Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 63
aíi skilja Sjávarföll sín sem táknræna skáldsögu
eða sögu um baráttu einstaklings fyrir frelsi
sínu, verður niðurstaðan hin sama. Þessari
sögu er ekki unnt að trúa. Þetta er ekki skáld-
skapur, heldur sundurslitnir órar. Einstakir
stuttir kaflar, einkum heinar lýsingar, eru þó
gæddir nokkrum þokka í ljóðrænum, látlausum
stíl. Gæti það bent til þess að kvæðisform
stæði raunverulega hjarta höfundar nær, þótt
hann til þessa hafi einkum hlctið viðurkenn-
ing sem sagnahöfundur. En sem heild er verk-
ið ofið svo óskyldum þáttum raunveruleika og
ævintýrs, að eftir gapir aðeins holrúmið autt
og ófyllt. Milli lesanda og hugsana höfundar
stendur í þessu verki órofa múr, svo að saga
hans verður óskiljanleg. Ahrifin: draumur eða
martröð.
S. S.
Hvers vegna —?
Thor Vilhjálmsson: Andlit í spegli
dropans. Helgajell, Reykjavík, 1957.
Ef undan er skilin dæmalaus vantrú Islend-
inga á blessaða krónuna sína, þykir forsjálum
mönnum ísjárverðust hrelling trúleysi ungu
skáldanna á framtíðina.
Sannarlega var þó munur, þegar skáldin —
langræmd aldamótaskáldin — ortu fagnaðar-
ríkar drápur, sem sýndu svart á hvítu, hversu
þjóðhollt það væri að rækta skóg milli fjalls og
fjöru, eins og hér var í gamla daga, bættu
menn við og minntust þess, sem fornar bækur
sögðu um gróðurfar á íslandi á landnámsöld. í
svoleiðis kvæði er hverjum meðalmanni vor-
kunnarlaust að vitna í snoturri tækifærisræðu
og einkar hentugt að láta þess um leið getið,
að aldrei hafi jafnmerkilegt fólk lifað á íslandi
og „aldamótakynslóðin", sem söng svona
kvæði, plantaði skógi, fór að þvo sér, hætti að
svelta og reisti mannabústaði.
Hver getur ætlazt til þess, að fólk, sem
þekkti horfelli, lús og torfkofa betur en ætt-
ingja í þriðja lið, efaðist um ágæti þess að
rækta skóg á íslandi, þvo sér og reisa hús? Er
ekki skiljanlegt, að slíkt fólk tryði á aðra betri
framtíð? Gat mönnum legið annað meira á
hjarta en rétta úr kútnum?
Fólk, sem sveltur og króknar, kúldast í skít
og þrengslum, efast ekki um kosti þess að öðl-
DAGSKRÁ
ast þægilegra jarðlíf. (Hér mætti skjóta inn
hugleiðingu um grátbroslegar rússneskar lýs-
ingar á ástafari og dráttarvélaafköstum og
harmleikinn um Pasternak). En þá sem allur
þorri íslendinga hefur haft kynni af sápu í
hálfa öld, fólk hefur lengi hvorki dáið úr hor né
fros.ð í hel í rúmi sínu, taka sumir að hugleiða,
hvort allur sannleikur veraldar sé fólginn í
fagnaðarerindinu um skóg milli fjalls cg fjöru
eða átta stunda vinnudag. Vituð ér enn eða
hvat?
Ofan á þetta bætist svo, að blessað aldamóta-
fólkið í þeim stóra heimi með alla hjartsýni
lokakafla nítjándu aldarinnar í veganesti, pól-
itíska velferðarsiðfræði og stéttasamtök hefur
látið sér lánast að halda tvö heimsstríð með
sæmilegasta árangri í mannslátrun og barna-
morðum.
Hví eru þá ung skáld svo forhert að efast
um fagnaðarerindið á þessum glæsilegu tímum
sápu og almennrar magafylli?
Staðhæfa má, að efasemdamaðurinn sé jafn-
rökrétt fyrirbæri á miðri tuttugustu öld sem
boðheri skógræktar um aldamót eða stétta-
samtaka á þriðja tug aldarinnar. Og hlutverk
efasemdamannsins reynir stórum meira á sál-
arstyrk en hitt að gana sæll fram í trú sinni.
Og meira. Skáldskapur efasemdamannsins er
líklegri til að verða lesendum sínum til nokk-
urs þroska en fagnaðarboðandans. Mætti slík
staðreynd verða þeim huggun, sem meta skáld-
skap eftir notagildi. Ekkert er skaðlegra
trúnni, hvort sem menn trúa á skóg, páfann í
Róm eða bóndann í Kreml. Efinn einn og þær
spurningar, sem hann vekur, eru líkleg til að
stuðla að einhverri þróun meðal mannkindar-
innar.
Því hef ég gerzt fjölorður um þessi atriði,
að mér er ofurkunnug afstaða mikils fjölda
manna gagnvart ýmsum þeim skáldskap, er
birzt hefur á prenti undanfarin ár, en ég hyggst
rita hér lítið eitt um þann höfund, er mun
einhver gáfaðastur efasemdamaður í hópi ungra
skálda og jafnframt kannske trúminnstur á
„framtíðina" sem fornar kennisetningar.
Nærri mun ári, síðan Thor Vilhjálmsson gaf
út þriðju bók sína, Andlit í spegli dropans.
Efni hókarinnar verður sennilega bezt tákn-
að með þeirri undirfyrirsögn, sem höfundur
hefur valið síðasta hluta hennar: Nokkrar
litlar myndir af manneskjunni í þeim stóra
heimi. Bókin er safn svipmynda — misstórra
að vísu — af mannlífi, og orðið mynd er
61