Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 21

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 21
fyrir að nota steina úr umgjörðum þeirra. Það er ólíklegt, að grjóteklu einni og hirðuleysi sé um að kenna, og' vill mag. Itamskou rekja þetta til lífsskoðana aldarinnar. Arabíski mið- aldahöfundurinn Ahmed Ibn Fad- hlan vitnar «á einum stað í ummæli norrænna manna um líkbrennslu og lætur þá segja: „Við brennum hinn framliðna á báli strax eftir andlátið svo hann komist rakleitt til paradís- ar.“ Hvað sem hæft er í þessu, bendir margt til, að Norðurlandabúar hafi í heiðnum sið litið á bálför og greftr- un sem ráðstafanir til að greiða götu hins framliðna, og eftir því var gröfin hvorki bústaður né minnismerki, heldur áningarstaður. Þegar hún hafði gegnt því hlutverki, hvarf staðnum öll helgi, og menn gátu tekið þaðan nýtilega steina, ef svo bar við að horfa, og án þess að sök félli á þá. Ekki er fullvíst hvað hin ýmsu um- gjarðaform áttu að tákna, nema skipslagið, það er ímynd fleytu, og átti sennilega að tákna farkost hins framliðna á leiðinni til annars heims. Og það má geta sér þess til, að sama hugmynd liggi til grundvallar hinum formunum, a.m.k. þríhyrningunum, tíglunum og sporöskjunum, og að allar steinaraðirnar eða allflestar, séu sj)rottnar af óljósri viðleitni til að gera ímynd af farkosti og hafi sú viðleitni borið betri árangur eftir því sem á leið. Er þá ekki tilviljun ein, að skipin eru stærst og algengust á yngsta hluta grafreitarins (sjá mynd nr. 2). Á fimm skiplaga legstöðum hefur bátur verið brenndur. Einn legstað- anna í þessum flokki, nr. 635 á skrá mag. Ramskous, er 23 m. á lengd, eða meðal hinna stærstu. Steinar eru allir horfnir úr umgjörðinni nema stafn- steinninn. Viðarkol og brennd bein lágu í rúmlega 8 m. löngum og 2 m. breiðum brunaflekk, og í öskunni fundust 52 naglar úr byrðingi. Moldin undir brunaflekknum bar þess vott, Peningar meS kúfískum stöfum. (III. I.ondon Neu’s, ág., 1955)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.