Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 15
Þorkell Grímsson:
Gammi og gröf
Grafreitur og þorpsleifar frá lokaskeiði heiðins siðar
á Lindholm Höje við Limafjörð
Heimildargildi greftrunarminja er
margvíslegt. Af beinum og beinaleif-
um í'áða mannfræðingar líkamsvöxt
einstaklinga, kyn, aldur o. fl., en
sjálfir legstaðirnir ásamt haugfé, ef
eitthvað er, geta frætt okkur um efna-
hag og listþroska aldarinnar. um
þjóðfélagsstiiðu hinna gröfnu og um
ríkjandi útfarar- og greftrunarsiði.
Loks áætla menn stundum fólks-
fjölda eftir tölu grafinna, en slíkar
áætlanir ldjóta að vera lauslegar.
Hins vegar getur lega grafahóps sagt
til um endamörk byggðarlags og hvar
byggð var þéttust. Mikið hefur verið
rætt og ritað um lnigmyndaheim for-
söguþjóða. Þá er sígild aðferð að bera
saman greftrunarminjar þeirra við
hliðstæð gögn frá frumstæðum þjóð-
flokkum nútímans, en fátt varpar
jafn skýru ljósi á lífsskoðanir og
Grafreilurinn á Lindholm Höje séður úr lofti
1955. Myndin snýr hornrétt við höfuðáttum.
Norður er til vinstri. (Acta Archeologica 1955,
hls. 176)
DAGSKRÁ
einmitt útfarar- og greftrunarsiðir. Þó
verður alltaf að gera ráð fyrir, að sið-
ir kunni að slitna úr samhengi við
þann hugmyndaheim, sem þeir eru
sprottnir af.
Um almennt heimildagildi þéttbýlis-
og borgarrústa þarf varla að fjölyrða.
Leifar þéttbýlis finnast á jarðarkringl-
unni frá upphafi nýsteinaldar, og
slíkar lcifar í allri mynd, húsarústir,
húsgrunnar, vatnsból, götur, torg,
brýr o.s.frv., eru einhvcr stærsti flokk-
ur fornminja. Þéttbýli er alltaf merki
um nokkurn þroska í búskaparhátt-
um, en það ber auðvitað vitni um
fleira.Margir trúarbragðafræðingar sjá
aldahvörf í þróun alls átrúnaðar, þeg-
ar mannfólkið hefst af stigi veiði-
mennsku, hjarðmennsku og frum-
stæðrar akuryrkju á stig borgarmenn-
ingar. Ilin frumstæðu samfélög trúa
á goðmögn og vætti, spegilmynd
náttúruafla, en trú á guði er yngri og
einkennir borgarmenningu eða
menningu frumstæðra samfélaga, sem
hafa kynni af borgarmenningu. Þessi
13