Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 41
Starfsferill
Sigurður fæddist í Stykkishólmi
25.4. 1956 en flutti fjögurra ára til
Reykjavíkur. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1977, stundaði nám í
lögfræði og viðskiptafræði við HÍ
1977-80, lauk prófi í markaðsfræði
frá Noregs Markedshögskole 1987 og
hefur lokið fjölda námskeiða á veg-
um Endurmenntunarstofnunar Há-
skóla Íslands.
Sigurður var blaðamaður á Vísi
1978-79 og hjá Frjálsri verslun 1978-
80, stofnandi, ritstjóri og útgefandi
tímaritsins Áfangar 1980-84, mark-
aðs- og sölustjóri hjá Fínull hf 1987-
89, starfaði sjálfstætt við bókhald,
skattamál og markaðsmál 1989-98,
var framkvæmdastjóri Jöklaferða á
Höfn í Hornafirði 1998-2001, var at-
vinnuráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfé-
lagi Norðurlands vestra 2001-2003,
aðalbókari hjá Reykjalundi – plast-
iðnaði ehf 2004, fararstjóri á Kan-
aríeyjum og á Krít 2004-2005, verk-
efnastjóri hjá Rauða krossi Íslands
og vann að kynningarmálum hjá
GSP Almannatengslum 2006 og er
nú ráðgjafi hjá Íslenskum almanna-
tengslum.
Sigurður er höfundur eftirfarandi
rita: Gönguleiðir á Suðvesturlandi,
handrit; Gönguleiðir á Goðalandi
og Þórsmörk, handrit; ,,Hvítt um-
slag‘‘, önnur verðlaun í smásagna-
samkeppni 2004; Gönguleiðir á
höfuðborgarsvæðinu, útg. af Skipu-
lagsstofu höfuðborgarsvæðisins
1986; Fjallaferðir, handbók fyrir ís-
lenska ferðalanga, útg. af Áföngum
1984.
Sigurður sinnti þáttagerð um
ferðamál og neytendamál fyrir rík-
isútvarpið 1980-83 og framleiddi,
ásamt Guðbergi Davíðssyni, fjór-
tán sjónvarpsþætti um mannlíf og
ferðalög sem voru sýndir í Sjónvarp-
inu 1995-96. Hann var handhafi fjöl-
miðlabikars Ferðamálaráðs Íslands
1983.
Sigurður sat í umhverfismálaráði
Reykjavíkurborgar 1982-86, í stjórn
Reykjanesfólkvangs 1983-86, var rit-
stjóri Neytendablaðsins 1984-86,
formaður Neytendafélags Reykja-
víkur og nágrennis 1984-86, sinnti
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ferða-
félagið Útivist 1987-98 og sat í stjórn
Ferðamálafélags Austur-Húnavatns-
sýslu 2001-2002.
Fjölskylda
Börn Sigurðar eru Heiðrún Sjöfn,
f. 17.12. 1981, nemi í Noregi; Grétar
Sigfinnur, f. 9.10. 1982, starfsmaður
Kaupþings og knattspyrnumaður í
Reykjavík; Bjarki Rúnar, f. 19.9. 1990,
nemi í Reykjavík.
Systkini Sigurðar: Sigfinnur, f.
16.2. 1937, d. 20.12. 2003, hagfræð-
ingur í Reykjavík; Lovísa, f. 2.6. 1938,
kennari í Reykjavík; Magnús, f. 18.12.
1939, skipstjóri í Reykjavík; Ingi-
björg, f. 13.3. 1940, d. 19.12. 2004,
þingmaður Riksdagen í Svíþjóð;
Þuríður, f. 13.10. 1941, d. 19.1. 2005,
fóstra í Reykjavík; Skúli, f. 12.12.
1943, d. 28.10. 1996, lögfræðingur í
Reykjavík; Soffía, f. 5.4. 1946, ritari í
Reykjavík; Ágúst, f. 19.9. 1947, versl-
unarmaður í Reykjavík.
Foreldrar Sigurðar: Sigurður
Skúlason, f. 5.11. 1905, d. 14.1. 1972,
skipstjóri og síðast skrifstofumaður
í Reykjavík, og k.h., Soffía Sigfinns-
dóttir, f. 30.5. 1917, d. 11.3. 1998, hús-
móðir í Reykjavík.
Ætt
Sigurður skipstjóri var son-
ur Skúla, skipstjóra í Stykkishólmi,
bróður Guðmundar í Krossanesi, afa
Heimis Þorleifssonar sagnfræðings,
föður Kristrúnar lögmanns. Systir
Skúla var Ragnheiður, langamma Jó-
hanns Hjálmarssonar skálds. Önn-
ur systir Skúla var Ingveldur, amma
Bergsveins Ólafssonar augnlæknis.
Skúli var sonur Skúla, formanns á
Hellissandi, frá Fagurey Jónssonar.
Móðir Sigurðar skipstjóra var Guð-
rún Jónsdóttir.
Soffía er dóttir Sigfinns, b. á
Hofakri Sigtryggssonar, b. á Sól-
heimum í Laxárdal, bróður Ingi-
gerðar, móður Eyjólfs Jónassonar í
Sólheimum sem varð hundrað ára
1989. Sigtryggur var sonur Sigtryggs,
b. í Sólheimum Finnssonar, b. þar,
bróður Guðmundar, langafa Guð-
laugar, ömmu Snorra Hjartarsonar
skálds og Torfa sáttasemjara Hjart-
arsonar, föður Hjartar hæstaréttar-
dómara og Ragnheiðar, fyrrv. rektors
MR. Finnur var sonur Torfa, smiðs
á Ketilsstöðum Þorleifssonar. Móð-
ir Sigtryggs Finnssonar var Guðrún
Jónsdóttir á Kjörseyri Magnússonar.
Móðir Sigfinns var Steinunn Jónas-
dóttir Jónssonar.
Móðir Soffíu var Þuríður Magn-
úsdóttir, búfræðings í Knarrarhöfn
og á Staðarfelli, bróður Friðborgar,
ömmu Teits Jónassonar hópferða-
forstjóra. Magnús var sonur Friðriks,
b. á Skerðingsstöðum Nikulásson-
ar, og Bjargar Grímsdóttur, b. á Kjar-
laksstöðum Guðmundssonar. Móð-
ir Bjargar var Ingibjörg Ormsdóttir,
ættföður Ormsættar Sigurðssonar.
Móðir Þuríðar var Soffía Gestsdótt-
ir, b. á Skerðingsstöðum Steinssonar,
og Þuríðar Vigfúsdóttur, b. og smiðs
í Fagradalstungu Ormssonar, ættföð-
ur Ormsættar Sigurðssonar.
DV Ættfræði föstudagur 17. ágúst 2007 41
MAÐUR VIKUNNAR
Sigurður
Sigurðarson
Ráðgjafi og ferðalangur
Sigurður Sigurðarson,
ráðgjafi, ólæknandi
áhugamaður um ferða-
lög, útvist og náttúru-
vernd, og rithöfundur og
dagskrárgerðarmaður
um þau málefni, vakti at-
hygli á því í DV á þriðju-
dag að göngufólk getur
einnig skaðað náttúruna
og er þegar farið að gera
það í umtalsverðum mæli
á vinsælustu gönguleið-
um landsins, svo sem á
Laugaveginum, Fimm-
vörðuhálsi og í Þverfelli í
Esjunni.
Huga þarf að varanlegri
göngustígum á þessum
slóðum svo vatnselg-
ur og gróðurrof í kjölfar
átroðnings valdi ekki var-
anlegum náttúruspjöllum
á þessum vinsælu stöð-
um. Tímabær áminning
hjá Sigurði.
Þorsteinn Svörfuður Stefánsson
fyrrv. yfirlæknir
Þorsteinn fæddist
að Grund í Svarfaðar-
dal. Hann lauk emb-
ættisprófi í læknisfræði
við HÍ 1966, lauk sér-
fræðinámi í svæfinga-
læknisfræði í Svíþjóð
1973, lauk doktorsprófi
í svæfingalæknisfræði
við Gautaborgarháskóla
1981 og kennaraprófi í
sömu grein 1983,
Þorsteinn starfaði
við Sahlgrenska-sjúkra-
húsið í Gautaborg 1968-
69 og 1971-77, við Ren-
strömska-sjúkrahúsið
þar 1969, við Barnasjúkrahúsið í
Gautaborg 1970-71, var sérfræð-
ingur á svæfinga- og gjörgæslu-
deild Landspítalans frá 1974,
veitti svæfinga- og gjörgæslu-
deild Landspítalans forstöðu frá
1985 og var formlegur yfirlæknir
þar frá 1990-2006.
Þorsteinn var dósent í svæf-
ingalæknisfræði og forstöðu-
maður greinarinnar við HÍ frá
1981, formaður Svæfingalækna-
félags Íslands, forseti
Norræna Svæfinga-
læknafélagsins, formað-
ur lyfjanefndar lækna-
ráðs Landspítalans, sat
í vísindanefnd lækna-
deildar HÍ og í stjórn Líf
og læknisfræðideildar
Vísindaráðs ríkisins.
Eiginkona Þor-
steins er Jónína Magna
Snorradóttir, f. 14.8.
1960, hjúkrunarfræð-
ingur.
Börn Þorsteins eru
Sólveig, f. 25.4. 1962,
frumulíffræðingur og
kennari við háskólann í Lissa-
bon; Árni, f. 30.10. 1965, fram-
reiðslumeistari í Hafnarfirði;
Heimir, f. 20.6. 1970, endur-
skoðandi í Reykjavík.
Foreldrar Þorsteins voru
Stefán Björnsson, f. 9.7. 1908,
d. 7.6. 1991, bóndi á Grund og
síðar verkstjóri á Dalvík, og k.h.,
Dagbjört Ásgrímsdóttir, f. 8.3.
1906, d. 31.5. 1995, húsfreyja og
kennari.
Bjarni fæddist á
Húsavík og ólst þar
upp. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA 1978
og prófi í viðskipta-
fræði frá HÍ 1983.
Bjarni var fulltrúi
hjá Fjórðungssam-
bandi Norðlendinga
1983-84, fjármálastjóri
hjá Haga hf. á Akureyri
1984-85, sinnti sérverk-
efnum fyrir KEA 1985-
86, var sjónvarpsstjóri
Eyfirska sjónvarpsfé-
lagsins 1986-92, frétta-
og dagskrárgerðarmaður á Stöð
2 og Bylgjunni 1990-96, fram-
kvæmdastjóri Útvegsmanna-
félags Norðurlands 1996-2000,
skrifstofustjóri Lífeyrissjóðs
Norðurlands 2000-2005 og hef-
ur verið fjárfestingastjóri KEA
frá 2006.
Bjarni æfði og keppti í knatt-
spyrnu með Völsungi á Húsa-
vík, meistaraflokki Þórs á Akur-
eyri og meistaraflokki Víkings.
Út hafa komið geisladiskar með
lögum eftir Bjarna,
Með á nótunum, 1997,
og Á jörðu, 2004.
Sambýliskona
Bjarna er Margrét
Þóroddsdóttir, f. 15.1.
1964, aðalbókari Líf-
eyrissjóðs Norður-
lands.
Börn Bjarna og
fyrrv. konu hans, Lauf-
eyjar Sigurlaugar Sig-
urðardóttur, f. 26.11.
1958, eru Atli Hafþórs-
son, f. 24.4. 1978, nemi
við HA; Anna Haf-
þórsdóttir, f. 25.1. 1988, nemi
við MA.
Stjúpsonur Bjarna er Kon-
ráð Þórhallsson, f. 15.11. 1991,
nemi við MA.
Foreldrar Bjarna voru Helgi
Bjarnason, f. 9.10. 1925, d. 28.7.
1999, sjómaður, útgerðarmað-
ur og formaður Verkalýðsfé-
lags Húsavíkur, og Jónína Að-
alsteinsdóttir,f. 15.8. 1924, d.
26.4. 2007, húsmóðir og bæjar-
fulltrúi.
Úlfar fæddist í Hafn-
arfirði og ólst þar upp.
Hann stundaði nám í
matreiðslu í Leikhús-
kjallaranum og á Hót-
el Holti og útskrifaðist
sem matreiðslumeistari
1967.
Úlfar starfaði á Hótel
Loftleiðum og í flugeld-
húsi Flugleiða á Kefla-
víkurflugvelli til 1978, á
veitingastaðnum Laug-
arási 1978-81, stofnaði
þá, ásamt Sigurði Sum-
arliðasyni og Tómasi
Tómassyni, veitinga-
staðinn Pottinn og pönnuna en
þeir ráku staðinn saman til 1985.
Síðar stofnaði Úlfar veitingastað-
inn Sprengisand og Úlfar og ljón,
en starfrækir nú veitingastaðinn
Þrjá frakka sem hann hefur rekið
um langt árabil.
Úlfar sat í stjórn Félags mat-
reiðslumeistara og var
varaformaður þess um
skeið, var formaður
Lionsklúbbsins Njarðar
1995-96, er áhugamað-
ur um bridds, akstursí-
þróttir og sjóstangaveiði
og hefur verið virk-
ur þátttakandi í þeim
íþróttagreinum.
Börn Úlfars eru Stef-
án Úlfarsson, f. 20.7.
1967, matreiðslumeist-
ari á Þremur frökkum;
Guðný Hrönn Úlfars-
dóttir, f. 8.4. 1972, snyrti-
fræðingur og starfar við
Þrjá frakka.
Foreldrar Úlfars: Eysteinn Ó.
Einarsson, f. 18.5. 1923, bókbind-
ari, og Þórunn Björnsdóttir, f. 1.9.
1924, d. í júlí 1972, hárgreiðslu-
kona.
Úlfar verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Úlfar Eysteinsson
matreiðslumeistari á Þremur frökkum
Bjarni Hafþór Helgason
fjárfestingastjóri hjá KEA
70
ára á
miðvikudag
50
ára á
miðvikudag
60
ára á
fimmtudag