Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 35

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 35
tíma og koma því ekki til álita. Það er því tómt mál hjá útgefendum þessarar bókar er þeir segja í formála að svo kunni virðast sem þeir liafi verið „óþarflega ríflegir á rúm handa skáld- um, sem enn eru litt séð.“ Við athug- un kemur líka í ljós að yngsti höf- undurinn í bókinni er fæddur 1928, og eru hinir næstyngstu heilum sex árum eldri. Segir það nökkuð um hver sess hinum „lítt séðu“ skáldum er hér skipaður. í formála segir ennfremur að á ár- unum 1944—1953 hafi komið út á íslenzku 178 ljóðabækur eftir 137 liöf- unda á ýmsum aldri. I sýnisbókina er svo valið úr verkum 43 þessara höf- unda, þ. e. a. s. tæpur þriðjungur þeirra er hafa gefið út ljóð á tímabil- inu eiga hér sæti. Og við lestur bók- arinnar kemur reyndar í ljós að lielzt til margir eru konmir á bragabekk: alltof mikið rúm virðist mér fyllt af innihaldslítilli hagmælsku sem hefur lítil eða engin skáldskaparverðmæti til að bera. Kannski er ástæðulaust að áfellast útgefendur fyrir þetta, því að óneitanlega fæst með þessu móti meiri yfirsýn um skáldmennt tímabilsins. Einnig litlir karlar geta sett svip sinn á bókmennt- ir cinnar þjóðar. En því er ekki að leyna að betur hefði þetta rúm verið skipað ef bókin næði yfir lengra tíma- bil og þess hefði verið freistað að láta hana lýsa þróun íslenzkrar ljóðlistar síðustu tuttugu árin eða svo. Vissu- lega hefur þetta verið misviðrasamt tímabil en einnig merkilegt, — og mun að vísu þykja enn merkilegra þegar lengra liður frá og meiri festa kemst á málin að nýju. En það hlut- DAGSKRÁ verk leysir þessi bók sem sagt ekki af hendi. Hér hefur einkum verið dvalið við ágalla og takmarkanir þessarar bókar, en minna rætt um hitt er vel fer. Ligg- ur þó í augum uppi að margt má segja háloflegt um bókina, enda eru þar samankomin langflest fremstu ljóð- skáld íslendinga á seinni árum, — og þarf ekki að nefna nöfn þcirra hér. Val ljóðanna hafa þeir Gils Guð- mundsson, Guðmundur Gíslason Hagalín og Þórarinn Guðnason ann- azt og leysa verkið vel af hendi innan þeirra takmarka sem þeir hafa sett sér og rædd eru hér að framan. Frá- gangur bókarinnar er góður, en betur hefði farið á því að skipa höfundum niður eftir aldursröð í stað þess að láta stafrófsröð ráða. Með þeim hætti hefði bókin þó frekar haft svipmót af þróun ljóðlistarinnar en nú er. Um tímarit. Þeir aðilar sem fremur öðrum ættu að láta umræður um menningarmál og listir í landinu til sín taka eru dag- bliiðin og ýmis tímarit auk ríkisút- varpsins. Óneitanlega gefa allir þessir aðilar þessum málefnum nokkurn gaum, þannig eru ýmsir þættir út- varpsins góðra gjalda verðir (t. d. Skáldið og ljóðið, Úr heimi myndlist- arinnar o. fl.). En „hlutleysi“ útvarps- ins hefur í för með sér að þar getur aldrei orðið um neina gagnrýni að ræða, og virtist þó ekki úr vegi að mönnum leyfðist að halda þar uppi hlutlægum, rökstuddum skoðunum á 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.