Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 50

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 50
fór að skipa fyrir um hvar Laugamenn skyldu leita sér staðar. Það þarf ekki nema að líta á inynd Asmundar Oveður til þess að gera sér Ijóst að hún er ekki af syfjuðum glópi gerð. Klofið á því viðrini, krumlugangurinn og gramsið, þetta er allt saman sannarlega óveð- urslegt og myndi auðga myndskyggnan Frakka að verðmætri líísreynslu, ef hann sæi, en sveitavanan Islending? Herra minn trúr! Ekki meira en ómerkileg klámvísa gæti frætt gaml- an sjóara. Hitt er svo annað mál að dugnaður Ásmund- ar er alveg hetjulegur, bæði við alla þessa furðulegu formsköpun og við byggingar. Skoðanir Ásmundar um lífið og listina liggja Ijósar fyrir eftir verkum hans. Um þær þurfti hann varla að tala fyrst eitthvað kom fram af myndum. Maður, sem sér Þvottakonuna og annað fleira af nátttröllum Ásmundar, þarf ekki að ganga þess dulinn, að þar er höfundur, sem trúir á frelsið og heldur að ekki sé ráð að hindra andríkið með tilliti til raunsannra hlut- falla eða fornra reglna. Asmundi er kannske h'kt farið og Skúla Magnússyni, sem sá nauðsyn iðnaðar og hratt af stað fyrirtækjum skynsamlegum, nauðsynleg- um og mennilegum, en var liðugum 200 árum of snemma á ferðinni. Ásmundur kann að verða myndaður við hlið Skúla og þá jafnvel öllu betur sýndur en „fað- ir Reykjavíkur", og mætti fyrr verða um hann en Skúla tiltölulega, því nú gengur margt fljót- ar cn áður, og er sumt jafnvel betur gert. Þótt langt sé milli lífsskiðunar og lista- smekks Ásmundar og mín og minna líka og þar þyki margt tvísýnt eða utan þessa tíma og sambands við menningu þjóðarinnar í dag, þá er allt vel um hann borið saman við svo kölluð ljóð heftisins og suman prósann einnig. Um það dót munu sannast hin lyrisku orð Jónasar Tryggvasonar prentuð í sama hefti bls. 34 í ljóði, sem er Ijóð: --------Ef varstu að skygnast að vini vonlaus er orðin sú för þín. Það var ekki — var ekki cg. Sigurður Jónsson frá Brún. 48 ATHUGASEMD. Hér er ekki ætlunin að „svara“ ummælum Sigurðar Jónssonar frá Biún eða ræða nánar samanburð hans á verkum Ásmundar Sveins- sonar og ljóðmæli klerksins á Tjörn Aftur á móti vill ritið taka skýrt fram til að fyrir- byggja hugsanlegan misskilning að það er með öllu ósammála Sigurði um list Ásmundar. Það er svo annað mál hvcrt hald er í þeirri kenn- ing að list þurfi að tyggja í fólk cins og barnamat ef það á að fá notið hennar. Okkur sýnist sönnu nær að list samtíðarinnar hljóti að vera hverri kynslóð inngöngudyr til allrar annarrar listar. Sá sem ekki fær skilið né not- ið jieirrar listar er lifir í landinu samtímis honum á vart hægt um vik til heilladrjúgra kynna við eldri listir og listaskeið. Lokaorðin í bréfi Sigurðar gefa aftur á móti tilefni til að ræða lítillega gagnrýni er að ritinu hefur verið beint nokkuð, bæði í bréfum og munnlega. Til dæmis tökum við hér upp bréf er ritinu barst ekki alls fyrir löngu: „Flateyri, 12.1. 1959. Tímaritið Dagskrá Reykjavík. Hérmeð tilkynni ég yður að ég er eigi lengur kaupandi að riti yðar. Ég get eigi verið að hræsna með að kaupa rit sem hefur engan boðskap til mín að flytja. Allur nýtízku skáldskapur samsuða hugsunar- laus að því er virðist sálarlaus eða þá aðeins fyrir afburða hugsuði, sem eigi nær til okkar almúgamanna með sinn boðskap — það kæri ég mig eigi að safna og vík því frá kaupum. Með þakklæti fyrir það sem ég hefi þegar hlotið. Virðingarfyllst Jón F. Hjartar." Það er von okkar að höfundur misvirði ekki að bréf hans er birt hér. Tilgangurinn er sá einn að fá tækifæri til að svara þeirri gagn- rýni er í bréfinu felst. Það eru þá einkum tvö atriði sem fyrir verða. í fyrsta lagi hefur Dagskrá aldrei verið málsvari einhverrar tiltekinnar liststefnu eða tiltekins hóps listamanna. Ritið hefur ein- DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.