Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 44

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 44
Ég stend í sömu sporum og held niðri í mér andanum. Ég heyrði í óvininum. Engir vatns- dropar, engar skáldlegar myndir framar. Nú er ég dýr. Augnablik hugsa ég: Þetta getur hafa verið ímyndun. Það getur hafa verið snípa niðri í mýri. Það getur hafa verið |>rusk frá iljum mínum, þegar þær snertu gólfið. Það getur hafa verið loftbóla sem sprakk í koki mínu. Kannski ég hafi heyrt í krakka eða ketti. Bíl, sem hemlar í fjarska. Engispretta? En ég veit betur. Eg stend grafkyrr, en ekki nema brot úr sekúndu. Ég gcng hægum skref- um til rúmsins eins og ekkert hafi í skorizt. Eg má ekki láta sjást, að ég viti af honum. Hann cr slunginn. Eina ráðið er að vera slyng- ari. Ég nem staðar við rúmið mitt góða. Ég dyl vandlega dapurleikasvipinn. Það ríður á að láta eins og allt leiki í lyndi, káuir og æðrulaus. Ég andvarpa af vonbrigð- unum — ég, sem hafði þráð svo ákaft að hitta Napoleon og Swedenborg og guð — en ég læt mér nægja að andvarpa innra með mér, brjóst- kassinn lyftist ckki. Ovinurinn má umfram allt ekki fá þá hugmynd, að ég sé huglaus, því þá nær hann yfirhöndinni undir eins. Svo það kemur þá til bardaga. Mér hlær hugur í brjósti: eins og ég hafi ekki alltaf vitað að hvíld er blekking. Nú verður ekkert úr svefni: Ekki fyrr en ég hef ráðið niðurlögum óvinarins. Og það getur tekið langan tíma. Óvinurinn cr svo Iítill. Ég stend við rúm mitt í náttmyrkrinu. Og meðan ég stcnd svona, sný ég höfðinu hægt og ætlast til að það sé tekið scm heilabrot. En í rauninni er ég alls ekki að brjóta heil- ann urn nokkurn skapaðan hlut. Ég hlusta. Ég hlusta svo ákaft, að ég hálfloka augunum. Mcð því að skerða sjónina, eflist heyrnin. Ég sný höfðinu, eyrun verða að ratsjám eins og verið væri að leita uppi óvinaflugvél. I hvaða horni er óvinurinn? Ef til vill í miðju herberginu? Ef til vill uppi undir þaki? Undir rúminu? Hann getur líka hafa falið sig í bókahillunni? Kannski situr hann uppi á Johannes V. Jensen og bíður átekta? Meðan ég stend svona og lcgg við hlustirnar dettur mér dálítið merkilegt í lnig, nefnilega það, að hinir smáu óvinir séu verstir. Þeir sem eru svo smáir, að maður getur ekki séð þá. Það stendur ógn af þeim einmitt vegna þess, að þeir eru nafnlausir og ósýnilegir. Gerum þess í stað ráð fyrir, að óvinurinn hcfði verið stór. Risi. Mammútur. Hefði verið mammútur á grasflötinni fyrir utan og mamm- úturinn hefði stungið rananum inn um glugg- ann. Þá hefði ég Iíka orðið dauðskelkaður að sjá þessa fálmandi draugsloppu í herberginu, einkum ef hún hefði farið að róta í handrit- um mínum. En ég hefði haft þá ómetanlegu ánægju að sjá hann. Og ég er viss um að mér hcfði tekizt að ráða niðurlögum mammúts á fimm mínútum. Fimm mínútum. Mér er blá- köld alvara. Auðvitað ckki einn, en það hefði ve'ið gert á fimm mínútum. Ég mundi hafa rekið upp öskur og vakið upp alla í nágrenn- inu. Ef öskrið hefði ekki heyrzt, hefði ég hlaupið fram í anddyrið og hringt í allar áttir. Ég get fullyrt að mér myndi takast að boða út hundrað nágranna á einni mínútu, sem væru reiðubúnir að láta til skarar skríða, þótt þeir væru með stýrurnar í augunum. Og sum- ir af nágrönnum mínuni eru hættulegir. Þeir eru í heimavarnarliðinu. Nokkrum sinnum á ári hef ég séð þá halda að heiman að kvöldlagi í luralegum einkcnnisbúningi mcð eitthvað sem lfktist. riffli að vopni. Og í góðan riffil þarf góð skot. Og þótt þeir hefðu ekki skotfæri heima. þá myndu þeir koma með öll tiltæk vopn, allt frá þvottasnúrum og bréflími upp í sjálfskeið- inga og gamla flugelda. Sjálfur myndi ég taka mér í hönd piparbauk úr eldhúsinu, stökkva út á hlað og ráðast á ferlíkið, hrppa upp og grípa um skögultennur hans. í þessari Tarzan- stöðu mundi ég troða piparbauknum upp í ranann á honum og mamúthnerrinn myndi hcyrast um sjö sóknir og lama dýrið algerlega. Einn mammútur á móti hundrað Norðmönn- um. Það gæti ckki endað nema á einn veg. Margt má segja um Norðmcnn, en hér væri einsýnt um úrslitin. Að fimm mfnútum liðn- um væri mammúturinn að velli lagður, ríg- bundinn og lamaður, ef ekki drepinn. Og ofan á allt saman er mammúturinn sauðmeinlaus skepna, jurtaæta, sem mundi dilla rófunni, cf að honum væri rétt gulrót. Og þar að auki útdauður. En þegar um mýílugu. er að ræða, horfir málið allt öðruvísi við. Óhugsandi er að hringja á hjálp til nágrannanna. Ég verð að berjast einn og óstuddur við óvin, sem er svo smár, að ég get ekki komið auga á hann. Og nú heyri ég ekki í honum heldur. Þessu verður ekki lokið á fimm mínútum. Það get- ur tekið klukkutíma. Tvo tfma. Alla nóttina. 42 DAGSKRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.