Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 20
Menning föstudagur 17. ágúst 200720 Menning DV Reyfi hefst Hátíðin Reyfi - menningar- gnægð hefst í Norræna húsinu á morgun og stendur til 26. ágúst. Tugir listamanna alls staðar að af Norðurlöndunum eru væntanlegir á hátíðina. Dagskráin er afar fjölbreytt og listamenn í mörgum listgrein- um koma fram, þar á meðal tónlistarmenn, rithöfundar, ljósmyndarar, arkitektar og vídeólistamenn. Hátíðin er liður í eins konar upprisu Nor- ræna hússins sem verður 40 ára á næsta ári. Allar upplýs- ingar um hátíðina er að finna á Reyfi.is. 90 ára afmælissýning Kristjáns Þrjár sýningar verða opnaðar í Galleríi Fold á morgun. Í baksaln- um er sýning á verkum eftir Kristján Davíðsson. Verkin eru úr einkasafni Braga Guðlaugssonar dúklagninga- meistara og eru frá 1940 til 2006. Málverkasafn Braga er eitt merkasta safn í einka- eigu og hýs- ir fjölmarg- ar perlur íslenskrar samtímalistar. Sýningin er haldin í tilefni 90 ára afmælis Kristjáns en sýningarferill hans hófst árið 1946. Öll helstu söfn Íslands eiga verk eftir Kristján sem og opinber söfn og einkasöfn víða um heim, meðal annars í Stokk- hólmi, Gautaborg og Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Sýningin stendur til 26. ágúst. Í efri hliðarsal er sýning á skop- teikningum Halldórs Pétursson- ar. Um er að ræða tvær myndarað- ir, frummyndirnar af vel þekktum skopmyndum frá heimsmeistara- einvígi Fischers og Spasskys í Laug- ardalshöllinni 1972 og óborganlegar skopmyndir af íslenskum víkingum. Eftir að Halldór kom heim úr fram- haldsnámi árið 1945 fékkst hann aðallega við myndskreytingar og skopteikningar og er óumdeilanleg- ur frumkvöðull á því sviði. Sýningin stendur til 26. ágúst. Í neðri hliðarsal er sýning á verk- um eftir heimsmálarann Harald Bil- son. Þetta er önnur sýning Bilsons á þessu ári en sýningu hans í Alberm- arle galleríinu í London er nýlok- ið. Bilson er fæddur 1948 í Reykja- vík en fluttist til Bretlands á unga aldri. Verk hans eru í eigu opinberra safna og í einkasöfnum, þar á meðal frægra safnara á borð við Bob Haw- ke, Jonathan Sachs, Anne Robin- son, Clint Eastwood, Jack Palance, Zsa Zsa Gabor og Liv Ullman. Verk- in á þessari sýningu eru öll ný, mál- uð á þessu ári. Sýningin stendur til 2. Framlengdar sýningar Sýning Magnúsar Páls- sonar í galleríi i8 hefur verið framlengd til 25. ágúst. Á sýn- ingunni, sem ber yfirskriftina Minning Þórarins Nefjólfsson- ar, eru skúlptúrar og mynd- bönd en listamaðurinn segir að frá unga aldri hafi setið í sér sagan af Þórarni og viðskiptum hans við Noregskonung. Sýn- ing Unnar Mjallar Leifsdóttur, Undir stiganum, hefur einnig verið framlengd til 25. ágúst. i8 er opið þriðjudaga til föstu- daga frá kl. 11 til 17 og laugar- daga frá 13 til 17. Langstærsti draumurinn Lýðveldisleikhúsið flytur annan hluta fjölleikasýningar- innar Langstærsti draumurinn í Sundhöllinni við Barónsstíg á Menningarnótt. Þessi hluti ber nafnið Uppflosnað fólk og er eftir Benóný Ægisson. Fyrsti hluti verksins, Þeir stífluðu dalinn minn, var fluttur í inni- lauginni í Laugardalnum fyrr í mánuðinum. Auk hefðbund- inna þátta leiksýningar (leikur, dans, tónlist o.s.frv.) verður notast við kvikmyndatækni og tölvugrafík. Vatn er grunnþátt- ur í verkinu og því er í ráði að sýnt verði í sundlaugum og sundhöllum. Laddi sívinsæll Uppselt er á fyrstu tvær sýningar haustsins á Laddi 6-tugur og opnað hefur verið fyrir sölu á nýrri sýningu sem fer fram laugardaginn 25. ágúst. Upphaflega áttu sýningarnar aðeins að verða fjórar en þær eru nú að verða 50. Uppselt hefur verið á þær allar. Miðasala fer fram hjá Borgarleikhúsinu og á midi.is. Eins og sést hér að ofan er Hug- leiki Dagssyni margt til lista lagt. Kannski ekki furða þegar haft er í huga að hann útskrifaðist úr fjöl- tækni frá Listaháskóla Íslands fyr- ir fimm árum. Óþarfi er að fjölyrða um myndasögur Hugleiks sem hafa skemmt landsmönnum undanfar- in tvö til þrjú ár. Sumum er þó ekki skemmt heldur bregður við að skoða það sem Hugleikur ber á borð í bók- um sínum. Megnið af því flokkast nefnilega undir það að vera „politic- ally uncorrect“. Og hróður Hugleiks er farinn að berast víðar því ein bóka hans kom út á ensku í fyrra, undir heitinu Should You Be Laughing at This?, hjá hinu þekkta bókaforlagi Penguin. Önnur er svo væntanleg á engilsaxnesku í haust. Í kjölfar velgengni bókanna hef- ur Hugleikur fengið tækifæri til að skrifa verk fyrir leikhús. Í hitteðfyrra gerði hann leikgerð af einni bóka sinna, Forðist okkur, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og færði hon- um Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins. Söngleikurinn Leg var sett- ur upp í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur og fékk hvorki fleiri né færri en tólf tilnefningar til Grímuverðlauna. Og yfirmenn Þjóðleikhússins langar að njóta starfskrafta og hugvits Hug- leiks áfram því nú vinnur hann að nýju leikriti, Baðstofunni, sem stefnt er að að frumsýna í febrúar. Þá hef- ur ekki verið nefnd aðkoma Hugleiks að auglýsingabransanum en þessa dagana má víða sjá teikningar sem hann gerði fyrir herferð Strætó bs. og Reykjavíkurborgar í tengslum við að frítt verði í strætó fyrir námsmenn næsta vetur. Blaðamaður byrjar á að spyrja Hugleik út í nýja leikritið. Öfugt Leg „Eins og ég er að skrifa það núna gerist leikritið í baðstofu árið 1886 og er nokkurs konar mín úttekt á Ís- landi í gamla daga. Ég vil helst segja sem minnst um söguþráðinn, annað en það að þetta er smækkuð mynd af ósjálfstæðu Íslandi. Allar persónur sem maður býst við að sjá í baðstofu- verki eru þarna: bóndi, húsfreyja, vinnukona, vinnumaður, gamal- mennið og litli smalinn. Ég veit ekki hvort það er hægt að kalla þetta erki- týpur, en ég geri allavega nokkurs konar úttekt á þessum týpum. Svo kemur þarna erlendur aðkomumað- ur sem er eiginlega í aðalhlutverki. Við sjáum svolítið þessa Íslendinga með hans augum.“ Þannig að þetta er ekkert í líkingu við Leg? „Þetta er eiginlega öfugt þannig séð, það er að segja að því leyti að þetta er ekki tæknibrelluleikrit eins og Leg var og þetta gerist í gamla daga en ekki í framtíðinni. Samt er kannski að einhverju leyti sami húmor í gangi en ég er líka að prófa Hugleikur Dags- son er myndasögu- höfundur. Hugleik- ur er leikskáld. Hugleikur er strætóauglýsinga- höfundur. Hugleik- ur er myndlistar- maður. Hugleikur er verðandi kvik- myndahandrits- höfundur. Hugleik- ur ætlar að gerast rappari á Menn- ingarnótt. Blaða- maður DV hitti þennan fjölhæfa pilt í vinnustofu hans í Skipholti á dögunum. myndlist Bjart hjá Bilson Eitt verkanna sem berja má augum í galleríi fold á morgun. Ætla alltaf að vera í myndasögunum DVmyndir Ásgeir Hugleikur Dagsson „Ég lifi á þessum bókum og leikritunum, en ég er ekki ennþá orðinn moldríkur. Ég held að það gerist hægt í þessum bókabisness.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.