Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 6
Jafnvægi
í byggð landsins
Saga eftir Jökul Jakobsson
Söngurinn var hljóðnaður, gestirnir farnir,
þjónarnir búnir að gera upp og salir hótelsins
stóðu kaldir, dimmir og tómir. Það var þögn
yfir öllum miðbænum, nema hvað einstaka
fylliraftur rak upp öskur ti! að mótmæla því
að deginum væri lokið. Það voru allir gengnir
til náða í hótelinu nema næturvörðurinn var á
stjái og það heyrist hringla í lyklum þegar
hann hleypir inn síðbúnum gestum.
Það logaði ljós í skonsunni innanvið bak-
dyrnar og þar sat maður við skriftir. Hann
skaut tungubroddinum útum munnvikin og
hnyklaði brýrnar meðan hann dró stafina
á blaðið, stórkarlaletur og notaði hvergi upp-
hafsstaf. Hann fór sér hægt því hvorttveggja
var að maðurinn var ærið stirðhentur og efni
bréfsins mikilvægt.
Hann var að panta sér legstað.
Hann hafði augastað á litlum bletti við norð-
austurhom kirkjunnar, skammt þaðan sem
mamma hans hafði verið jörðuð. Þá var hann
tíu ára og fékk í fyrsta sinn að drekka úr
rósóttum bollum sem annars voru eingöngu
notaðir þegar heldri menn bar að garði. Og
presturinn hafði líka drukkið úr rósóttum bolla
og tekið feiknin öll í nefið og sagt í sífellu
að hið góða mundi aldrei tæmast þótt gott
fólk hyrfi til guðs. Hann mundi að presturinn
var rjóður í kinnum og þurrkaði sér oft um
ennið með rauðdoppóttum tóbaksklút.
4
Nú var kominn nýr prestur til að sjá um
að þetta góða mundi aldrei tæmast, það var
þessi prestur sem átti að fá bréfið. Hann hlaut
að geta liðsinnt fátækum manni um annað
eins smáræði og lítinn blett við norðaustur-
horn kirkjunnar. Kirkjugarðurinn var stór og
þar hafði verið nóg rúm fyrir nokkrum árum.
Hann sá í anda breiðan dalinn þarsem silf-
urlit áin bugðaðist milli valllendisbakka og
sumstaðar voru sandeyrar útí hana miðja. Þar
voru víðáttumiklar jarðir, grösug tún og grænar
engjar, fjöllin blá í fjarska og sjórinn í norður-
átt einsog leyndardómsfull heimsálfa. Þar voru
víðáttur á alla vegu og varla gat annað átt
sér stað en einhver leið væri til að útvega
manni ofurlítinn blett af öllu þessu landi, ofur-
lítinn blett undir norðausturhorni kirkjunnar,
einkanlega hlaut að vera erfitt að neita þeirri
bón þegar maður hafði átt heinta þarna mest-
anpart. ævinnar og meira segja séð dagsins ljós
í fyrsta sinn.
Til vonar og vara gat verið gott að láta
fljóta með álitlega fjárfúlgu, því sá sem á engan
að lengur f þessum heimi, hann verður að
treysta á það sem menn taka meira mark á
en óskum einstæðinga. Þetta voru allt saman
fimmkallar og tíkallar og einstaka fimmtíu-
kall, stórt brúnt umslag sem bungaði af fimrn-
köllum, tíköllum og einstaka fimmtíuköllum.
Hann ánafnaði þetta kirkjunni, kannski var
DAGSKRÁ