Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Qupperneq 19
Er hægt að vera of kurteis? Er til
dæmis hægt að vera svo kurteis að
þeim, sem kurteisin er sýnd, þyki
sér misboðið? Kurteisin sé tekin sem
gríma og að baki henni búi yfirlæti?
Ég las dæmi um slíkt á Vísisbloggi
Guðrúnar Helgu Sigurðardótt-
ur blaðamanns fyrr í vikunni. Hún
skrifar: „Ég heimsótti þjónustufull-
trúann í bankanum mínum um dag-
inn. Hún lítur út fyrir að vera jafn-
gömul mér og hún kallaði mig „vinu“.
Að viðskiptum okkar loknum sagði
ég henni frá því að ég kynni illa við
að vera kölluð „vina“ af ókunnugri
manneskju, konu sem væri jafngöm-
ul mér. Mér fyndist nánast vera talað
niður til mín, ekki síst þar sem sam-
talið ætti sér stað í banka.“
Guðrún Helga segir að þjónustu-
fulltrúinn hafi tekið athugasemd
sinni ágætlega og sagt að þetta væri
bandarískt þjónustuviðmót sem
starfsfólki bankans væri kennt. En
það væru ekki margir sem kvörtuðu
og hún ætlaði að halda þessu áfram.
Ég er sama sinnis og Guðrún
Helga. Mér þykir svona ávarp óþægi-
legt frá bláókunnugri manneskju.
En vel má vera að það sé í tísku
núna hjá verslunar- og afgreiðslu-
fólki að sýna þjónustulund með of-
urkurteislegum ávarpsorðum. Það er
kannski ekki verri tíska en mörg önn-
ur. Þjónustufulltrúinn í bankanum
er ekki einn um kurteisina. Þegar ég
opna tölvupósthólfið mitt hjá Voda-
fone birtist á skjánum „Heill þér gm“.
Kannski svolítið yfirdrifið?
Þegar ekið er að afgreiðslulúgunni
hjá McDonalds er maður boðinn
„hjartanlega velkominn“. Þetta stakk
strax í eyrun, enda er þarna á ferð
innilegri kurteisi en venja er á sölu-
stöðum skyndibita í borginni. Satt
að segja fannst mér ávarpið svolít-
ið kjánalegt og byrjaði á því að svara
„Guð launi ykkur“ þangað til farþeg-
ar í bílnum hnipptu í mig kindarleg-
ir á svip. Þeim fannst að ég væri að
reyna að trompa afgreiðslufólkið.
Annars má segja að það sé ósann-
gjarnt að vera að kvarta yfir kurteisi.
Það er líklega frekar ástæða til að
hafa áhyggjur af ókurteisinni sem
mætir manni á mörgum verslunar-
stöðum, ekki síst þar sem vörur eru
seldar á lágu verði. Þar liggur við að
vörunum sé kastað í mann, svo mik-
ill er fyrirgangurinn á kassanum.
Ætli niðurstaðan sé ekki sú að í
þessu efni sem öðrum sé það með-
alhófið sem er best; almenn og gam-
aldags kurteisi: góðan dag, komdu
sæll, takk fyrir, vertu blessaður. Við
skulum rækta hana í staðinn fyrir
hina lærðu og tilbúnu sem verkar á
mann óekta og yfirlætisfull.
Tóku lagið SSSólmennirnir Jakob Magnússon og Helgi Björnsson voru meðal tónlistarmanna sem kynntu afmælistónleika Kaupþings sem fram fara á
Laugardalsvelli í kvöld. Auk þeirra koma Stuðmenn, Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson, Garðar Thór Cortes, Nylon, Mugison og fleiri fram. DV-MYND: Ásgeirmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra fær mínusinn fyrir að
kveða ekki skírt upp með að einhver
verði látinn axla ábyrgð á óráðsíunni í
kringum grímseyjarferjuna. Hann
gagnrýndi ráðalagið óspart sem
þingmaður og á að sjá sóma sinn í að
láta þá ábyrgu axla ábyrgð en sleppa
ekki létt.
Spurningin
„Nei, því miður ekki.
Það þarf meira til.
Þessar 150 milljónir
eiga að hluta til að
fara í forvarnarstarf
og einnig á
landsbyggðinni, þar
sem þörfin er brýn
líka. Þetta fé fer ekki
allt í BUGL. Ég hefði viljað sjá að við
myndum fækka um helming á
biðlistum, en það er því miður ekki
raunin,“ segir Margrét Ómarsdóttir
formaður Barnageðs um fjárveitingu
heilbrigðisráðuneytisins til barna með
hegðunar- og geðraskanir.
Duga 150 milljónir?
Sandkassinn
Ég varð tuttugu og fjögurra ára
gamall í vikunni. Ég er kom-
inn á þann aldur sem margir
jafnaldrar mínir og þá sérstak-
lega stelpurnar eru komnir með
börn. Orðnir
stoltir foreldr-
ar sem lifa fyrir
krílin sín. Öll
eru þau svo
með glæsi-
lega afkvæma-
sýningu á
Barnalandi
og flest þeirra
raunar kom-
in með heimasíðu löngu áður
en börnin koma í heiminn.
Flestar Barnalandssíðurnar
eru svo með kynningu sem er
eitthvað á þessa leið: „Hæ ég
heiti Bumbubúi Pabbason og er
tveggja mánaða fóstur, mamma
er rosalega stolt af mér.“ Þessi
Barnalandstíska tröllríður öllu
og sama hvað ég reyni malda í
móinn þýðir það ekki neitt.
Þar sem Ég á ekkert barn hef-
ur mér ég fundist verða dálít-
ið út undan upp á síðkastið.
Gamlir skólafélagar eru margir
komnir með Barnalandssíður,
fjölskyldumeðlimir eru alltaf á
Barnalandi
og vinnufé-
lagar mínir
líka. Þar sem
ég er maður
sem vill taka
þátt í heitustu
æðunum lét
ég ekki þá aug-
ljósu hindrun
að ég á ekkert barn stöðva mig.
Nei, ég bjó til Barnalandssíðu
fyrir ógetinn frumburð minn.
Ég hugsaði með mér, fyrst að
fóstur eru komin með pláss á
netinu, þá hlyti það að vera rök-
rétt næsta skref í þessari þróun
að búa til Barnalandssíðu fyrir
ógetið barn. Á síðunni hyggst ég
halda þeim sið á lofti að blogga
af krafti í nafni ófæddra barna
minna, en ég bæti um betur.
Barnið hefur enn ekki verið
getið.
á fyrstu tveimur dögunum
sem ogetidbarn.barnaland.is
var á netinu fékk síðan rúmlega
tvö þúsund heimsóknir. Vá, mér
leið eins og ég
væri Simmi í
Kastljósinu.
Hvílíkar vin-
sældir. Það er
greinilegt að
ógetin(n) Val-
geirsson/dóttir
á eftir að verða
stjarna. Slíkar
vinsældir fyrir getnað geta að-
eins verið vísir á eitthvað stærra
og meira. Sennilega vinsælasta
ógetna barn á landinu um þess-
ar mundir. Vel af sér vikið þar.
Valgeir Örn er orðinn
Barnalands-pabbi.
Er hægt að vera of kurteis?
DV Umræða FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 19
guÐmunDur
magnÚSSOn
sagnfræðingur skrifar
Ætli niðurstaðan sé ekki sú
að í þessu efni sem öðrum
sé það meðalhófið sem er
best; almenn og gamal-
dags kurteisi: góðan dag,
komdu sæll, takk fyrir,
vertu blessaður.
DV fyrir
25 árum
Ég hef áhuga á því að vita hve-
nær Reykjavíkurborg ætli að koma
fyrir hraðahindrunum eftir Strand-
vegi í Grafarvogi áður en til alvar-
legs slyss kemur. Hraði ökutækja
eftir veginum er hvílíkur að gang-
andi veg-
farendur
þora varla
yfir götuna lengur. Til að fá svör tók
ég upp símann og hringdi í skipti-
borð borgarinnar. Svör á skipti-
borðinu voru þau að vegna sumar-
fría væri enginn til svara. Hjá eins
stóru firma og Reykjavíkurborg er
finnst mér ótrúlegt að borginni sé
nánast lokað yfir sumartímann.
Loks fékk ég að vita að ég ætti
að hafa samband við hverfamið-
stöðina í Grafarvogi. Það tók mig
þrjá virka daga að fá einhvern þar
til að svara símanum. Það sem
verra er að þegar loks var svarað,
og það gerði yfirmaður stöðvar-
innar Jóhann Diego, voru tilsvör-
in svo hrokafull og dónaleg að
mér blöskraði. Það er nokkuð ljóst
að Jóhann telur sig langt yfir íbúa
Grafarvogs hafinn og pirrast við að
verið sé að ónáða hann í vinnunni.
Í mínum huga hefði verið mun
betra fyrir Reykjavíkurborg að hafa
lokað hjá sér heldur en að láta Jó-
hann Diego svara fyrir sín málefni.
Grafarvogsbúi óánægður:
Betra ef borgin hefði bara lokað
LESEndUR