Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 8

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 8
staka fimmtíukall og þessir seðlar vöðluðust saman í lófanum á honum ánþess hann liti á þá, hurfu ofaní vasana með snöggri, nær ósjálf- ráðri hreyfingu einsog slunginn búðarþjófur væri að verki. Hann var skömmustulegur og niðurlútur meðan á þessu stóð einsog maður sem er beittur órétti en þorir ekki að andmæla og fyrirlítur sjálfan sig fyrir bragðið. Stundum slöngruðu fullir strákar inn og sum- ir sungu við raust og sögðu niður með hel- vítis negra og alla kommúnista og buðu kló- settmanninum í slagsmál. Þá þrýsti hann sér upp að veggnum og laut höfði og fannst ófyrir- gefanlegt að hann væri svma stór í svona litlu embætti og skyldi verða á vegi svona fyrirferðarmikilla stráka. Þeir létu renna úr vatnskrönunum í hola lófana á sér, beygðu sig fram og skvettu framaní vínrjóð andlitin, heimtuðu stærra handklæði og hristu af hönd- unum á sér framan í klósettmanninn. Og hann laut höfði og tók við þessari vatnshríð einsog hann væri að taka við fimmköllum og tíköll- um og fimmtíuköllum af betri borgurunum. Þegar dansinum var lokið, söngurinn hljóðn- aður, gestimir farnir heim og þjónarnir búnir að gera upp, þá sótti klósettmaðurinn fötu og fór að skúra gólfið. Hann safnaði saman óhreinu handþurrkunum og þurrkaði af spegl- unum og hreinsaði salernin. Stundum var hann ekki búinn fyrren dómkirkjuklukkan sló tvö, því hann var stirður í snúningum og seinn í svifum, átti erfitt með að beygja þennan Ianga hrygg og sveifla þessum löngu handleggjum. Því hann var vanari annarskonar vinnu en hreinsa salerni og fægja spegla. Hann hafði verið fjallkóngur í áratugi, for- söngvari í nokkur ár og um eitt skeið hreppsnefndarmaður. Hann hafði búið stórbúi á landnámsjörð, gömlum kirkjustað þarsem verið hafði hof í heiðnum sið og sást enn móta fyrir rústum þess. Hann hafði brotið land og ræst fram mýrar, ræktað móa og byggt hús úr stein- steypu við hliðina á torfbænum gamla. Og dóttir hans hafði farið á kvennaskóla og sonur hans lærði á skurðgröfu búnaðarfélagsins, fór um héraðið og gróf skurði í mýrarnar. Bóndinn átti feitar skjöldóttar kýr sem vög- uðu heim með troðin júgur að kvöldi og það lagði notalega hlýju frá þeim þegar þær stóðu bundnar á básunum og jórtruðu en mjólkur- bunan söng við blikkfötuna. Hann átti lagð- prúðar ær á fjalli og fleiri tvílembdar en aðrir bændur í grenndinni og hann staldraði oft lengi í fjárhúsunum á vetrin þegar hann var búinn að gefa á garðann, staldraði við með meisinn í hendinni og hlustaði á kindurnar tyggja þurrt heyið og horfði á hvernig augu þeirra glóðu í rökkrinu, stundum hætti einhver ærin að éta, sneri hausnum og horfði á hann hvar hann stóð, stundum drykklanga stund og hélt svo áfram með heyið. Þær tróðust hver um aðra þvcra og ráku hornin í jötubönd og stoðir. Hann átti gæðing scm reisti makkann svo faxið lá í fangi reiðmannsins, gæðing sem fór á hlemmiskeiði eftir hörðum leirunum upp með ánni svo undir tók í fjöllunum. Þá fann hann blóðið þjóta í æðum sér og það var sama blóð í honum og þessum hesti, sama titrandi hjartað. Hann hugsaði stundum um þennan hest þegar hann var einn á salerninu og söngur negrastúlkunnar var einsog daufur ómur í mikl- um fjarska, þá heyrði liann hófatakið glymja í eyrum sér á hrímgum haustmorgni þangað til einhver fyrirmaður kom inn og stillti sér upp til að pissa. Og hann seildist eftir burst- anum til að hafa hann tiltækan og aðgætti hvort þvottaskálin væri ekki hrein og þurrk- urnar við hendina. Og kinkaði kolli þegar höfð- inginn leit um öxl í miðri athöfn og sagði mikið asskoti væri hún mikill krcppur þessi svarta. Þá var allt kyrrt í landinu einsog á hljóðum morgni um vetumætur þegar maður tekur á sig krók í stað þess að brjóta hemið, sem setzt liefur á pollana eftir nóttina en veit þó ekki hvers vegna. Það var áður en þeir fóru að stríða í útlöndum og áðuren þeir fóru að flytja vinnukonur inn frá Danmörku. Og fólkið í sveitinni hugsaði eingöngu um Reykjavík sem prentstað Isafoldar og Varðar og Tímans en þessi blöð komu einu sinni til 6 DAGSKRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.