Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 20
Menning föstudagur 17. ágúst 200720 Menning DV Reyfi hefst Hátíðin Reyfi - menningar- gnægð hefst í Norræna húsinu á morgun og stendur til 26. ágúst. Tugir listamanna alls staðar að af Norðurlöndunum eru væntanlegir á hátíðina. Dagskráin er afar fjölbreytt og listamenn í mörgum listgrein- um koma fram, þar á meðal tónlistarmenn, rithöfundar, ljósmyndarar, arkitektar og vídeólistamenn. Hátíðin er liður í eins konar upprisu Nor- ræna hússins sem verður 40 ára á næsta ári. Allar upplýs- ingar um hátíðina er að finna á Reyfi.is. 90 ára afmælissýning Kristjáns Þrjár sýningar verða opnaðar í Galleríi Fold á morgun. Í baksaln- um er sýning á verkum eftir Kristján Davíðsson. Verkin eru úr einkasafni Braga Guðlaugssonar dúklagninga- meistara og eru frá 1940 til 2006. Málverkasafn Braga er eitt merkasta safn í einka- eigu og hýs- ir fjölmarg- ar perlur íslenskrar samtímalistar. Sýningin er haldin í tilefni 90 ára afmælis Kristjáns en sýningarferill hans hófst árið 1946. Öll helstu söfn Íslands eiga verk eftir Kristján sem og opinber söfn og einkasöfn víða um heim, meðal annars í Stokk- hólmi, Gautaborg og Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Sýningin stendur til 26. ágúst. Í efri hliðarsal er sýning á skop- teikningum Halldórs Pétursson- ar. Um er að ræða tvær myndarað- ir, frummyndirnar af vel þekktum skopmyndum frá heimsmeistara- einvígi Fischers og Spasskys í Laug- ardalshöllinni 1972 og óborganlegar skopmyndir af íslenskum víkingum. Eftir að Halldór kom heim úr fram- haldsnámi árið 1945 fékkst hann aðallega við myndskreytingar og skopteikningar og er óumdeilanleg- ur frumkvöðull á því sviði. Sýningin stendur til 26. ágúst. Í neðri hliðarsal er sýning á verk- um eftir heimsmálarann Harald Bil- son. Þetta er önnur sýning Bilsons á þessu ári en sýningu hans í Alberm- arle galleríinu í London er nýlok- ið. Bilson er fæddur 1948 í Reykja- vík en fluttist til Bretlands á unga aldri. Verk hans eru í eigu opinberra safna og í einkasöfnum, þar á meðal frægra safnara á borð við Bob Haw- ke, Jonathan Sachs, Anne Robin- son, Clint Eastwood, Jack Palance, Zsa Zsa Gabor og Liv Ullman. Verk- in á þessari sýningu eru öll ný, mál- uð á þessu ári. Sýningin stendur til 2. Framlengdar sýningar Sýning Magnúsar Páls- sonar í galleríi i8 hefur verið framlengd til 25. ágúst. Á sýn- ingunni, sem ber yfirskriftina Minning Þórarins Nefjólfsson- ar, eru skúlptúrar og mynd- bönd en listamaðurinn segir að frá unga aldri hafi setið í sér sagan af Þórarni og viðskiptum hans við Noregskonung. Sýn- ing Unnar Mjallar Leifsdóttur, Undir stiganum, hefur einnig verið framlengd til 25. ágúst. i8 er opið þriðjudaga til föstu- daga frá kl. 11 til 17 og laugar- daga frá 13 til 17. Langstærsti draumurinn Lýðveldisleikhúsið flytur annan hluta fjölleikasýningar- innar Langstærsti draumurinn í Sundhöllinni við Barónsstíg á Menningarnótt. Þessi hluti ber nafnið Uppflosnað fólk og er eftir Benóný Ægisson. Fyrsti hluti verksins, Þeir stífluðu dalinn minn, var fluttur í inni- lauginni í Laugardalnum fyrr í mánuðinum. Auk hefðbund- inna þátta leiksýningar (leikur, dans, tónlist o.s.frv.) verður notast við kvikmyndatækni og tölvugrafík. Vatn er grunnþátt- ur í verkinu og því er í ráði að sýnt verði í sundlaugum og sundhöllum. Laddi sívinsæll Uppselt er á fyrstu tvær sýningar haustsins á Laddi 6-tugur og opnað hefur verið fyrir sölu á nýrri sýningu sem fer fram laugardaginn 25. ágúst. Upphaflega áttu sýningarnar aðeins að verða fjórar en þær eru nú að verða 50. Uppselt hefur verið á þær allar. Miðasala fer fram hjá Borgarleikhúsinu og á midi.is. Eins og sést hér að ofan er Hug- leiki Dagssyni margt til lista lagt. Kannski ekki furða þegar haft er í huga að hann útskrifaðist úr fjöl- tækni frá Listaháskóla Íslands fyr- ir fimm árum. Óþarfi er að fjölyrða um myndasögur Hugleiks sem hafa skemmt landsmönnum undanfar- in tvö til þrjú ár. Sumum er þó ekki skemmt heldur bregður við að skoða það sem Hugleikur ber á borð í bók- um sínum. Megnið af því flokkast nefnilega undir það að vera „politic- ally uncorrect“. Og hróður Hugleiks er farinn að berast víðar því ein bóka hans kom út á ensku í fyrra, undir heitinu Should You Be Laughing at This?, hjá hinu þekkta bókaforlagi Penguin. Önnur er svo væntanleg á engilsaxnesku í haust. Í kjölfar velgengni bókanna hef- ur Hugleikur fengið tækifæri til að skrifa verk fyrir leikhús. Í hitteðfyrra gerði hann leikgerð af einni bóka sinna, Forðist okkur, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og færði hon- um Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins. Söngleikurinn Leg var sett- ur upp í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur og fékk hvorki fleiri né færri en tólf tilnefningar til Grímuverðlauna. Og yfirmenn Þjóðleikhússins langar að njóta starfskrafta og hugvits Hug- leiks áfram því nú vinnur hann að nýju leikriti, Baðstofunni, sem stefnt er að að frumsýna í febrúar. Þá hef- ur ekki verið nefnd aðkoma Hugleiks að auglýsingabransanum en þessa dagana má víða sjá teikningar sem hann gerði fyrir herferð Strætó bs. og Reykjavíkurborgar í tengslum við að frítt verði í strætó fyrir námsmenn næsta vetur. Blaðamaður byrjar á að spyrja Hugleik út í nýja leikritið. Öfugt Leg „Eins og ég er að skrifa það núna gerist leikritið í baðstofu árið 1886 og er nokkurs konar mín úttekt á Ís- landi í gamla daga. Ég vil helst segja sem minnst um söguþráðinn, annað en það að þetta er smækkuð mynd af ósjálfstæðu Íslandi. Allar persónur sem maður býst við að sjá í baðstofu- verki eru þarna: bóndi, húsfreyja, vinnukona, vinnumaður, gamal- mennið og litli smalinn. Ég veit ekki hvort það er hægt að kalla þetta erki- týpur, en ég geri allavega nokkurs konar úttekt á þessum týpum. Svo kemur þarna erlendur aðkomumað- ur sem er eiginlega í aðalhlutverki. Við sjáum svolítið þessa Íslendinga með hans augum.“ Þannig að þetta er ekkert í líkingu við Leg? „Þetta er eiginlega öfugt þannig séð, það er að segja að því leyti að þetta er ekki tæknibrelluleikrit eins og Leg var og þetta gerist í gamla daga en ekki í framtíðinni. Samt er kannski að einhverju leyti sami húmor í gangi en ég er líka að prófa Hugleikur Dags- son er myndasögu- höfundur. Hugleik- ur er leikskáld. Hugleikur er strætóauglýsinga- höfundur. Hugleik- ur er myndlistar- maður. Hugleikur er verðandi kvik- myndahandrits- höfundur. Hugleik- ur ætlar að gerast rappari á Menn- ingarnótt. Blaða- maður DV hitti þennan fjölhæfa pilt í vinnustofu hans í Skipholti á dögunum. myndlist Bjart hjá Bilson Eitt verkanna sem berja má augum í galleríi fold á morgun. Ætla alltaf að vera í myndasögunum DVmyndir Ásgeir Hugleikur Dagsson „Ég lifi á þessum bókum og leikritunum, en ég er ekki ennþá orðinn moldríkur. Ég held að það gerist hægt í þessum bókabisness.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.