Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 35
DV Sport föstudagur 17. ágúst 2007 35 Ísland hefur gefið mér allt Kekic kláraði tímabilið 2006 með Þróttur- um. Þrótti mistókst að komast upp í Lands- bankadeildina og í febrúar á þessu ári ósk- uðu Víkingar eftir þjónustu hans og Þróttur og Víkingur komust að samkomulagi. Kekic lætur vel af veru sinni hjá Víkingum og segir Magnús Gylfason vera góðan og skipulagðan þjálfara. „Maggi veit hvað hann er að gera og hann sá pláss fyrir mig í liðinu. Það var allt hundrað prósent frá fyrsta degi. Það er mikill agi inn- an vallar og mikill agi utan vallar. Við erum kannski ekki að standa okkur vel í deildinni en samt held ég að við séum mun betri en staðan segir,“ segir Kekic sem hefur skorað sjö mörk í ellefu leikjum. Kekic verður 38 ára í nóvember. Samning- ur hans rennur út eftir tímabilið og hann segir óljóst hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort hann verður hér á landi eða fer aftur til Serbíu. „Kannski spila ég eitt ár í við- bót, kannski breyti ég eitthvað til. Það væri best fyrir mig að vera áfram hér. Kannski fer ég að þjálfa lið eða hætti þessu alveg og byrja að vinna. Ég er ekki mikið að spá í það. Ísland hefur gefið mér allt og ég vil ekki breyta núna. Það er erfitt að fara til Ser- bíu núna,“ segir Kekic sem er bú- inn með UEFA- B próf í knatt- spyrnu- þjálfun og stefnir á að klára UEFA-A. „Það er erfitt fyr- ir mig að svara því hvað ég ætla að gera. Ég hef enn gaman af því að æfa og spila. Frá því að ég var 27 ára hef ég alltaf farið á æf- ingu klukk- an hálf sex. Hvað á ég að gera klukkan hálf sex ef ég hætti? Það væri mjög erfitt fyrir mig að hætta í fótbolta,“ segir Kekic. Reykir tvo pakka á dag Þrátt fyrir að vera að spila vel á þess- um aldri seg- ir Kekic að ald- urinn sé farinn að segja til sín. „Það er erfitt að vakna og byrja að labba daginn eftir leik. Ég er þreyttur. Ég klára stundum heila æfingu, einn og hálfan tíma. Stundum bara klukkutíma. Ég bið aldrei um neinn afslátt af því að ég er 37 ára gamall. Maður verður að finna hvað er rétt. Maggi skilur þetta mjög vel og það er einfalt fyrir mig að biðja um að fá að skokka eða hætta á æfingu eftir klukkutíma ef ég er þreyttur. Ekkert mál. Ef ég meiðist smávægilega, þá er ég lengur að ná mér. Áður fyrr tók það einn til tvo daga, nú tekur það fimm sex daga að lagast. Ég þarf því að passa mig á því hvað ég æfi, hvað ég borða og hvenær ég fer að sofa. Þetta er ekki einfalt,“ segir Kekic og bætir við að hann hafi sloppið tiltölulega vel við meiðsli. Kekic reykir tvo pakka af sígarettum á dag. Hann byrjaði að reykja þegar hann var kall- aður í júgóslavneska herinn árið 1987. „Ég byrjaði að reykja sautján ára. Þetta er ekki gott fyrir lungun. Allir vinir mínir reyktu og þeg- ar ég var kallaður í herinn hugsaði ég með mér að ég myndi ekki spila fótbolta í eitt ár og kannski væri þetta allt í lagi. Ég reykti eina síg- arettu, aðra næsta dag og svo keypti ég pakka og byrjaði að reykja. Ég þarf aldrei að hætta á æfingum af því að ég reyki. Ég er aldrei síðastur. Ég spila leik í níutíu mínútur og ég finn fyrir þessu núna. Ég er 37 ára og reyki mikið. En ef það kemur 15-16 ára krakki til mín í dag, þá segi ég hon- um að hugsa ekki einu sinni um að byrja að reykja. Ég hef aldrei notað neitt „overdrive“ fyrir leik. Mér finnst mjög gaman þegar fólk segir: „Keli, þú ert 37 ára gamall og ert að spila vel,“ þá segi ég: „Prófaðu bara Marlboro,““ segir Kekic og hlær. Kekic gegndi herþjónustu frá september 1987 til septemb- er 1988. Þá var herskylda í gömlu Júgóslavíu og Kekic fór ásamt bróð- ur sínum. Þá ríkti friður í Júgóslavíu og þeir bræður lentu því ekki í neinum átökum. Kek- ic segist hafa lært mikinn aga í hernum. „Við vorum hermenn, vöknuðum klukkan fimm og gerðum það sem við þurftum að gera. Þú þurftir að fara á réttum tíma að sofa og gera það sem þér var sagt. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið einfalt. Ég bjó hjá mömmu og pabba. Þar gat ég farið að sofa hvenær sem er og farið á fætur hvenær sem er, farið að skemmta mér eða spila fótbolta og á tveimur dögum breyttist allt,“ segir Kekic. Af hverju Valdimar? Kekic fluttist til landsins ásamt fyrrverandi konu sinni. Þau skildu í mars í fyrra og saman eiga þau tvær dætur, tíu og fimm ára gamlar. Kekic fékk íslenskt ríkisfang árið 2004 og hef- ur því verið gjaldgengur í íslenska landsliðið í fótbolta undanfarin þrjú ár. Hann segir að fyrst eftir að hafa fengið íslenskt ríkisfang hafi hann gælt við þá hugsun að spila fyrir Ísland. „Ég hugsaði aldrei að það yrði að vera pláss fyrir mig af því nú væri ég Íslendingur. Það eina sem ég hugsaði um að gera var að æfa vel og spila vel. Þjálfarinn segir svo til um hvort ég sé nógu góður. Ég ætla ekki að ljúga en ég hugsaði stund- um um að kannski væri þjálfarinn að fara að hringja í mig. Ég spilaði vel og það gekk vel. Kannski væri einhver æfingaleikur eða eitt- hvað slíkt þar sem ég fengi að sýna mig. Ég var alveg tilbúinn að spila í vörn, á miðju eða frammi. Þetta gerðist ekki og svona er það í fótbolta. Þjálfarinn ræður,“ segir Kekic. Allir þeir sem fá íslenskt ríkisfang þurfa að velja sér íslenskt nafn. Kekic valdi nafnið Valdimar og það er ástæða fyrir því. „Ég kom í júlí 1996 og ég var mjög þreyttur. Ég lenti á Ís- landi klukkan tíu (að kvöldi) og það var enn- þá sól. Og þegar ég kom var kona fyrir aftan mig sem kallaði: Valdimar! og þetta var fyrsta nafnið sem ég heyrði. Ég var þarna með vini mínum og ég hugsaði að ef ég fengi íslenskt vegabréf og þyrfti að velja mér nafn, þá yrði það Valdimar. Mér finnst það líka passa vel. Sinisa Valdimar Kekic,“ segir hinn geðþekki Kekic að lokum. Ísland hefur gefið mér allt „Við æfðum mjög mikið en það voru ekki erfið hlaup. Við vorum að spila fótbolta, leika okkur og hann spilaði með. Það voru skotæfingar í einn og hálfan tíma. Ég sagði í janúar að ef við héldum áfram að æfa svona, þá væri það ekki gott fyrir Grindavík.“ Hefur marga fjöruna sopið Kekic gegndi meðal annars herskyldu í serbíu á sínum yngri árum. dV mynd stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.