Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 59
En er kveldið hnígur yndissvalt á urð og lauf-
græn börð
hcyrast aftur skóhljóð þung í Hlíðarmó.
Ekki fer hún Dorothy Parker betur út úr
viðskiptunum við Guðmund Frímann. Hún á
|irjú Ijóð í bók hans. Eitt þeirra er snoturlega
þýtt, en hin afleirlega, einkum ljóðið Epitaph,
seni er eitt af fallegustu Ijóðum skáldkonunn-
ar. Fjögur fyrstu erindin eru þannig:
The first time I died I walked my ways;
I followed the file of limping days.
I held me tall, with my head flung up
But I dared not look on the ncw mcon’s cup.
I dared not look on the sweet young rain,
and between my ribs was glcaming pain.
The next time I dicd, they laid me deep.
They spoke worn words to hallow my sleep.
I’etta þýðir Guðmundur Frímann svo:
Er dó ég fyrra skiptið
þá hélt ég mig áfram hér
í heiminum sem áður
svo tr.rvelt sem það er.
Og virðing minni hélt ég
bar höfuðið iafnan hátt
þótt hræddist ég að líta upp í
kveldloftið blátt.
Og ekki mátti eg heyra regnsins
dropadyn í skóg.
Við dyr míns hjarta bjarg eitt var,
er sára kvöl mér bjó.
Er dó ég öðru sinni var mér
sökkt í djúpa gröf
með söng og yfirlestri
mér leiðst ei stundartöf.
Þriðja erindið, með dropadyninn og bjargið
við hjartadyrnar, er hörmuleg afskræming, og
síðari helmingur fjórða erindis er beinlínis
rangfærður. En mest skemmd á þessu ljóði
er þó að breyta þess meitlaða formi, sem á
einmitt svo vel við heiti þess, og umvenda
Ijóðrænu og einfaldleik í losaralega, uppskrúf-
aða langloku.
Enn eitt lítið dæmi úr ljóði, sem Guðmund-
ur Frímann hefur í heild þýtt lipurlega: Ljóð
Sten Selanders, Det torra tradet. byrjar svo:
DAGSKRÁ
Det torra tradet lyfte upp mct himlen
den enda kvist som ánnu lyste grön
likt cn fakir, vars lama armar stelnat
i en förtvivlad bön.
Magnús Asgeirsson þýðir Jietta svo:
Og tréð hið visna hóf þá grein til himna
úr hrjóstri dauðra kvista er ein var græn,
sem hefði fakírs aflvana armur stirðnað
í örvæntingarbæn.
Ilann brýtur dálítið hrynjandina í þriðju
línu vegna orðsins aflvana, sem liann kýs held-
ur en afllaus, en hann sér það nauðsynlega í
að halda myndinni unt hinn hreyfingarlausa
fakír, hvcrs armur hefur stirðnað og misst
mátt. Guðmundur Frímann þýðir:
Það teygir upp þá einu grein sem græn er
hið gamla visna skógartré.
Það er sem fakírsarmi upp til himna
í örvæntingu fórnað sé.
Guðnnmdur brýtur hrynjandi frumtextans í
tveimtir línum, en hann eyðileggur líka sam-
líkinguna við hinn stirðnaða, aflvana arm.
Það er aðeins í fáum Ijóðum, sem Guð-
mundi Frímann tekst að halda tilætlaðri
hrynjandi ljóðið á enda. Við allmörg af þeim
Ijóðum, sem hann þýðir, hafa verið samin góð
lög, en þau er ekki hægt að nota við þýðing-
arnar.
I Spelmansvisor eftir Karlfeldt fellir þýð-
andinn burt síðari helming ljóðsins, þann sem
gefur því dýpt, og raunar fellir þýðandinn
einnig burt þá mynd í öðru erindinu, sem
gefur ti! kynna, að um er að ræða hina miklu
sumarhátíð Svía, mids'-mmarafton. Þetta er
ekki að fara vel með nóbelskáldið.
Þýðingin á hinu stóra kvæði Gripenbergs,
Aköllun, þolir furðu vel samanburð við þýð-
ingu Jóns Helgasonar, en hrynjandin gloprast
þó niður í einu erindanna. Þýðing Jóns er mun
þróttmeiri og persónulegri, en þýðing Guð-
mundar liðlegri á köflum.
Guðmundur þýðir Ijóð eftir skáldjöfurinn
Hjalmar Gullberg, eitt af þeint veigaminni.
Hann nær nokkuð vel stemningunni í því.
Fjarri lagi er þó að þýða cell (fangaklefi) með
kofi, og Ijóðlínan: „æskunnar vegleysur heill-
uðu mig,“ kemur eins og fjandinn úr sauðar-
leggnum og á sér enga stoð í Ijóði Gullbergs.
57