Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 33
FÖSTUDAGUR 23. FebRúAR 2007DV Sport 33
Portsmouth spilar hér á heimavelli og sækir til sigurs.
Bolton menn-spila með Heiðar Helguson í framlínunni
og gefa langa bolta fram sem hann nikkar áfram á
Anelka. Honum verða eitthvað mislagðar fætur og
hann klikkar á tveimur dauðafærum. Portsmouth
skorar eitt mark í hvorum hálfleik áður en Heiðar
minnkar muninn með skallamarki.
Birmingham vill sýna áhangendum sínum að liðið
eigi heima í þessari deild og að góð frammistaða
gegn Chelsea var engin tilviljun. West Ham-menn
hafa ekki náð að stilla saman strengi sína þar sem
margir nýir leikmenn spila saman. Þetta verður
baráttuleikur þar sem heimamenn munu vinna 1-
0 með marki frá Mikel Forsell í fyrri hálfleik.
Birmingham stimplar sig inn í deildina með
þremur stigum. 1 á lengjunni.
Lawrie Sanchez, framkvæmdastjóra Fulham,
langar að sýna fram á að hann getur plumað sig í
ensku úrvalsdeildinni. Gareth Southgate líka.
Hvorugur hefur hins vegar það sem til þarf og
leikurinn endar 0-0 eftir slappan leik. Báðir
stjórarnir verða hins vegar fullir eldmóðs eftir leik
og segjast sáttir við stigið og tala um hæfni hvor
annars sem framkvæmdastjóra. Síðan fara þeir í
bíó saman og sjá Transformers. X á lengjunni.
Ívar Ingimarsson klippir boltann í þverslá og út á
þriðju mínútu. Það verður hins vegar það næsta
sem Reading-menn komast. Everton nær einum af
þessum eitt-núll sigrum sínum eftir horn. Mikel
Arteta finnur hausinn á Jolean Lescott sem
stangar hann inn af stuttu færi. Reading-menn
pressa í lokin með Brynjar Björn Gunnarsson sem
sinn besta mann. Allt kemur fyrir ekki. 2 á
Lengjunni
Tottenham hefur byrjað leiktíðina skelfilega svo
ekki sé sterkar að orði kveðið. Framherjarnir
rándýru halda áfram að skjóta púðurskotum og
Derby vinnur óvæntan en sanngjarnan sigur, 0-1.
Martin Jol sér sína sæng útbreidda og segir af sér
á sunnudeginum. Glenn Hoddle snýr aftur. 2 á
Lengjunni
Þá er komið að því, Wigan-Sunderland. Þetta er
einn af þessum leikjum sem ákvarða hvort liðið
verður í botnbaráttu á tímabilinu. Wigan-menn
vilja án vafa sækja til sigurs á heimavelli. Roy
Keane er hins vegar á öðru máli og fagnar... ekki
þegar hans menn komast yfir í upphafi seinni
hálfleiks. Allt bendir til þess að Sunderland-menn
vinni sinn fyrsta útisigur. Þá kemur til skjalanna
Paul Scharner og jafnar í lokin. 1-1 og X á
Newcastle byrjaði tímabilið vel. Martins verður
Villa-mönnnum erfiður, skorar eitt og leggur upp
annað. Það verður hins vegar ekki nóg gegn
sprækum mönnnum Martins O´Neill. Carew setur
eitt áður en Jacob Laursen bætir fyrir mistök sín
gegn Liverpool og jafnar með skalla. 2-2 og X á
Lengjunni.
Sven Göran Eriksson kemur með nýjar áherslur
inn í lið City sem veitir Manchester United harða
keppni í þessum leik. Rooney-lausir United-menn
verða óvenju bitlausir fram á við framan af.
Carlos Tevéz kemur inn í hálfleik og leggur upp
tvö. Elano skorar fyrir Manchester City sem er
nálægt því að jafna í lokin. United heldur þetta út
og sigrar naumlega. Ferguson fær sér bjór með
Roy Keane eftir leik. 2 á Lengjunni.
Blackburn er lið sem aldrei er hægt að bóka sigur
á móti. Því finna Arsenal-menn fyrir og tapa
sínum fyrsta leik á tímabilinu, 2-1. Alexander Hleb
verður besti leikmaður Arsenal-liðsins og skorar.
Það dugir hins vegar ekki og Roque Santa Cruz
skorar eitt mark. Arsene Wenger verður æfur eftir
leikinn og tilkynnir að hann hyggist hætta með
liðið eftir tímabilið. 1 á Lengjunni
Fyrsti stórleikur tímabilsins fer fram á Anfield
Road. Hann verður hins vegar lítið fyrir augað.
Hart barist en lítið um færi. Steven Gerrard verður
næst því að skora í leiknum með þrumuskoti.
Chelsea-menn fara sáttir með stig í leik sem endar
0-0. X á Lengjunni.
Síðustu fimm viðureignir
Bolton 3-2 Portsmouth
Portsmouth 0-1 Bolton
Portsmouth 1-1 Bolton
Bolton 1-0 Portsmouth
Portsmouth 1-1 Bolton
1. everton 2 2 0 0 5:2 6
2. Man.City 2 2 0 0 3:0 6
3. Chelsea 2 2 0 0 5:3 6
4. Sunderland 2 1 1 0 3:2 4
5. Newcastle 1 1 0 0 3:1 3
6. Arsenal 1 1 0 0 2:1 3
7. Liverpool 1 1 0 0 2:1 3
8. blackburn 1 1 0 0 2:1 3
9. Wigan 2 1 0 1 2:2 3
10. Fulham 2 1 0 1 3:3 3
11. Portsmouth 2 0 2 0 3:3 2
12. Man.Utd. 2 0 2 0 1:1 2
13. birmingham 2 0 1 1 4:5 1
14. Derby 2 0 1 1 2:3 1
15. Reading 2 0 1 1 1:2 1
16. Aston Villa 1 0 0 1 1:2 0
17. Middlesbro 2 0 0 2 1:3 0
18. West Ham 1 0 0 1 0:2 0
19. bolton 2 0 0 2 2:5 0
20. Tottenham 2 0 0 2 1:4 0
England – úrvalsdeild
1. Coventry 1 1 0 0 4:1 3
2. C.Palace 1 1 0 0 4:1 3
3. Ipswich 1 1 0 0 4:1 3
4. Plymouth 1 1 0 0 3:2 3
5. Watford 1 1 0 0 2:1 3
6. burnley 1 1 0 0 2:1 3
7. Stoke 1 1 0 0 1:0 3
8. blackpool 1 1 0 0 1:0 3
9. Q.P.R. 1 0 1 0 2:2 1
10. Sheff.Utd. 1 0 1 0 2:2 1
11. bristol C. 1 0 1 0 2:2 1
12. Colchester 1 0 1 0 2:2 1
13. Charlton 1 0 1 0 1:1 1
14. Scunthorpe 1 0 1 0 1:1 1
15. Norwich 1 0 1 0 0:0 1
16. Preston 1 0 1 0 0:0 1
17. Hull 1 0 0 1 2:3 0
18. W.b.A. 1 0 0 1 1:2 0
19. Wolves 1 0 0 1 1:2 0
20. Leicester 1 0 0 1 0:1 0
21. Cardiff 1 0 0 1 0:1 0
22. Sheff.Wed. 1 0 0 1 1:4 0
23. Southampton 1 0 0 1 1:4 0
24. barnsley 1 0 0 1 1:4 0
Enska 1. deildin
1 Luton 1 1 0 0 2:1 3
2 Oldham 1 1 0 0 2:1 3
3 Orient 1 1 0 0 2:1 3
4 Crewe 1 1 0 0 2:1 3
5 Huddersfield 1 1 0 0 1:0 3
6 Cheltenham 1 1 0 0 1:0 3
7 Port Vale 1 0 1 0 1:1 1
8 Swindon 1 0 1 0 1:1 1
9 Walsall 1 0 1 0 1:1 1
10 Carlisle 1 0 1 0 1:1 1
11 bristol R. 1 0 1 0 1:1 1
12 Northampton 1 0 1 0 1:1 1
13 Millwall 1 0 1 0 0:0 1
14 Nott.Forest 1 0 1 0 0:0 1
15 bournemouth 1 0 1 0 0:0 1
16 Doncaster 1 0 1 0 0:0 1
17 brighton 1 0 0 1 1:2 0
18 Swansea 1 0 0 1 1:2 0
19 Southend 1 0 0 1 1:2 0
20 Tranmere 1 0 0 1 1:2 0
21 Hartlepool 1 0 0 1 1:2 0
22 Gillingham 1 0 0 1 0:1 0
23 Yeovil 1 0 0 1 0:1 0
24 Leeds 1 1 0 0 2:1 -12
Enska 2. deildin
1 bayern M. 1 1 0 0 3:0 3
2 bielefeld 1 1 0 0 3:1 3
3 Duisburg 1 1 0 0 3:1 3
4 Karlsruhe 1 1 0 0 2:0 3
5 Hamburger 1 1 0 0 1:0 3
6 Frankfurt 1 1 0 0 1:0 3
7 W.bremen 1 0 1 0 2:2 1
8 Stuttgart 1 0 1 0 2:2 1
9 Schalke 1 0 1 0 2:2 1
10 bochum 1 0 1 0 2:2 1
11 Leverkusen 1 0 1 0 0:0 1
12 e.Cottbus 1 0 1 0 0:0 1
13 Hertha b. 1 0 0 1 0:1 0
14 Hannover 1 0 0 1 0:1 0
15 Dortmund 1 0 0 1 1:3 0
16 Wolfsburg 1 0 0 1 1:3 0
17 Nurnberg 1 0 0 1 0:2 0
18 H. Rostock 1 0 0 1 0:3 0
Þýska úrvalsdeildin
Heiðar Helguson
Baráttuhundur sem gefst
ekki upp fyrr en í fulla
hnefana. Verður forvitnilegt
að sjá baráttu Heiðars og
Hermanns Hreiðarssonar því
það er alltaf gaman að sjá
Íslendinga taka slag í ensku
deildinni.
Dean Ashton
Þarf að sanna sig í byrjun því
án Wayne Rooney er enska
landsliðið nánast orðið
framherjalaust. Hefur sýnt
góða takta en spurning
hvernig leikformið sé hjá
honum.
Stuart Downing
Eini alvöru vinstri útherji
Englands. Með góðar
fyrirgjafir og fín skot en hefur
vantað stöðugleika í sinn leik.
Á góðum degi er hann frábær
en getur dottið niður í
meðalmennskuna.
Marcus Hahnemann
Getur hann fylgt eftir
stórleiknum sem hann átti
gegn Manchester United? Lék
klárlega sinn besta leik á
ferlinum í síðustu viku þar sem
hann varði oft á tíðum
meistaralega. Ljóst þó að
Reading mun ekki spila með
ellefu í vörn eins og þá.
Darren Bent
Hefur skotið púðurskotum
það sem af er tímabili. Flestir
vita hvað Bent getur inni á
knattspyrnuvellinum en hann
þarf að hysja upp um sig
buxurnar ætli hann sér í enska
landsliðið.
Craig Gordon
Dýrasti markvörður
Bretlandseyja og því mikil
pressa á honum að gera
engin klaufamistök. Sterkur
maður á móti manni og
einnig snöggur niður. Hefur
átt í erfiðleikum með
fyrirgjafir en þó klárlega
alhliða markvörður.
Obafemi Martins
Hefur byrjað tímabilið með
stæl. Með Martins í formi eru
Newcastle allir vegir færir.
Kröftugur framherji, með
frábær skot. Villa-menn eru
með frekar seina miðverði og
því ætti Martins að njóta sín
vel í leiknum.
Carlos Tevez
Einn skemmtilegasti
framherjinn í
heimsfótboltanum í dag.
Loksins þegar hann skildi
hvernig enski fótboltinn
virkaði var hann óstöðvandi.
Var með betri mönnum
Manchester United gegn
Portsmouth.
Alexander Hleb
Tæknitröll frá Hvíta-Rússlandi.
Frábær á boltanum og naskur
að þefa uppi hlaup samherja
sinna. Getur skorað falleg
mörk en er meira í að leggja
þau upp. Góður alhliða
leikmaður sem passar vel inn í
Arsenal-liðið.
Steven Gerrard
Einn besti, ef ekki besti
miðjumaður í heimi. Frábær
alhliða leikmaður sem
einhvern veginn getur allt.
Skorað, lagt upp, varist og
jafnvel verið í marki. Eru alltaf
skemmtilegir leikirnir hans
gegn Chelsea sem hann
neitaði á sínum tíma. Spilar
tábrotinn.
Síðustu fimm viðureignir
West Ham 3-0 Birmingham
Birmingham 1-2 West Ham
Birmingham 2-2 West Ham
West Ham 1-2 Birmingham
Birmingham 2-3 West Ham
Síðustu fimm viðureignir
Middlesbrough 3-1 Fulham
Fulham 2-1 Middlesbrough
Fulham 1-0 Middlesbrough
Middlesbrough 3-2 Fulham
Middlesbrough 1-1 Fulham
Síðustu fimm viðureignir
Everton 1-1 Reading
Reading 0-2 Everton
Everton 1-0 Reading
Everton 3-2 Reading
Reading 0-2 Everton
Síðustu fimm viðureignir
Derby 1-0 Tottenham
Tottenham 3-1 Derby
Derby 2-1 Tottenham
Tottenham 3-1 Derby
Tottenham 1-1 Derby
Síðustu fimm viðureignir
Sunderland 0-1 Wigan
Wigan 1-0 Sunderland
Wigan 0-1 Sunderland
Sunderland 1-1 Wigan
Wigan 0-0 Sunderland
Síðustu fimm viðureignir
Newcastle 3-1 Aston Villa
Aston Villa 2-0 Newcastle
Aston Villa 1-2 Newcastle
Newcastle 1-1 Aston Villa
Newcastle 0-3 Aston Villa
Síðustu fimm viðureignir
Man. City 0-1 Man.Utd
Man.Utd 3-1 Man. City
Man. City 3-1 Man.Utd
Man.Utd 1-1 Man. City
Man. City 0-2 Man.Utd
Síðustu fimm viðureignir
Blackburn 1-0 Arsenal
Arsenal 0-0 Blackburn
Blackburn 0-2 Arsenal
Arsenal 6-2 Blackburn
Blackburn 1-0 Arsenal
Síðustu fimm viðureignir
Liverpool 1-0 Chelsea
Chelsea 1-0 Liverpool
Liverpool 2-0 Chelsea
Chelsea 1-0 Liverpool
Liverpool 2-1 Chelsea
SÍÐUSTU LEIKIR SPÁ DV STAÐANFYLGSTU MEÐ ÞESSUM