Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill Sigurður fæddist í Stykkishólmi 25.4. 1956 en flutti fjögurra ára til Reykjavíkur. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1977, stundaði nám í lögfræði og viðskiptafræði við HÍ 1977-80, lauk prófi í markaðsfræði frá Noregs Markedshögskole 1987 og hefur lokið fjölda námskeiða á veg- um Endurmenntunarstofnunar Há- skóla Íslands. Sigurður var blaðamaður á Vísi 1978-79 og hjá Frjálsri verslun 1978- 80, stofnandi, ritstjóri og útgefandi tímaritsins Áfangar 1980-84, mark- aðs- og sölustjóri hjá Fínull hf 1987- 89, starfaði sjálfstætt við bókhald, skattamál og markaðsmál 1989-98, var framkvæmdastjóri Jöklaferða á Höfn í Hornafirði 1998-2001, var at- vinnuráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfé- lagi Norðurlands vestra 2001-2003, aðalbókari hjá Reykjalundi – plast- iðnaði ehf 2004, fararstjóri á Kan- aríeyjum og á Krít 2004-2005, verk- efnastjóri hjá Rauða krossi Íslands og vann að kynningarmálum hjá GSP Almannatengslum 2006 og er nú ráðgjafi hjá Íslenskum almanna- tengslum. Sigurður er höfundur eftirfarandi rita: Gönguleiðir á Suðvesturlandi, handrit; Gönguleiðir á Goðalandi og Þórsmörk, handrit; ,,Hvítt um- slag‘‘, önnur verðlaun í smásagna- samkeppni 2004; Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, útg. af Skipu- lagsstofu höfuðborgarsvæðisins 1986; Fjallaferðir, handbók fyrir ís- lenska ferðalanga, útg. af Áföngum 1984. Sigurður sinnti þáttagerð um ferðamál og neytendamál fyrir rík- isútvarpið 1980-83 og framleiddi, ásamt Guðbergi Davíðssyni, fjór- tán sjónvarpsþætti um mannlíf og ferðalög sem voru sýndir í Sjónvarp- inu 1995-96. Hann var handhafi fjöl- miðlabikars Ferðamálaráðs Íslands 1983. Sigurður sat í umhverfismálaráði Reykjavíkurborgar 1982-86, í stjórn Reykjanesfólkvangs 1983-86, var rit- stjóri Neytendablaðsins 1984-86, formaður Neytendafélags Reykja- víkur og nágrennis 1984-86, sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ferða- félagið Útivist 1987-98 og sat í stjórn Ferðamálafélags Austur-Húnavatns- sýslu 2001-2002. Fjölskylda Börn Sigurðar eru Heiðrún Sjöfn, f. 17.12. 1981, nemi í Noregi; Grétar Sigfinnur, f. 9.10. 1982, starfsmaður Kaupþings og knattspyrnumaður í Reykjavík; Bjarki Rúnar, f. 19.9. 1990, nemi í Reykjavík. Systkini Sigurðar: Sigfinnur, f. 16.2. 1937, d. 20.12. 2003, hagfræð- ingur í Reykjavík; Lovísa, f. 2.6. 1938, kennari í Reykjavík; Magnús, f. 18.12. 1939, skipstjóri í Reykjavík; Ingi- björg, f. 13.3. 1940, d. 19.12. 2004, þingmaður Riksdagen í Svíþjóð; Þuríður, f. 13.10. 1941, d. 19.1. 2005, fóstra í Reykjavík; Skúli, f. 12.12. 1943, d. 28.10. 1996, lögfræðingur í Reykjavík; Soffía, f. 5.4. 1946, ritari í Reykjavík; Ágúst, f. 19.9. 1947, versl- unarmaður í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar: Sigurður Skúlason, f. 5.11. 1905, d. 14.1. 1972, skipstjóri og síðast skrifstofumaður í Reykjavík, og k.h., Soffía Sigfinns- dóttir, f. 30.5. 1917, d. 11.3. 1998, hús- móðir í Reykjavík. Ætt Sigurður skipstjóri var son- ur Skúla, skipstjóra í Stykkishólmi, bróður Guðmundar í Krossanesi, afa Heimis Þorleifssonar sagnfræðings, föður Kristrúnar lögmanns. Systir Skúla var Ragnheiður, langamma Jó- hanns Hjálmarssonar skálds. Önn- ur systir Skúla var Ingveldur, amma Bergsveins Ólafssonar augnlæknis. Skúli var sonur Skúla, formanns á Hellissandi, frá Fagurey Jónssonar. Móðir Sigurðar skipstjóra var Guð- rún Jónsdóttir. Soffía er dóttir Sigfinns, b. á Hofakri Sigtryggssonar, b. á Sól- heimum í Laxárdal, bróður Ingi- gerðar, móður Eyjólfs Jónassonar í Sólheimum sem varð hundrað ára 1989. Sigtryggur var sonur Sigtryggs, b. í Sólheimum Finnssonar, b. þar, bróður Guðmundar, langafa Guð- laugar, ömmu Snorra Hjartarsonar skálds og Torfa sáttasemjara Hjart- arsonar, föður Hjartar hæstaréttar- dómara og Ragnheiðar, fyrrv. rektors MR. Finnur var sonur Torfa, smiðs á Ketilsstöðum Þorleifssonar. Móð- ir Sigtryggs Finnssonar var Guðrún Jónsdóttir á Kjörseyri Magnússonar. Móðir Sigfinns var Steinunn Jónas- dóttir Jónssonar. Móðir Soffíu var Þuríður Magn- úsdóttir, búfræðings í Knarrarhöfn og á Staðarfelli, bróður Friðborgar, ömmu Teits Jónassonar hópferða- forstjóra. Magnús var sonur Friðriks, b. á Skerðingsstöðum Nikulásson- ar, og Bjargar Grímsdóttur, b. á Kjar- laksstöðum Guðmundssonar. Móð- ir Bjargar var Ingibjörg Ormsdóttir, ættföður Ormsættar Sigurðssonar. Móðir Þuríðar var Soffía Gestsdótt- ir, b. á Skerðingsstöðum Steinssonar, og Þuríðar Vigfúsdóttur, b. og smiðs í Fagradalstungu Ormssonar, ættföð- ur Ormsættar Sigurðssonar. DV Ættfræði föstudagur 17. ágúst 2007 41 MAÐUR VIKUNNAR Sigurður Sigurðarson Ráðgjafi og ferðalangur Sigurður Sigurðarson, ráðgjafi, ólæknandi áhugamaður um ferða- lög, útvist og náttúru- vernd, og rithöfundur og dagskrárgerðarmaður um þau málefni, vakti at- hygli á því í DV á þriðju- dag að göngufólk getur einnig skaðað náttúruna og er þegar farið að gera það í umtalsverðum mæli á vinsælustu gönguleið- um landsins, svo sem á Laugaveginum, Fimm- vörðuhálsi og í Þverfelli í Esjunni. Huga þarf að varanlegri göngustígum á þessum slóðum svo vatnselg- ur og gróðurrof í kjölfar átroðnings valdi ekki var- anlegum náttúruspjöllum á þessum vinsælu stöð- um. Tímabær áminning hjá Sigurði. Þorsteinn Svörfuður Stefánsson fyrrv. yfirlæknir Þorsteinn fæddist að Grund í Svarfaðar- dal. Hann lauk emb- ættisprófi í læknisfræði við HÍ 1966, lauk sér- fræðinámi í svæfinga- læknisfræði í Svíþjóð 1973, lauk doktorsprófi í svæfingalæknisfræði við Gautaborgarháskóla 1981 og kennaraprófi í sömu grein 1983, Þorsteinn starfaði við Sahlgrenska-sjúkra- húsið í Gautaborg 1968- 69 og 1971-77, við Ren- strömska-sjúkrahúsið þar 1969, við Barnasjúkrahúsið í Gautaborg 1970-71, var sérfræð- ingur á svæfinga- og gjörgæslu- deild Landspítalans frá 1974, veitti svæfinga- og gjörgæslu- deild Landspítalans forstöðu frá 1985 og var formlegur yfirlæknir þar frá 1990-2006. Þorsteinn var dósent í svæf- ingalæknisfræði og forstöðu- maður greinarinnar við HÍ frá 1981, formaður Svæfingalækna- félags Íslands, forseti Norræna Svæfinga- læknafélagsins, formað- ur lyfjanefndar lækna- ráðs Landspítalans, sat í vísindanefnd lækna- deildar HÍ og í stjórn Líf og læknisfræðideildar Vísindaráðs ríkisins. Eiginkona Þor- steins er Jónína Magna Snorradóttir, f. 14.8. 1960, hjúkrunarfræð- ingur. Börn Þorsteins eru Sólveig, f. 25.4. 1962, frumulíffræðingur og kennari við háskólann í Lissa- bon; Árni, f. 30.10. 1965, fram- reiðslumeistari í Hafnarfirði; Heimir, f. 20.6. 1970, endur- skoðandi í Reykjavík. Foreldrar Þorsteins voru Stefán Björnsson, f. 9.7. 1908, d. 7.6. 1991, bóndi á Grund og síðar verkstjóri á Dalvík, og k.h., Dagbjört Ásgrímsdóttir, f. 8.3. 1906, d. 31.5. 1995, húsfreyja og kennari. Bjarni fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1978 og prófi í viðskipta- fræði frá HÍ 1983. Bjarni var fulltrúi hjá Fjórðungssam- bandi Norðlendinga 1983-84, fjármálastjóri hjá Haga hf. á Akureyri 1984-85, sinnti sérverk- efnum fyrir KEA 1985- 86, var sjónvarpsstjóri Eyfirska sjónvarpsfé- lagsins 1986-92, frétta- og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 og Bylgjunni 1990-96, fram- kvæmdastjóri Útvegsmanna- félags Norðurlands 1996-2000, skrifstofustjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands 2000-2005 og hef- ur verið fjárfestingastjóri KEA frá 2006. Bjarni æfði og keppti í knatt- spyrnu með Völsungi á Húsa- vík, meistaraflokki Þórs á Akur- eyri og meistaraflokki Víkings. Út hafa komið geisladiskar með lögum eftir Bjarna, Með á nótunum, 1997, og Á jörðu, 2004. Sambýliskona Bjarna er Margrét Þóroddsdóttir, f. 15.1. 1964, aðalbókari Líf- eyrissjóðs Norður- lands. Börn Bjarna og fyrrv. konu hans, Lauf- eyjar Sigurlaugar Sig- urðardóttur, f. 26.11. 1958, eru Atli Hafþórs- son, f. 24.4. 1978, nemi við HA; Anna Haf- þórsdóttir, f. 25.1. 1988, nemi við MA. Stjúpsonur Bjarna er Kon- ráð Þórhallsson, f. 15.11. 1991, nemi við MA. Foreldrar Bjarna voru Helgi Bjarnason, f. 9.10. 1925, d. 28.7. 1999, sjómaður, útgerðarmað- ur og formaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, og Jónína Að- alsteinsdóttir,f. 15.8. 1924, d. 26.4. 2007, húsmóðir og bæjar- fulltrúi. Úlfar fæddist í Hafn- arfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám í matreiðslu í Leikhús- kjallaranum og á Hót- el Holti og útskrifaðist sem matreiðslumeistari 1967. Úlfar starfaði á Hótel Loftleiðum og í flugeld- húsi Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli til 1978, á veitingastaðnum Laug- arási 1978-81, stofnaði þá, ásamt Sigurði Sum- arliðasyni og Tómasi Tómassyni, veitinga- staðinn Pottinn og pönnuna en þeir ráku staðinn saman til 1985. Síðar stofnaði Úlfar veitingastað- inn Sprengisand og Úlfar og ljón, en starfrækir nú veitingastaðinn Þrjá frakka sem hann hefur rekið um langt árabil. Úlfar sat í stjórn Félags mat- reiðslumeistara og var varaformaður þess um skeið, var formaður Lionsklúbbsins Njarðar 1995-96, er áhugamað- ur um bridds, akstursí- þróttir og sjóstangaveiði og hefur verið virk- ur þátttakandi í þeim íþróttagreinum. Börn Úlfars eru Stef- án Úlfarsson, f. 20.7. 1967, matreiðslumeist- ari á Þremur frökkum; Guðný Hrönn Úlfars- dóttir, f. 8.4. 1972, snyrti- fræðingur og starfar við Þrjá frakka. Foreldrar Úlfars: Eysteinn Ó. Einarsson, f. 18.5. 1923, bókbind- ari, og Þórunn Björnsdóttir, f. 1.9. 1924, d. í júlí 1972, hárgreiðslu- kona. Úlfar verður að heiman á af- mælisdaginn. Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari á Þremur frökkum Bjarni Hafþór Helgason fjárfestingastjóri hjá KEA 70 ára á miðvikudag 50 ára á miðvikudag 60 ára á fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.