Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Qupperneq 64
þjóðlífshátta sömuleiðis, er nokkurn
veginn víst, að unga kynslóðin varð-
veitir í meginatriðum lífsviðhorf og
siði feðra sinna og mæðra. Hvorugt
þessara skilyrða er fyrir hendi á ís-
landi í dag. Mér virðist, vonandi rang-
lega, að íslenzkir ráðamenn gefi þess-
um atriðum ekki nægan gaum, og því
vildi ég benda á þau, þótt það hafi
raunar verið gert af ýmsum áður
beint eða óbeint.
Lítum fyrst á atvinnubyltinguna.
Því verður að tnia, að þroski hvers
einstaklings sé takmark í sjálfu sér.
Manngildi einstaklingsins byggist
einkum á því, að meðfædd, persónu-
leg' sérkenni lians fái þroskazt og not-
ið sín. Þá hefur hann alltaf citthvað
fram að leggja í samfélagi sínu. Iiið
sama gildir að sínu leyti um menn-
ingarsamfélögin sjálf sín í milli. Því
aðeins auka þau þætti í menningu
heimsins, að þau túlki á sinn sérstaka
liátt reynslu og líf samfélagsins í
heild.
Lífshættir í nútímaþjóðfélagi, sem
einkennist af skipulagningu og tækni,
eru ekki hagstæðir persónulegum
Jn'oska einstaklingsins, því sem kalla
mætti mennsku manna. Þvert á móti
eru þeir beinlínis andstæðir persónu-
legu lífi. Þessi vandi er að vísu sam-
eiginlegur miklum hluta mannkyns,
en ])ó sérlega viðsjárverður Islend-
ingum bæði sökum mannfæðar og
þess hve langt stökk við höfum tekið
á skömmum tíma. Mætti um þetta
rita langt mál, þótt rúmið leyfi það
ekki hér.
Eg hef hér að framan bent á hætt-
ur þær, sem fylgja tækniþróun og
skipulagningu nútímans. Samt er það
ekki meining mín að reyna eigi að
62
snúa þessari þróun við og hverfa til
fábrotnari lífshátta. Slíkt er hvort
tveggja í senn óhugsandi og óæski-
legt. Framfarir og bætt lífskjör fjöld-
ans eru eitt af skilyrðum menningar,
þótt þau séu ekki og geti ekki verið
takmark í sjálfu sér. Þroski einstak-
Iingsins er hins vegar markmið, sem
virðist alhæft. Vandinn, sem íslend-
ingar og margar aðrar þjóðir standa
andspænis, er sá, að skilyrði þroskans
fela í sér stórfelldar hættur, sem geta
eyðilagt mennina, mennsku þeirra og
manngildi.
Fyrst er að gera sér þessa grein:
Vísindaþekking og tækni fela í sér
stórkostlega nýja möguleika til menn-
ingar fyrir fjöldann — fyrir mann-
kynið í lieild. Þess vegna munu hinir
nýju lífshættir sigra. Því er gagns-
laust liér á íslandi, að benda á til
beinnar eftirbreytni, að afreksmenn
hafi á liðnum öldum alizt upp í sveit-
um landsins við litla skólagöngu, fá-
tækt og fábreytt lífskjör. Þær aðstæð-
ur eru ekki lengur fyrir hendi. Ilér er
hins vegar mikilvæg sönnun þess, að
einstaklingar geta, þrátt fyrir erfið
skilyrði, skapað menningarsamfélag,
ef slíkt hugarfar er fyrir hendi og
baráttuviljann brestur ekki.
Eg held ekki, að íslenzkar sveitir
í dag frelsi ísland frá því að verða
land lítilsigldra, þægindasjúkra og
sérkennalausra fiskimanna, iðnaðar-
og skrifstofumanna og verksmiðju-
fólks. Það getur aðeins þetta fólk
sjálft, því að á næstu 40 árum verður
það kjarni og meginþorri þjóðarinn-
ar. Og í þessu sambandi er vert að
minna á, að meginhluti þjóðarinnar,
sá sem ráða mun örlögum hennar
fremur öðrum, mun ekki vaxa upp
DAGSKRÁ