Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 36
ýmsu því sem efst ev á baugi hvcrju
sinni.
Dagblöðin eru eins og allir vita öll
pólitísk flokksmálgögn, og sitja
stjórnmálin þar því í fyrirrúmi, jafn-
vel svo mjög að þau móta svipmót
blaðanna sýnu meir en eðlilegt getur
talizt. Flest vönduð erlend blöð (t. d.
skandinavísk) leggja sóma sinn í að
halda uppi „menningarsíðum“ þar
sem greinum um menningarmál og
gagnrýni ýmiss konar cr skipaður sess.
Ekki munu þess dæmi að íslenzk blöð
hafi haft svipaðan liátt á, en í þeim
flestum er aftur á móti svokölluðu
skemmtiefni skipað mikið rúm og veg-
legt----- og 'er jafnvel orðið aðalefni
sumra. Ég er ekki að lialda því fram
að íslenzk dagblöð liafi algera fyrir-
litning á öllu því efni sem talizt get-
ur menningarlegs eðlis, en hinu er sízt
að leyna að slíkt blaðaefni hér er í
hæsta máta tilviljanakennt og óskipu-
legt og oft meira eða minna litað af
pólitík eða kunningsskap.
F'lest eða öll dagblöðin sjá nú sóma
sinn í því að flytja að staðaldri leik-
listargagnrýni og láta lielzt enga
frumsýningu höfuðstaðarleikhúsanna
fram hjá sér fara án þess að henni sé
viðeigandi sómi sýndur. En þetta er
líka hinn eini þáttur gagnrýni er hlot-
ið hefur hæfilegan framgang (hvað
sem segja má um gæði þessarar gagn-
rýni sem slílcrar). Bókmenntagagn-
rýninni er sýnu minni sómi sýndur,
aðeins fá blaðanna hafa á að skipa
föstum bókmenntagagnrýnendum er
að staðaldri rita um nýjar bækur (og
verður þó að telja það frumnauðsyn).
Og nú er skennnst að minnast þeirra
„ritdóma“ með öllu eðli auglýsinga
34
er yfirfylla mörg blöðin í jólakauptíð-
inni. Það er bein móðgun við lesendur
að bjóða þeim slíkar ritsmíðar undir
yfirskini gagnrýni. Um aðrar greinir
Iistgagnrýni er tómt mál að tala. Tón-
list cða myndlist er ekki títt umræðu-
efni á síðuni íslenzkra blaða þótt
nokkurrar viðleitni gæti á stundum í
þær áttir.
Ekki er auðsagt hvað valdi þessu
tómlæti, en mér er ekki grunlaust um
að hið ríka stjórnmálaeðli blaðanna
eigi sinn þátt þar í, allt efni annað en
stjórnmál og beinar fréttir sé talið
minnstu skipta og blöðin leggi því lít-
inn metnað í að vanda til þess. En
hvað sem veldur er þetta leiðinlegt og
óþarft ástand, og blöðin gætu leyst
þarft hlutverk af hendi með því að
flytja að staðaldri vandaða gagnrýni
og annað menningarlegt efni og vera
eftir föngum vettvangur umræðna um
þessi mál. Þau yrðu ekki Iélegri
flokksmálgögn fyrir það, — þvert á
móti væri þeim að því styrkur að
sinna einnig efnum utan dægurfrétta
og stjórnmálarígs.
Þá eru hér gefin út ýmis tímarit er
kenna sig við menningarmál, ég man
í svipinn eftir fimm tímaritum sem
öll eru lielguð bókmenntum og öðrum
listum. 011 þessi rit eru lítil, koma út
þrisvar eða fjórum sinnum á ári, og
útgáfa þeirra er oft harla stopul og
óviss. Fjöldi slíkra rita hefur séð dags-
ins ljós hér á landi á undanförnum
árum og horfið síðan fyrr en varði,
samkenni þeirra margra hverra virð-
ist hafa verið hæfileikinn til að logn-
ast út af og deyja. Því fer fjarri að ég
hafi nokkra löngun til að veitast að
þessum ritum (enda væri það grjót-
DAGSKRÁ