Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 45

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 45
Piétá frá Avignon. Frakkland, Vm 1460. allt að því mennsku andliti gegn skepnum for- sögunnar; og Söngkonan mikla kemur aftan úr örófi alda með hörkulegt fuglshöfuð, á vöxt eins og Venus hellanna. í Lagash skömmu síð- ar stillir höggmyndasnillingur manninum upp andspænis ringulreið alheimsins og samræm- ir hann æðri heimsmynd stjörnuspekinganna. Sérhver Gúdea i sæti er í senn maður og ziggúrat, enda þótt hann sé ekki skraut neinn- ar byggingarlistar. Hendurnar með fingrum er mynda rétt horn fyrir ofan háan grunn fótanna, eru táknmynd ósæranlegs heims, sem ekki er einungis mannsins: Gúdea er allt í senn tilbiðjandi, guð og musten. Hægt er að hugsa sér margs konar túlkun á þessum líkneskjum, sem tilheyra horfnum menningarskeiðum. En það sem þær gefa í skyn, blasir við hjá menningu sem enn er við lýði: menningu Indlands. Fyrst í stað vegna mistaka hennar. Nútíma- átrúnaðargoðin, grettin undir háum kókos- hnetutrjánum, eru sambland singhalskra maska og torglíkneskja og gjörsneydd bæði stíl og kosmiskum boðskap. En það er í átt- ina til goðsagnanna, þar sem risavaxnar hetj- ur gæla með vindum Himalayafjalla við pálmatoppa Ganges, sem þau teygja vesalar, afskræmdar hendur: i andarslitunum sárbið- ur indverska listin Mæðurnar frá Ellora um hjálp. Enn eru pílagrímsferðir farnar; og enn má sjá örsmáa koparguði búna til f rauðum eirkötlum við dyr musteranna, handvagna- geymslustaði stærri en þá sem til voru í Chartres. Á hverju kvöldi um regntímann, er hlý þoka stígur upp af pollunum inn á milli rennvotra pálmanna, berst frá blánandi turnum þúsund ára kall homsins. I trúarleg- um mjógötunum vakna sölumenn á ilmgrasa- skjóðum sínum, út koma menn litaðir hvítri ösku, og aparnir leggjast til hvíldar eins og á tíma Rámáyana. Æðisleg verzlun setur af stað alla raforku Indlands og yfirgnæfir hornaköll- in í vætu rökkursins: en það er aðeins kvöld á hnignunaröld Evrópu — eitt kvöld eins og svo mörg önnur á hnignunaröld sem á sér svo marga líka — og yfir nikulglit þess og svefn hinna heilögu kúa í náud kallar reglu- bundinn ymur hornanna nótt Vedabókanna. Fórnarblóðið streymir í skálar höggnar utan um kynlim úr steini; geitin sem finnur lykt- ina þrátt fyrir sápuilm túberósunnar og frangipansins, brýzt um fyrir neðan grettn- ar líkneskjur; helgidómurinn, gjörsneyddur mikilfenglegum stfl, líkist helzt villidýrabæli, og hrópandi hláleiki hans liggur i augum DAGSKRÁ 43

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.