Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 39
DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 39
HVAÐA LAG VILDIR
ÞÚ HAFA SAMIÐ?
DV spurði fimm valinkunna tónlistarmenn og
lagahöfunda að því hvaða lag þeir vildu helst hafa
samið ef þeir mættu velja hvaða lag sem er. Meiri-
hluti þessara listamanna sagði spurningunni
vandsvarað, einkum vegna þess hve mörg góð lög
hefðu verið samin og gefin út í gegnum aldirnar.
Ekkert virtist fólk hafa á móti því að hafa samið
góðan slagara sem haldið hefur vinsældum árum
saman. Ragnhildur Gísladóttir benti einmitt á það
að sennilega væri einfaldleikinn erfiðastur við-
fangs þegar kæmi að lagasmíðum.
Valgeir Guðjónsson
TÓNLIST SEM BYRJAR Á B
„Þetta er stór spurning. Sennilega væri
best að þarna færu saman listrænn metnað-
ur og stórbætt afkoma,“ segir Valgeir Guð-
jónsson tónlistarmaður. Hann bendir á að
mikið af góðri tónlist á sjöunda áratugnum
hafi átt það sameiginlegt að nöfn höfunda og
flytjenda byrjuðu á bókstafnum b. Þessi tón-
list hafi haft mikil áhrif á hann. Það sama má
segja um eldri meistara og verk þeirra, Bach
og Beethoven til að mynda.
„Þarna er ég að tala um The Beach Boys,
Bítlana, Bob Dylan, Bowie og svona mætti
lengi telja. Ég myndi til dæmis ekki slá hend-
inni á móti því að hafa samið lagið Good
Vibrations með Beach Boys eða Life on Mars
með Bowie” segir Valgeir. „Nú eða Blackbird
Bítlanna.“
Hann getur þess einnig að hann myndi
ekki skammast sín sérlega ef hann hefði
samið H-moll messuna eftir Bach. „Þarna
er eitt b í viðbót því h heitir raunar b í
hljómfræðinni en b heitir bes. Sá sem
efast um þetta er stundum sagður vera
haldinn svokölluðum bes-efa. Þetta val
mitt er engin b-músík, hún er öll í hæsta
gæðaflokki.“
Einar
Tönsberg
ANOTHER
BETTER FRIEND MEÐ
HEFNER
„Ég vildi gjarnan hafa samið lag-
ið Another better friend sem breska
hljómsveitin Hefner samdi og flutti
fyrir nokkrum árum,“ segir Einar
Tönsberg, lagahöfundur og tónlist-
armaður. Einar hefur gefið út tónlist
undir listamannsnafninu Eberg.
Einar segir þetta lag vera einstakt
fyrir margra hluta sakir. „Ef ég hefði
samið þetta lag sjálfur væri ég að
minnsta kosti jafnblankur í dag og ef
ég hefði ekki samið það,“ segir Einar.
Í laginu er fjallað um mann sem
hefur það vægast sagt slæmt og hef-
ur gengið í gegnum miklar hremm-
ingar, einkum í ástalífinu. „Þetta lag
nær að vera einstaklega aumkunar-
vert á fallegan og skondinn hátt. Það
á líka þann samhljóm með lífi mínu
að þegar ég held að eitthvað hafi farið
úrskeiðis er nóg fyrir mig að hlusta á
þetta lag og þá átta ég mig á
því að hlutirnir gætu
verið verri.“
Sigríður Beinteinsdóttir
VILL KRAFTMIKIL
LÖG
„Ég vildi hafa samið tvö lög, það
eru Bridge Over Troubled Water og
Yesterday,“ segir söngdívan Sigríður
Beinteinsdóttir hiklaust og vill meina
að þessi tvö lög séu einhver bestu lög
sem samin hafa verið. Lögin eru ann-
ars vegar eftir tónlistarmennina Sim-
on & Garfunkel og svo eiga Bítlarnir
Yesterday. Sigga segir bæði lögin hafa
haft mikil áhrif á hana sem söng-
konu en sjálf söng hún Yesterday í
íslenskri þýðingu Ómars Ragnars-
sonar og setti það á plötu sína.
„Melódían og textinn eiga svo
vel við í þessum lögum,“ segir Sigga
og áréttar að það skipti miklu máli
hvernig þau eru sungin. Hún segir
Yesterday vera kraftmikið og fjöl-
breytt lag sem skemmtilegt er að
syngja. Það þurfi mikil og sterk
raddbönd til þess að koma því frá
sér auk tilfinninga. Því sé slíkt ekki
á færi hvaða söngvara sem er.
„Þetta er ekki lag sem verður
spilað á kassagítar í Þórsmörk,“
segir Sigga og bætir við að henni
þyki skemmtilegra að syngja lög
sem krefjast mikils af henni sem
söngkonu.
„Þegar ég var lít-
ill langaði mig alltaf
til þess að hafa samið
lagið Take My Breath
Away,“ segir Ragnar
Kjartansson, söngvari
Trabants, en lagið varð
vinsælt í kvikmyndinni Top
Gun á níunda áratugnum.
Lagið var í miklu uppáhaldi hjá
Ragnari á þessum tíma og segir
hann það hafa verið fyrsta góða lagið
sem hann vildi semja.
„Það er einhver himnesk stemning í
laginu,“ segir hann en lagið er þekkt fyr-
ir djúpu bassalínuna. Að sögn Ragn-
ars hafði kvikmyndin engin áhrif á dá-
læti hans á laginu en í henni má sjá Tom
Crusie á mótorhjólinu sínu keyra inn í
sólsetrið ásamt aðalleikkonunni.
„Ég man reyndar eftir því að hafa logið
að mömmu að ég hefði samið lagið,“ segir
Ragnar hlæjandi en það var hljómsveitin
Berlin sem samdi það upprunalega.
Aðspurður hvort mamma hans hefði
trúað því segir hann hana sennilega ekki
hafa áttað sig á því þar sem hann raul-
aði lagið heldur illa fyrir hana: „Kannski
þóttist hún bara trúa mér,“ segir hann um
saklausan lagastuldinn á æskuárunum.
Ragnar segir lagið hafa haft nokk-
ur áhrif á sig sem lagasmið og bendir á
að lagið Arms á plötu Trabants sé furðu
líkt slagaranum góða. Hann segir það
kannski hafa orðið til vegna ómeðvitaðr-
ar togstreitu við lagið.
„Ég held allavega að ég hafi gert þetta
óvart,“ segir hann hlæjandi að lokum.
Ragnar Kjartansson
SAGÐIST HAFA SAMIÐ SLAGARA
Ragnhildur Gísladóttir
SVARTFUGL MEÐ BÍTLUM
„Ég náttúrulega næstum þ
ví dó þegar ég heyrði Sgt. P
eppers Lonely Hearts Club
Band með Bítlunum. Ég
hefði alveg viljað vera einh
vers staðar í grenndinni þ
egar sú plata var gerð,“ seg
ir Ragnhildur Gísladóttir t
ón-
listarkona. Hún leggur nú
stund á tónsmíðanám í Li
staháskóla Íslands.
„Ef ég ætti að velja eitthver
t eitt lag með Bítlunum yrð
i hins vegar Blackbird áre
iðanlega fyrir valinu. Síð-
an finnst mér lagið Karma
Coma með Massive Attack
alveg ofboðslega flott lag,“
segir Ragnhildur.
Hún bendir á að enda þótt
margir hafi samið góð lög
, séu þeir listamenn til sem
standa upp úr með svo
afgerandi hætti að varla sé
hægt að gera upp á milli l
aga þeirra. „Þarna er ég að
tala um listamenn eins og
Prince og The Doors. Þarn
a eru eiginlega listamenni
rnir sjálft listaverkið. Frá þ
essu fólki hefur komið tón
list
sem maður kunni kannsk
i ekki að meta í fyrstu en s
vo kom annað á daginn.“