Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 9

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 9
tvisvar í hálfum mánuði og voru gernýtt í sveitinni. Það var einmitt í þessum blöðum sem hann sá auglýsinguna síðar meir, auglýs- inguna sem leiddi hann suður um heiðar. En þá var hú ð að vera stríð útí löndum og pen- ingaflóð fyrir sunnan þegar þessi auglýsing kom í blöðunum. Peningaflóð — fimmkallar tíkallar fimmhundrtiðkallar. Þá var kyrrt í Iandinu og haustmorgnarnir höfðu verið eins í þúsund ár. Og þá komu til hans höfðingjar engu síðttr en nú. Þeir komu á hestum og höfðtt komið yfir fjallið, höfðu leiðsögumann og voru að rannsaka sögustaði. Þcir gistu nokkrar nætur og einn þeirra þáði alltaf í nefið. Þeir sögðtt að nú ætti að gefa út Sturlttngu á nýjan lcik og ætlunin væri að ganga úr skugga um hvort hér Itefði verið hof. Þcir drukku kaffi og átu súrt slátur hjá bónda og skeggræddu við hann um Sturlungu og hlustuðu á kennmgar hans, sögðu að cin- mitt slíkur maður ætti að sitia landnámsjörð, hann væri réttur maður á réttum stað. Hann kunni skil á fornsögunt þeini öllum er gerð- ust í þessu héraði og þekkti örnefni og kunni sögu þcirra. Hann sagði þeim þjóðsögur sem hann hafði heyrt í be^nsku þegar logaði á kolu í baðstofunni og drattgar voru jafn lif- andi og annað fólk. — Og þessir fyrirmenn að sunnan höfðu skráð eftir honttm eina þjóð- sögttna og seinna birtist hún í tímariti bók- vinafélagsins. Þeir höfðu drukkið hjá honum kaffi og etið súrt slátur og sofið undir rauðköflóttum brek- ánum í gestakamesinu, þessir landsfrægu fyr- irmenn sem hann þekkti af blaðamyndum. Og þeir röbbuðu við hann um Sturlungu á kvöld- in og gengu um túnið á daginn, rótuðu í rúst- um hofsins og þefuðu af moldinni, potuðu fingri í öskulögin undir grasrótinni og skrif- uðu hjá sér í minnisbækur. Þegar þeir kvöddu hann rak einn þeirra að honum rembingskoss og sagði að svona væru íslenzkir bændur, þeir væru iafn kunnugir forn- hetjum og nágrannabændum sínum, þess- vegna væri íslenzk menning orðin þúsund ára. Þeir kvöddu hann með talsverðum trega og voru lengi að taka í nefið að skilnaði og hann DAGSKRÁ var stoltur af því að búa á landnámsjörð og fannst hann hafa átt hér heima í þúsund ár ... Svo kom stríðið útí löndutn og peningaflóð- ið fyrir sunnan. Kannski byriaði stríðið ekki fyrren dóttirin flutti sig alfarin suðttr og trú- lofaðist dáta sem var kominn til að verja landið. Og eftilvill skall peningaflóðið ekki á í alvörtt fyrr en sonttrinn skildi skurðgröfuna eftir útí miðri mýri á einum bænum, sagðist þéna meira í bretavinnu og fór með næstu rútu suður. Og það fór að verða erfitt að fá fólk og gæðingttrinn fór að reskjast, hann fór núorðið sialdan á hlemmiskeiði yfir þurrar leirurnar uppmeð ánni. Jörðin var græn einsog fyrr. En bóndinn var hætttir að staldra við í fjár- húsunum þegar hann hafði gefið á garðana. Þó margt hefði breytzt í heiminum var það síður en svo að höfðingiar væru hættir að ríða í hlað. En í þetta sinn var fararskjótinn gljá- renndur skrautvagn og höfðingiarnir illa að sér í Sturlungu. Þeir vissu ekki einu sinni að þctta var landnámsjörð en heimtuðu brennivín, þeir hefðu rennt í ánni og ætlað að veiða lax en ekki orðið varir og vildu snúa fiskileysinu uppí fyllirí. Þeir voru þrír saman, einn þeirra mikill vexti og digur eftir því, klæddur rosabullum cg leðurjakka með prjónahúfu á höfði, rjóður í andliti og þrútinn í augum, nefið var stutt og breitt, hakan framstæð og gull í tveim framtönnum. Hann hafði fleyg í vasanum, stóð gleiðfættur hjá skrautvagninttm á hlað- inu og bar stútinn að vörum sér í þeim svif- um að bóndann bar að. Annar félaga hans sat f bílnum og dottaði, sá þriðji var lítill maður og feitlaginn, sköllóttur og bústinn í kinnum og blés af mæði. Þeir voru orðnir benzínlausir og spurðu bónda hvort hann ætti benzín, hann kvaðst geta sent eftir brúsa á næsta bæ og það mundi duga þeim niðrað brú þarsem tankur- inn stóð. Hvort þeir vildu ekki koma í bæinn og þiggja kaffi meðan þeir stöldruðu við. Sá stutti svaraði að það gæti verið nógu gaman að koma inná bóndabæ og þeir vöktu félaga sinn í bílnum til að sýna honum inní 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.