Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 62

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 62
þjóð eins og Tslendingum, sem þó hef- ur hvorki tíma nc löngun til að bíða. Onnur hlið málsins snýr beinlínis að manninum sjálfum og skal örlítið að henni vikið. Sigrar náttúruvísindanna eru grundvöllur tækniþróaðs þjóðfélags. Sigrar þessir eru í því fólgnir að ráða leyndardóma náttúruaflanna — finna náttúrulögmálin. Lögmálið er cðli sínú samkvæmt einhæft og vél- rænt, annars væri það ekki lögmál. Tækni er svo „hagnýt“ not þessara lögmála, einkum á hinu verklega sviði. Starfshættir í tækniþjóðfélagi draga óhjákvæmilega dám af uppruna sínum og verða vélrænir og einhæfir. í slíku samfélagi er rík tilhneiging til skipulagningar allra málefna sam- félagsins, þannig að starfsorka og verðmæti gjörnýtist, framleiðslan aukist og framfarir verði sem mestar. Það er ennfremur athyglisvert, að svo virðist sem siðgæðismarkmið í fram- sæknustu þjóðfélögum heimsins i dag — og þetta gildir jafnt um svo nefnd kapitalistaríki og kommúnistaríkin — sé ekki fagurt mannlíf. heldur fram- farir og efnisleg vellíðan. Eða með öðrum oi'ðum markmið hins einhæfa kerfisbundna lífheims um vöxt og við- gang líftegundarinnar hefur verið yf- irfært á félags- og siðgæðissvið mann- lieims. IV. Tryggingafræðingar hafa reiknað út væntanlegan mannfjölda á fslandi næstu áratugi, miðað við reynslu ár- anna 1941—’50. Samkvæmt þeim út- reikningum ætti íbúatalan árið 2000 að verða rösk 373 þúsund, eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Þótt forsend- 60 ur þessara útreikninga séu mjög breyt- ingum háðar, benda sterkar líkur til, að íbúatalan meira en tvöfaldist á næstu 40 árum eða einum inannsaldri og ennfremur, að fjölgun þessi verði að mestu leyti í bæjum og þorpum. Noklcrar tölur um mannjjölda á íslandi: Ár Rvík íbúarala landsins 1900 1910 1920 1930 1940 1949 1950 1970 2000 5.800 11.449 17.450 28.052 37.897 54.707 Reiknaður mannfjöldi 76.308 84.856 94.436 108.629 121.168 141.042 162.654 209.111 373.773 Þótt taflan sýni aðeins hlutfallið milli Reykjavíkur og íbúa landsins í heihl fram til 1949, kemur glöggt fram, hvernig byggðin færist úr sveit- um til bæja. íbúatala landsins árin 1956, 1970 og 2000 er áætluð. Út- reikningar þessir eru gerðir á grund- velli manntalsins 1950 og þeirri vit- neskju sem þá lá fyrir um fæðingar, dauðsföll og fólksflutninga til lands- ins og frá því, miðað við reynslu ár- anna 1941—1950. Tölurnar til 1949 eru teknar úr Árbókum Reykjavíkur, en hinar áætluðu úr hinni merku grein Guðjóns Hansens trygginga- fræðings í tímaritinu Tryggingarmál: Mannfjöldi á íslandi næstu áratugi. Tiltölulega fámennur hópur karla og kvenna í landinu verður því á þessu tímabili að sjá farborða og veita upp- eldi óeðlilega stórum hópi ungmenna. Jafnframt verður að leggja grundvöll að atvinnulífi, er geti staðið undir stór- DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.