar. Nú kann einhver að spyrja, hvort ekki sé til of mikils ætlazt, af einu fátæku bæjarfélagi, að það haldi uppi vísindalegum grasgarði. Því er til að svara, að grasgarðurinn er einn þáttur í viðleitni fólksins til menn- ingar, og eftir slíkum stofnunum er bæjarfélagið fyrst og fremst metið, út í frá. Lystigarðurinn á Akureyri, með grasgarðinum, er nú þegar orðinn svo kunn stofn- un, ekki einungis hér á landi, heldur og langt út fyrir landsteinana, að óverjandi væri fyrir okkur, og jafnvel beinlínis skaðlegt, að halda honum ekki í hæfilegum vexti og framför. Þetta er eitt af hlutverkum bæjarfélagsins, sem það getur ekki skorast undan. Hugsanlegt væri að vísu, að fá fleiri aðila til að standa straum af rekstri garðsins, á þeim forsendum, að hann hafi nú orðið víðara hlutverki að gegna en að vera skemmtigarður bæjarbúa. Fyndist mér ekki óeðlilegt, að t. d. Ríkissjóður styrkti garðinn, eins og ýmsa aðra þjóðþrifastarfsemi, enda er garðurinn nú, á vissan hátt, orðin almannaeign. Ég orðlengi þetta ekki meira, en vil að lokum óska þeim bræðrum Jóni og Kristj- áni Rögnvaldssonum til hamingju með garðinn, enda veit ég að þeirra gæfa er við hann bundin, meira en flest annað. Megi þeir lengi njóta ánægjunnar af að starfa í þessum garði, sem þeir hafa sjálfir skapað. Helgi Hallgrimsson. NÝ PÍPUSVEPPATEGUND. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein í Náttúrufræðinginn um íslenzka pípu- sveppi (Boletales). Var þar getið alls sex tegunda, sem fundizt hafa hér á landi, þar af einnar nýfundinnar, Boletus edulis Fr. Nú hefur enn ný tegund bætzt í hópinn, en það er tegundin Boletus versipellis L., en hún fannst hér á landi fyrst sumarið 1963, þann 15. ágúst, skammt utan við eyðibýlið Sker á Látraströnd. Hér fer á eftir stutt lýsing á Boletus versipellis. Allstórvaxin tegund. Hatturinn rauðbrúnn á ungum eintökum en verður síðar oftast gulbrúnn eða rauðgulur, oft með dekkri dröfnum, fínlóhærður einkum á ung- stiginu. Plpulagið í fyrstu grágult en verður gulgrænt. Stafurinn með hvítum grunn- lit, en alþakinn svörtu hreistri, sem myndar rákir eftir honum endilöngum. Holdið livítt, en litast ljósrautt í hattinum en blágrænt eða blásvart í stafnum, ef það er sært. Vex með birki og ösp. Sveppurinn er á stærð við stóran kúalubba (Boletus scaber), og líkist honum 7* TÍMARIT UM ÍSLF-N7.KA GRASAFRÆÖI - FlÓra 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.