Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 46
föstudagur 17. ágúst 200746 Helgarblað DV U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín 1 banani1 msk. grenadinesíróp1 dl greipsafi2 dl ísmolarfersk mynta Brytjið banana í matvinsluvél ásamt grenadinesírópi og greipsafa , blandið vel saman. Bætið ísmolum saman við og blandið þar til vel kalt. Berið fram í fallegum glösum, skreytið með bananasneið og myntublaði. Ragnar Ómarsson, yfirmatreiðslumaður á Domo Meistarinn Heimagerður grillborgari HRÁEFNI l 450 g ungnautahakk l ½ stór laukur, fínt skorinn l 2 msk. sýrður rjómi eða aB mjólk l 1 msk. graslaukur, fínt skorinn l 1 msk. steinselja, fínt skorin l 1 hvítlauksrif, kramið l salt og pipar eftir smekk - um 1/2 tsk. salt aðferð: Blandið öllu vel saman í höndum. Mótið í hamborgara, 7– 10 sm í þvermál og um 2 sm þykka og grillið í 3 til 5 mínútur á hvorri hlið, eftir smekk. Langbest er að bera fram með fersku grænmeti að eigin vali í heimabökuðum bollum, eða ciabatta- brauði. Hollari útgáfu af hamborgarasósu má gera með því að skipta mæjónesi út fyrir fitulítinn sýrðan rjóma. uppskrift að sósu gæti verið svohljóðandi: 1/3 bolli mæjónes, 2/3 bolli sýrður rjómi, 1/4 bolli chillisósa, 1/4 bolli tómatsósa, 1/4 bolli relish eða smátt skornar sýrðar gúrkur, 1 hvítlauksrif marið, 1 tsk. dijonsinnep. Svínakótilettur í plómusósu Nú er auðvelt að fá plómur í matvöru- verslunum og því tilvalið að elda úr þeim þennan dýrindis svínakjötsrétt, sem hefur þann kost að auki að aðeins þarf að þvo upp eina pönnu! Hráefni: l 4 svínakótilettur l 8 plómur, steinarnir teknir úr og þær skornar í fernt l 2 msk. púðursykur l 2,5 sm engiferrót, afhýdd og rifin l 1 msk. ólífuolía l 125 ml þurrt hvítvín eða eplasafi l 25 g smjör AÐFERÐ 1. Klippið nokkrum sinnum upp í fituröndina á kótilettunum og kryddið svo vel með salti og pipar. setjið plómurnar í skál ásamt sykri og engifer og blandið saman. 2. Hitið olíuna á stórri pönnu yfir meðalhita. steikið kótiletturnar í 5-6 mínútur á hvorri hlið. Bætið plómunum út í og öllum safa sem hefur myndast. Eldið í 2 til 3 mínútur þar til kótiletturnar eru eldaðar í gegn. 3. skiljið helminginn af plómunum eftir á pönnunni en setjið hinn helminginn á disk með kótilettunum og haldið heitu. Bætið víninu út í á pönnuna og látið suðuna koma upp, hrærið í á meðan. sjóðið í 4 mínútur þar til soðið hefur niður um helming. 4. slökkvið undir pönnunni og bætið smjörinu út í. Hrærið þar til það er bráðnað. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Berið fram með kótilettunum, núðlum og steiktu pak choi-káli (fæst í betri verslunum). stEiKt aNdarBriNga MEð fiMMKryddaHuNaNgi og griLLuðu MaNgó-saLsa Fyrir fjóra l 4 stk. andarbringur l 1 tsk. svartur pipar l 1 tsk. stjörnuanisduft l 1 tsk. kóríanderduft l 1 tsk. fennelduft l 1 tsk. engifer l 3 msk. hunang Aðferð: Skerið rákir í fituhliðina, þó ekki það djúpt að þær nái niður í kjöt- ið, þetta hjálpar fitunni að bráðna í burtu. Blandið kryddunum og hun- anginu saman, saltið bringuna vel og steikið á vel heitri pönnu. Óþarfi er að nota olíu eða smjör við steikingu þar sem næg feiti kemur af bringunni sjálfri. Byrjið að steikja á fituhliðinni í u.þ.b. 10 mínútur þannig að fitan bráðni vel í burtu og bringan verði stökk, því næst er bringunni snú- ið við og hunanginu smurt á hana. Steikið á þeirri hlið í u.þ.b. 2 mínútur og þá er bringunni velt aðeins upp úr hunanginu á pönnunni og bringurn- ar látnar hvíla í minnst fimm mínút- ur áður en þær eru skornar niður til að halda safanum inni í þeim. griLLað MaNgó-saLsa: l ½ mangó, vel þroskað l ½ paprika, rauð l ½ rauðlaukur l 4 stk. kokteiltómatar l 1 tsk. chilisósa (bara einhver góð) l 4 msk. ólífuolía l 3 msk. balsamicedik l 2 msk. soyasósa l 2 msk. ferskt kóríander l salt og pipar Aðferð: Grillið mangóið, paprikuna og rauðlaukinn þar til það eru komn- ar grillrákir á grænmetið en alls ekki of lengi. Grillaða grænmetið ásamt tómötunum er því næst skorið í litla bita og sett í skál. Því næst er olíunni, balsamedikinu, soyasósu og chili- sósu blandað vel saman og hellt yfir grænmetið ásamt kóríanderinu. Að lokum er smakkað til með salti og pipar. Fólki er svo ráðlagt að bera rétt- inn fram með uppáhaldsgrænmet- inu sínu hverju sinni. Steikt andarbringa Ragnar Ómarsson lærði matreiðslu á Glóðinni í Keflavík en hélt því næst utan og starfaði meðal annars í Frakklandi, Bandaríkjunum og Noregi. Því næst starfaði hann sem yfirkokkur á Hótel Holti í fjögur ár. Ragnar opnaði svo veitingastaðinn Salt þar sem hann starfaði einnig sem yfirkokkur þar til hann tók við stöðu yfirkokks á veitingastaðnum Domo þegar hann var opnaður árið 2006. Ragnar segir stefnu Domo vera áherslu á ferskt, vel eldað og bragðgott hráefni og góða stemningu í veitingasalnum. GÓÐ BYRJUN Á GÓÐRI HELGI Bananadrykkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.